'Ef þú vilt fara út í hártoganir, þá er allt eins hægt að segja að þú sért ekki á lífi heldur, því “þú” ert bara hópur af atómum sem hanga saman.' Nei, “ég” hef ekkert að gera með atómin mín. Vitundin, eins og öll flókin fyrirbæri, er meira en summa hluta sinna. Það væri nær að segja að “ég” sé bara hópur af hugsunum sem hanga saman. Memum, öllu fremur (samanber bók Susan Blackmore, “The Meme Machine”, sem ég mæli eindregið með).