Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

Re: Vissuð þið að Bush er rangkjörinn forseti?

í Deiglan fyrir 21 árum, 8 mánuðum
“Fyrirgefðu hversu harðorður ég er núna og endilega leiðréttu mig ef ég er að misskilja eitthvað en hvort ertu svona rosalega einfaldur eða bara plain ol'fífl?” Ég held þú sért að misskilja eitthvað. Annars gæti verið að þú sért “plain ol'” tregur, ég er ekki viss. Nýjum flokkum er ekki haldið frá, þeir eiga bara ekki séns. Þess vegna verða stjórnmálamenn að klifra upp metorðastigann innan þessara tveggja flokka til að geta orðið forseti. Aðrir flokkar eiga menn á þingi, og hafa því rödd, en...

Re: Vissuð þið að Bush er rangkjörinn forseti?

í Deiglan fyrir 21 árum, 8 mánuðum
Rétt er það, þetta er einn ásinnn á mununum á þessu. Repúblikanar eru meira í íhaldi og demókratar meira frjálslyndir. Repúblikanar eru upp til hópa meira siðferðislega skúffaðir. Demókratar vilja vissulega koma á meiri sósíal batteríum en það er ekki þar með sagt að þeir vilji beint sósíalíska stjórn. Persónulega hef ég ýmislegt að setja út á stefnur beggja þessara flokka.

Re: þvingað lýðræði - ?

í Stjórnmál fyrir 21 árum, 8 mánuðum
“Það átti nú víst að reisa styttu af þessum merkismanni í einu af suðurríkjunum og íbúar þar mótmæltu og báru Lincoln saman við Hitler(þeas að hann hefði verið fjöldamorðingi).” Ég man ekki eftir þessu. Geturðu bent á slóð með nánari upplýsingum um þetta? “Það er ekki lýðræðið sem er vandamál í USA en frekar er það hvernig þeir sem búa þar líta á hver einn tilheyra einhverjum undirhóp en ekki sameiginlegu þjóðfélagi. Í raun eru Bandaríkjamenn að berjast í sífellu við sjálfan sig.” En er það...

Re: Vissuð þið að Bush er rangkjörinn forseti?

í Deiglan fyrir 21 árum, 8 mánuðum
“Kjörmönnunum var fyrst komið á stokk snemma í sögu bandaríkjamanna því að almenning var ekki treyst fyrir því að kjósa rétt” Þetta er einfaldlega ekki rétt, enda fráleit einföldun. Kjörmannakerfið hefur meira að gera með réttindi ríkja (“States' Rights”) en vantraust gagnvart almenningi. Frekar hefur það að gera upprunalega með vantraust ríkja gagnvart alríkisstjórn. Það vill oft gleymast að BNA eru bandalag einstakra ríkja, en ekki eitt stórt ríki. Þannig er að hvert ríki má velja sér...

Re: Vissuð þið að Bush er rangkjörinn forseti?

í Deiglan fyrir 21 árum, 8 mánuðum
Mig langar að benda á að í Bandaríkjunum þarf maður að skrá sig til kosninga. Þú mátt ekki kjósa nema þú sért skráður. Þetta er aðallega gert til að koma í veg fyrir atkvæðafals, því manntal er ekki nákvæmt. Það er síðan algengara að “hinir ýmsu minnihlutahópar og þeir sem eiga á brattann að sækja í samfélaginu” skrái sig ekki á kjörskrá. Það er rétt að þeir sem eiga á brattann að sækja kjósa frekar demókrata, umbótasinna eða frjálslynda, en á móti kemur að þeir kjósa síður. Munurinn á...

Re: þvingað lýðræði - ?

í Stjórnmál fyrir 21 árum, 8 mánuðum
“…að Bandaríkin munu falla að innan enda samstaða þar á hálum ís. Skiljanlega enda mikið af mismunandi hópum sem hafa öll mismunandi skoðanir.” Er það ekki einmitt styrkleiki lýðræðisins, að fólk megi hafa mismunandi skoðanir? Er það ekki einmitt stoð lýðræsins og stytta að fólk hafi sem víðastar skoðanir og hafi rétt á að skiptast á þeim? Annars held ég að skoðanamismunur í Bandaríkjunum sé ekkert meiri nú en hann var fyrir t.d. 200 árum síðan.

