Þetta er mjög líkt og tamnig á hestum sumstaðar í heiminum, hesturinn lokaður inni, maður fer á bak og svo er hestinum sleppt! og þá er bara að halda sér á baki! ef maðurinn dettur ekki, róast hesturinn nærri því alltaf eftir nokkra stund, og vilja sumir þá meina að hesturinn sé taminn… (sem að mínu mati er auðvitað ekki, þrátt fyrir að það sé hægt að sitja hann) Sjálf hef ég gaman af því að ríða hestum sem geta fundið uppá að gera eitthvað svona, þótt ég verði auðvitað stundum hrædd, en það...