Félagi MesserSchmitt, Ég var einu sinni kommúnisti. Mér fannst alveg sjálfsagt að menn gætu lifað í sátt og samvinnu og öll dýrin í skóginum gætu verið vinir. Ég las Marx, Engel, og Thomas More. Þetta fannst mér fallegt. Svona vildi ég hafa það. En þessi skrif endurspegla gömul gildi, fallin veldi og eru andstæða þess sem sagan sýnir. Svo fór ég að leggja stund á vísindi og komst að því að hversu fullkominn sem við viljum að heimurinn er, þá lýtur hann eigin lögmálum sem við fáum ekki við...