Re: Um muninn á víðsýni og hreinum bjánaskap

í Deiglan fyrir 21 árum, 8 mánuðum
Vinstri, hægri, hvað er nú það? Þetta er ekki til lengur félagi. Gömul viðmið síðustu aldar.

Re: Almennt um skrif og skoðanaskipti á Huga

í Deiglan fyrir 21 árum, 8 mánuðum
Mikið til í þessari grein. Ég held ég hafi aldrei tekið þátt í umræðu hérna sem endar ekki í svona rugli. Allavega ekki á deiglunni. Þetta er skömminni skárra í heimspeki. Ég held að það sé rétt hjá þér að aldur notenda hefur mikið með málið að gera. Hins vegar geta fullorðnir ekki síður verið dónalegir og ómálefnalegir. Það mætti reyna það að setja á stofn efnisflokk með 20 ára aldurstakmark til að skrifa inn. Það ætti að vera lítið mál því að allir þurfa að gefa upp kennitöluna sína til að...

Re: Lögboðin gjöld eru skattar.

í Stjórnmál fyrir 21 árum, 8 mánuðum
Mikið er ég sammála þér gmaria. Fyrsta skrefið í að lækka skatta er að leggja niður Ríkisútvarpið.

Re: ???enginn áróður????

í Stjórnmál fyrir 21 árum, 8 mánuðum
“í stríði er allt efni bæði BBC ot CNN kyrfilega ritskoðað, og það hélt ég að væri á allra virorði” Vitorð er vitagagnslaust. Það eru engin rök að segja “það vita þetta allir”. Annars var ritskoðun ekki til umræðu hélt ég, heldur var verið að tala um lygar og áróður. Ég bíð enn eftir dæmum um það. “en þýðir þetta þá að þú trúir bara ENGU misjöfnu upp á leiðtoga ofurvelda” Nei, það þýðir það ekki. Það þýðir að ég trúi engu sem er ekki stutt af staðreyndum eða rökum. Stuðningur minn við...

Re: Frelsun Íraks er runnin upp! Baghdad er fallin!!!!

í Stjórnmál fyrir 21 árum, 8 mánuðum
Ertu viss um að það sé ég sem tala digurbarklega en segi ekkert merkilegt? Þú komst með þessa rosalegu yfirlýsingu um lygar og áróður á CNN, BBC og Al Jazeera. Ég bað þig vinsamlega um dæmi um bæði áróður og lygar. Eitt dæmi um áróður og eitt dæmi um lygi frá hverri stöð fyrir sig. Hef ekki séð það frá þér enn. En ég bíð þolinmóður. Hingað til hefurðu bent á orðaval, ritskoðun og skort á gagnrýni, en ekki á eitt einasta dæmi um áróður og lygar. Vertu ekkert að flýta þér, gefðu þér tíma í að...

Re: leikritið ,,Frelsun Íraks''

í Stjórnmál fyrir 21 árum, 8 mánuðum
Bravó, ukulele! Þrefalt húrra. Þetta er næst mesta vitleysa sem ég hef lesið (sú mesta var grein þín hérna um daginn sem var titluð “SÁ SEM EKKI ANDMÆLIR MORÐI ER SAMSEKUR UM MORД, eða eitthvað álíka, það var allavega allt með gargandi hástöfum). Ef það eru einhver rök í þessu svari þínu þá þætti mér vænt um að fá að sjá þau. “það hefur á hinn bóginn ekkert að gera með strategíuna, sem snýst mest um að BNA geti fylgst með, mónítorað og kontróllað, Sýrlandi, Íran, Kúveit ” Hvar sástu þessa...

Re: Frelsun Íraks er runnin upp! Baghdad er fallin!!!!

