“Já, þér finnst að þeir ættu að gera sem minnst, en er líklegt að þeir geri það?” Stjórnmálamenn eru nú ekki skordýr eða sniglar, gjörðir þeirra í embætti eru ekki forritaðar í genabyggingu þeirra. Ég og þú getum fært þeim rök og talað máli skynseminnar. Við getum einnig boðið okkur fram í embætti sjálfir. Hitt er annað mál að ákvarðanir sem mest eru samkvæmt raunveruleikanum, þ.e.a.s. byggðar á athugunum á staðreyndum og röksemdum út frá þeim athugunum, eru líklegastar til ávinnings. Og...