Er það ekki bara í góðu lagi? Það núllast nefnilega út ef við tökum “Í skólanum, í skólanum” inn í þetta líka, en það er einmitt lag sem er ekki jólalag á Íslandi en er hreinlega jólalag af bestu sort á þýsku, “O Tannenbaum, o Tannenbaum, wie treu sind deine Bläter…”. Ég var einu sinni með þýskukennara sem hélt, á sínu fyrsta ári hérna á Íslandi (hún kom frá Austur-Þýskalandi), að Íslendingar væru alvarlega klikk, syngjandi jólalög í septemberbyrjun.