í Stjórnmál fyrir 21 árum, 8 mánuðum
“Góð(ur), hefuru pælt í því hversu mikill áróður og lygar eru sýndar á CNN/BBC ?” Ég veit ekki hvernig þú skilgreinir áróður og lygar. Nefndu endilega dæmi um áróður og lygar á BBC. Ég hef ekki horft mikið á CNN, en ég leyfi mér að efast að þeir séu að sjónvarpa lygum, nema þeir séu þá að vitna í lygara. Ég hef horft á Al Jazeera líka. Ég tala ekki arabísku og skil því voðalega lítið af því sem er sagt. Mér þykir betra að horfa á CNN, Fox, og MSNBC sem sýna oft beint frá útsendingum...

Re: Frelsun Íraks er runnin upp! Baghdad er fallin!!!!

í Stjórnmál fyrir 21 árum, 8 mánuðum
“Hvað varð um herinn í Írak” Ég er að horfa á þessar myndir á BBC og var að horfa á Fox og CNN í morgun. Mest af þessu fólki sem var þarna í kringum þessa styttu og á þessu torgi voru ungir karlmenn. Spurning hvort þetta fólk hafi ekki verið hermenn fyrir einhverjum dögum eða klukkustundum síðan.

Re: Enn einu sinni hafði þið rangt fyrir ykkur...

í Deiglan fyrir 21 árum, 8 mánuðum
BRAVÓ! Stórmerkileg grein. Stórmerkilega innihaldslaus. Og öll svörin hérna að ofan eru álíka vitlaus. Þetta á ekki heima á deiglunni. Getum við ekki stofnað nýtt áhugamál sem heitir “kvabb”?

Re: Hugleiðing.......

í Deiglan fyrir 21 árum, 8 mánuðum
Intifada, mig langar bara að koma með ábendingu. Notaðu rök frekar en þrætur. Bentu á staðreyndir frekar en skoðanir. Annað var það ekki.

Re: Hugleiðing.......

í Deiglan fyrir 21 árum, 8 mánuðum
“Já það eru örugglega mjög hlutlaus málefni á www.whitehouse.gov” Nei alls ekki, en það er góð byrjun til að kynna sér stefnu Bandarískra stjórnvalda, sem þú hefur augljóslega ekki gert. Þú myndir gera þér mikinn greiða með að kynna þér málin á eigin spýtur og lesa þér til beint af opinberum vefsíðum frekar en að ímynda þér eitthvað út frá því sem þér er sagt. Slagorð eru ekki staðreyndir, sama hversu snjöll þau eru. Til dæmis ef þú hefðir kíkt á whitehouse.gov þá myndirðu sjá að...

Re: Var Móse hönd Guðs eða bara valdasjúkur pólitíkus?

í Sagnfræði fyrir 21 árum, 8 mánuðum
“Ef þú lest byrjun Biblíunnar ferðu kannski að pæla í því að börn Adams og Evu þurftu að fara í samband með hvort öðru” Þá ertu að gefa þér að efni mósebókar sé lýsing á staðreyndum. Þetta er ekki staðfestanlegt og hefur þar af leiðandi ekkert gildi. “samsetning deoxýbósakjarnsýrunnar var þannig að þegar þau eignuðust börn þá gekk það alveg” Hvernig þá? Hvers vegna er skiptir þetta einhverju máli? Það er ekki þörf á svona útúrsnúningum nema þú gefir þér að fyrstu mennirnir hafi verið...

Re: Var Móse hönd Guðs eða bara valdasjúkur pólitíkus?

í Sagnfræði fyrir 21 árum, 8 mánuðum
“Apocalisp, hvenær var ég að segja að þróunarkenningin væri eitthvað bull? Þú talar við mig í þannig tón…Ég veit ekki hvort þú varst að reykja hass eða hvað, en þú virðist bara alls ekki hafa nennt að lesa það sem ég skrifaði, og samt svarað mér, sem mér finnst ekki alveg sanngjarnt.” Ég var ekki með neinn tón. Bara að koma með smá innskot um þróunarkenninguna. Þessu svari mínu var ekki beint að þér sérstaklega. Ég las svar þitt og hafði ekkert við það að athuga nema þetta eina með...

