Ég get ekkert annað sagt þér en bara að skella þér í hestana aftur. Eins og einhver annar hér sagði, þá sé ég ekki annað en að það ætti að vera manninum þínum og börnum í hag, ef þér líður vel og ef þú hefur gaman, því það er ekkert betra en að eiga ánægða mömmu og hvað þá eiginkonu. Ef þú hefur einu sinni verið í hestum, þá eiga þeir alltaf eftir að toga í þig. Og þegar ég segi alltaf þá meinar ég alltaf. Mín skoðun er sú að tíminn sem þú eyðir í að vellta þessu fyrir þér sé í raun spilltur...