Re: Hugleiðing.......

í Deiglan fyrir 21 árum, 8 mánuðum
Óttalegt röfl er þetta, málefnunum bara öllum skellt í eina málsgrein. “Hvað vilja þeir annað ? Vilja þeir bara að fólkið í Írak hafi það gott ?” Já, ég held að það vilji það flestir. Ekki veit ég til að það sé opinber stefna Bandarískra stjórnvalda að gera Írökum lífið sem allra óþægilegast og erfiðast, þvert á móti. “Ekki segja mér að þeir vilji það.” Hvers vegna má ég ekki segja þér það? Það þarf allavega enga samsæriskenningu til að styðja það sjónarmið. Ég held að það væri öllum bót ef...

Re: USA does it again!!

í Deiglan fyrir 21 árum, 8 mánuðum
Jæja félagi, horfirðu reglulega á Fox segirðu? Ég sá American Idol í gærkvöldi, og verð að segja að þetta er ekki rétt hjá þér alveg (eða hjá Fréttablaðinu). Þetta “God Bless The USA” lag er vissulega væmið og leiðinlegt, en það hefur ekki verið hætt við að taka upp gamla Burt Bacharach slagarann “What The World Needs Now Is Love”. Þessi lög eiga víst bæði að koma út á geisladisk í sumar. Það eru heldur ekki sigurvegarar í þessari keppni sem syngja þetta heldur keppendur sem komust í úrslit....

Re: Var Móse hönd Guðs eða bara valdasjúkur pólitíkus?

í Sagnfræði fyrir 21 árum, 8 mánuðum
“Ég hef talað við vísindamann sem hefur skoðað þetta og það eru svo mörg göt í þróunarkenningunni” Hvaða vísindamaður er þetta? Hvaða vísindi stundar hann? Hvaða göt eru í þróunarkenningunni? “Áður voru erfðaefnin eiginlega fullkomin svo að það var hægt” Ég skil ekki hvað þú ert að fara með þessu. Hvað meinarðu að erfðaefnin hafi verið fullkomin? Við erum að tala um sameindir hérna, hvernig geta þær verið fullkomnari en þær eru? Ertu annars ekki að segja með þessu að erfðaefnið hefur tekið...

Re: Hugleiðing.......

í Deiglan fyrir 21 árum, 8 mánuðum
Ég er sammála þér í því að Bush er að horfa til skamms tíma í þessum efnum og þetta gæti á endanum allt saman gert Bandaríkjunum meira slæmt á öðrum vígstöðvum en það gerir gott á þeim vígstöðvum sem þeir eru að einblína á. En það er ófyrirsjáanlegt og lítið annað en spámennska að reyna að rýna í það eitthvað frekar. Ég held að það sem Bush stjórnin er að sjá fyrir sér er að við það að ryðja núverandi (fyrrverandi?) stjórn Íraks úr vegi þá eru þeir að fækka vígstöðvunum um eina. Eins og ég...

Re: Var Móse hönd Guðs eða bara valdasjúkur pólitíkus?

í Sagnfræði fyrir 21 árum, 8 mánuðum
“En reyndar er þróunarkenningin ekki 100% sönnuð samt” Þróunarkenninguna er ákaflega erfitt að sanna því stærðfræðilegar sannanir á henni yrðu gríðarlega flóknar, þrátt fyrir að kenningin sé mjög einföld og auðskiljanleg. Hana er einnig auðvelt að sannreyna, sem hefur reynst ómögulegt með biblíukenninguna. Auðskiljanlegt dæmi er til dæmis bakteríur ræktaðar í pensilínbaði. Þær á endanum þróa með sér ónæmi fyrir pensilíni. Svo má nefna flensuna líka. Á hverju ári þróast inflúensa sem...

Re: Var Móse hönd Guðs eða bara valdasjúkur pólitíkus?

í Sagnfræði fyrir 21 árum, 8 mánuðum
“Þróunarkenning Darwins er MJÖG ófullkomin” Að hvaða leyti er þróunarkenning Darwins ófullkomin?
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok