Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

Re: ÞÚ, já ÞÚ ert bara þræll ! Jú ÞÚ!!!!!

í Deiglan fyrir 21 árum, 11 mánuðum
Allt í lagi vinurinn. Það er mikið til í þessu sem þú ert að segja, en þú mættir alveg temja þér annan ritstíl en “halló, ég er klikkhaus”. Eignarskattur er kúgun, það er alveg satt. En, í sambandi við orðið “leiguliði” sem er rosa vinsælt hjá þér, þá held ég að það þýði ekki það sem þú heldur að það þýði. Leiguliði held ég að sé maður sem leigir út þjónustu sína. Yfirleitt notað um leiguhermenn sem ekki eru hluti af her heldur eru á greiðslusamning.

Re: Einkahagsmunastefna BNA-manna.......

í Deiglan fyrir 21 árum, 11 mánuðum
“Bara að segja að þetta sé lygi af því að þetta er eitthvað sem þér þóknast ekki.” Jaá, ég skil hvað þú ert að fara núna. Nei, þú ert að misskilja. Ég er að meina að fréttin sem annar þessarra gaura var rekinn fyrir var ekki byggð á sannindum (eða a.m.k. ekki á haldbærum rannsóknum), ekki að það sé ekki satt að hann hafi verið rekinn. Smá misskilningur hér. Fólk er rekið fyrir allan fjandann í Bandaríkjunum. Það er nefnilega vinsælt þar að nota svokallaða “at-will” starfssamninga sem segja...

Re: Einkahagsmunastefna BNA-manna.......

í Deiglan fyrir 21 árum, 11 mánuðum
“Ég hef lesið a.m.k. 2 svona fréttir um fólk sem var sagt upp störfum í BNA vegna skoðanna sinna á stríðinu.” Enda er það undir hverjum og einum komið hverja þeir hafa í vinnu og hvers vegna. “Enda skelfur hálf þjóðin undan Bush og hans stríðsáróðri” Samkvæmt hvaða úrtaki? Ekki þekki ég neinn sem skelfur. Kannski er ég bara svo heppinn að þekkja bara fólk úr öðrum helmingnum en ekki hinum.

Re: ER KOMMÚNISMI VONDUR ?

í Deiglan fyrir 21 árum, 11 mánuðum
Sjáðu til, ég skil alveg kommúnismann. Hvers vegna? Vegna þess að ég var einu sinni kommúnisti. Mér fannst þetta fín hugsjón og ég las allt um þetta sem ég komst yfir. Ókei, þá er því komið frá. En sjáðu til, allar hugsjónir, sama hversu fallegar þær eru, eru fyrirfram dæmdar til að mistakast. Ástæðan er að hugsjónin tekur yfir alla, þegar sá eini sem hugsjónarmaðurinn getur valdið er hann sjálfur. Á því byggist einstaklingshyggjan, að maðurinn ráði sér sjálfur og hann geti eingöngu ráðið...

Re: Guns don't kill people, the media does!

í Deiglan fyrir 21 árum, 11 mánuðum
Hann var einmitt að hlæja að því hvað allir eru taugaveiklaðir yfir því að verða drepnir eða að fá miltisbrand eða verða fyrir sjálfsmorðsárás. En málið er… það eru fæstir svona taugaveiklaðir. Michael moore er þannig að drekka eigið brugg. Hann er að gera mikið úr einhverju sem er frekar lítilvægt. Fólk er alls ekki eins taugaveiklað og hann lætur í ljós. Þess vegna segi ég, það eru minni líkur á því en maður heldur að hitta fyrir þennan paranoid Bandaríkjamann sem Moore segir að séu...

Re: WHAT IS THE MATRIX? ÉG VEIT ÞAÐ!

í Deiglan fyrir 21 árum, 11 mánuðum
“Ef eignaskattur er lagður niður þá verður ríkafólkið ríkara og það fátæka fátækara.” Eignaskattur er kúgun. Ríkið tekur peninga frá gamla fólkinu sem á fátt annað en húsið sitt og frá unga fólkinu sem vinnur 80 tíma á viku til að eiga fyrir íbúðinni. Ríkið tekur þessa peninga og sóar þeim í sendiráð og menningarhús og fínheit. Hvernig verður fátæka fólkið ríkara fyrir það?

Re: Einkahagsmunastefna BNA-manna.......

í Deiglan fyrir 21 árum, 11 mánuðum
Jú, ég man eftir öðru þessara atvika. Nöfnin man ég ekki. Gæti það ekki eitthvað haft að gera með að fréttin var ekki sönn? Þeir voru látnir fjúka vegna þess að þeir unnu hjá virtum fréttamiðli sem tóku ekki allt of vel í fréttaflutning byggðan á hálfbökuðum kenningum (þeir kölluðu það óábyrgan fréttaflutning). Annars er undir hverjum og einum komið hvern þeir vilja hafa í vinnu og hvern ekki. Svo er fullt af fólki sem vinnur fyrir alls konar fréttamiðla í Bandaríkjunum sem básúna svona...

Re: Guns don't kill people, the media doesn't kill people, homogenization and collectivism does!

í Deiglan fyrir 21 árum, 11 mánuðum
“ þannig að ef að ég tel að x fyrirtæki sé að brjóta lög þá kemur það mér við” Það má setja lög um allan andskotann, sem hefur verið gert um fáránlegustu hluti. En á meðan ekki er verið að brjóta á rétti neins, þá kemur engum málið við. Samkeppnislög eru sett ekki til að vernda réttindi, heldur til að vernda sérhagsmuni fyrirtækja sem ekki eru samkeppnishæf. Máli mínu til stuðnings vísa ég bara í hversu mikið af lögum hafa verið sett upp á síðkastið einmitt til að styrkja einkahagsmuni...

Re: Forgangsröðun í samfélaginu

í Deiglan fyrir 21 árum, 11 mánuðum
Já forgangsröðunin í samfélaginu er kolröng, það er rétt. Bara það eitt að sendiráð í rassgati sé mikilvægara en t.d. afborganir af húsinu mínu, það er kolbrenglað. Það væri þá betri forgangsröðun að leyfa mér að halda mínum eigin peningum, borga af mínu eigin húsi, og svo ef ég á eitthvað aflögu, þá kannski gæti ég neyðst til að styrkja sendiráð í einhverri heimsborginni. En kannski ekki. Það færi eftir forgangsröðuninni hjá mér. Líklega styrkti ég frekar Þroskahjálp eða blindrafélagið, en...

Re: Guns don't kill people, the media doesn't kill people, homogenization and collectivism does!

í Deiglan fyrir 21 árum, 11 mánuðum
"heldur er ég almennt á móti því að kompaní niðurgreiði [og ríkisstjórnir líka] vörur með profit úr öðrum deildum…" Mér finnst það fínt að þú sért á móti því, en sjáðu til, það kemur þér ekki við ef um einkafyrirtæki er að ræða. Ef aftur á móti er um ríkisstjórn að ræða þá augljóslega kemur þér það við því ríkisstjórnin er að nota skattfé (eða stolið fé eða fjárkúganir, eftir því hvernig þú vilt líta á málið) til að standa í samkeppni við skattgreiðendur.

Re: ER KOMMÚNISMI VONDUR ?

í Deiglan fyrir 21 árum, 11 mánuðum
“Ég vill samt taka það fram að þó að ég viðurkenni frjálshyggjuna sem hugsjón og þykist skilja hvers vegna fólk aðhylst hana þá er ég frekar langt því frá að vera samála henni og tel hana vera mjög slæma leið til að stjórna heiminum.” Enda er augljóst hvers vegna þú ert ósammála frjálshyggjunni ef þú telur það nauðsynlegt að “stjórna heiminum”.

Re: ER KOMMÚNISMI VONDUR ?

í Deiglan fyrir 21 árum, 11 mánuðum
“Þannig gæti ég t.d. reynt að halda því að einstaklingshyggjan og nasismi séu mjög svipaðir hlutir því þeir byggja báðir á því að þeir bestu og hæfustu komist áfram í lífinu og eigi að verðlauna fram yfir þá sem ekki eru jafn vel af guði gerðir.” Nei, einstaklingshyggjan segir okkur að ekki eigi að verðlauna neinn fyrir neitt nema maður vilji það. Einstaklingshyggjan byggir á því að allir komist áfram í lífinu, á eigin verðleikum eða fyrir tilstilli góðvild náungans. Nasisminn segir okkur að...

Re: ER KOMMÚNISMI VONDUR ?

í Deiglan fyrir 21 árum, 11 mánuðum
“Kommúnismi virkar ágætlega í maurabúum” Abbababb! Þá veistu ekki mikið um maura. Því hver maur vinnur aðeins fyrir sig samkvæmt þröngt skilgreindu genetísku forriti. Mauraþúfan og samfélög maura, ef slík má kalla, eru síðan flókin afleiðing aðgerða einstakra maura. Svona fyrirbæri eru kölluð “emergent phenomena” og er þrælskemmtilegt að pæla slíkt. Ég mæli með bókinni “The Minds I” eftir Douglas Hofstatder fyrir frábæra kenningu og athugun á því hvernig mauraþúfur “hugsa”.

Re: Guns don't kill people, the media doesn't kill people, homogenization and collectivism does!

í Deiglan fyrir 21 árum, 11 mánuðum
Já, ég skil afstöðu þína í þessu, og það er auðvelt að vera sammála þér. Samt er ég það ekki. Ástæðan er sú að ég tel að markaðurinn sé margfalt betri í því að dæma vörur og framleiðendur gagnvart hverjum öðrum en dómstólar. “ef ég er neytandi og kaupi vöru A og vöru B í sitthvoru lagi af sitthvoru fyrirtækinu, og allt í einu þá lætur framleiðandi vöru A, vöru svipaða vöru B fylgja ókeypis með vöru A, þá er búið að taka hríðminnka líkurnar á því að ég versli vöru B sér og greiði fyrir hana.”...

Re: Guns don't kill people, the media doesn't kill people, homogenization and collectivism does!

í Deiglan fyrir 21 árum, 11 mánuðum
"Microsoft misnotaði sér löglega einokun sína á stýrikerfamarkaðnum [semsagt lögleg as in þeir náðu henni með að vera með "betri" vöru...] til þess að auðvelda þeim að ná einokun á ólöglegan hátt yfir á öðrum mörkuðum…“ Það hefur síðan vaknað sú spurning hvort þessi úrskurður standist lög. Spurningin er: hvaða lög var Microsoft að brjóta, eða öllu heldur, hvers rétti voru þeir að brjóta gegn? Með þessum úrskurði sínum var dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna að ákvarða að sumir hafi rétt á því að...

Re: Guns don't kill people, the media doesn't kill people, homogenization and collectivism does!

í Deiglan fyrir 21 árum, 11 mánuðum
“við þurfum ekkert að ræða þetta frekar, fyrst þetta er skoðun þín” Nei við skulum bara taka auðveldu leiðina út og ekki færa nein rök fyrir staðhæfingum okkar. Ég spyr: hvaða glæp hefur Microsoft framið?

Re: ER KOMMÚNISMI VONDUR ?

í Deiglan fyrir 21 árum, 11 mánuðum
“Linda Pétursdóttir er EKKERT lík Megasi !” Vissulega ekki séð frá hvorki Megasi né Lindu. En frá sjónarhóli einhvers annars má vera að þau séu eitthvað lík. “Ljón eru EKKERT skyld gæsum !” Ekki séð frá ljónum né gæsum. En séð frá snigli þá eru ljón og gæs kannski nokkuð svipuð. Á sama hátt eru fletir á kommúnisma, fasisma og nasisma sem eru líkir séð frá sjónarhóli einhvers sem er hvorki nasisti né kommúnisti né neitt í hvoruga áttina. Burt séð frá ætluninni bakvið nasismann, burt séð frá...

Re: ER KOMMÚNISMI VONDUR ?

í Deiglan fyrir 21 árum, 11 mánuðum
“Hugsunin er auðvitað sú að maður þegar maður er að vinna saman að einhverju þá er maður að vinna fyrir sjálfan sig !” Þá gæti það alveg eins verið öfugt. Þegar maður er að vinna fyrir sjálfan sig, þá er maður líka að vinna fyrir aðra. Arðvænasta samvinnan er þegar allir eiga einka hagsmuna að gæta og allir græða. Til dæmis bakarinn sem bakar brauð, hann bætir eigin vinnu og hugviti við kornið sem hann keypti af bóndanum. Þannig eykur hann óbeint verðmæti kornsins og er þar af leiðandi...

Re: Guns don't kill people, the media doesn't kill people, homogenization and collectivism does!

í Deiglan fyrir 21 árum, 11 mánuðum
"nokkrir ríkustu menn bandaríkjana [örugglega heims] eiga fyrirtækið microsoft, sem vaxið hefur og dafnað að mörgu leiti vegna þess að fyrirtækið bauð upp á rétta vöru á réttum tíma, en að einhverju leiti á vafasömum viðskiptaháttum“ Microsoft hefur engan glæp framið annan en þann að vera of samkeppnishæft. Það að ríkið vilji hafa hendur í hári þessa fyrirtækis fyrir það eitt sýnir einna best hvað kapítalisminn á undir högg að sækja í þjóðfélaginu. ”vitlausa menn með peninga almennings til...

Re: ER KOMMÚNISMI VONDUR ?

í Deiglan fyrir 21 árum, 11 mánuðum
“Og hér sést greinilega að Nasismi á ekkert skylt með kommúnisma ” Aftur þetta “ekkert”. Það er ekkert “ekkert” í þessum málum. Það er margt skylt með öllu. “sem allir eigi að þjóna en í kommúnisma er ekkert ríki heldur eingöngu samvinna fólksins” Og það sem er sameiginlegt hér er “allir eiga að”. Í nasismanum eiga allir að gera eitt og í kommúnismanum eiga allir að gera eitthvað annað. Í báðum tilvikum eiga allir að vinna fyrir einhvern annan en sjálfan sig. “FÉLAGSLEGUR DARWINISMI” Já...

Re: ER KOMMÚNISMI VONDUR ?

í Deiglan fyrir 21 árum, 11 mánuðum
“Sósíalísk ríki eru og hafa aldrei verið til, þannig að þú getur varla fullyrt hvernig þau eru” Ég skal þá bara segja félagshyggjuríki í staðinn. Eða hvað kallarðu þetta annars? Það er til fullt af ríkjum allsstaðar og flest eru þau byggð á forræðis- og félagshyggjunni. Sósíalísk kalla ég þau vegna þess að þau kalla sig þetta sjálf (samanber “Bandalag sovét-sósíalískra ríkja” sem við kölluðum sovétríkin, “þjóðernissósíalismi” sem við kölluðum nasisma, og önnur ríki eins og Kúba og Kína sem...

Re: Guns don't kill people, the media doesn't kill people, homogenization and collectivism does!

í Deiglan fyrir 21 árum, 11 mánuðum
“ég myndi nú frekar segja að það væri dæmi um hvernig menn úthluta sér eða öðrum peninga, en ekki dæmi um verðmætasköpun… hvað finnst þér?” Þú ert að tala um glæpsamlegt, refsivert athæfi. Það á ekkert skylt við verðmætasköpun. Enda er slíkt undantekningin frekar en reglan. Þjófnaður og svik er tilraun til að búa sér til eitthvað úr engu. Verðmætasköpun aftur á móti á sér stað þegar maðurinn býr til eitthvað úr eigin hugviti eða bætir hugviti og verki við hráefni úr einhverri auðlind til að...

Re: ER KOMMÚNISMI VONDUR ?

í Deiglan fyrir 21 árum, 11 mánuðum
“en sósíalismi hins vegar er samfélag þar sem framleiðslutækin eru sameign verkamanna, þ.e.a.s þeirra sem nota þau, ekki ríkisins, eins og þú virðist halda, því ríkið er ekkert nema kúgunartæki einnar stéttar yfir annarri” Ekki tel ég það að ríkið eigi nokkuð í kommúnismanum, því kommúnisminn hefur ekki þörf fyrir ríki sem slíku (því allir eru jú svo góðir og vitrir og hjálpsamir). Það er ekki heldur rétt að ríkið sé ekkert nema kúgunartæki. “Sósíalísk” ríki eru kúgunartæki sem hneppa eina...

Re: Einkahagsmunastefna BNA-manna.......

í Deiglan fyrir 21 árum, 11 mánuðum
Hef ég ekki séð þennan lista áður einhversstaðar? Þetta er sama tuggan og er alltaf verið að tyggja hér. “Og í fyrra Persaflóastríði notuðu BNA-menn úranhúðaðar fallbyssukúlur sem hækkuðu krabbameinshlutfall í ákveðnum landshlutum um700%” Bentu á eina sjálfstæða rannsókn sem bendir á 700% hlutfallslega aukningu krabbameinstilfella. Athugaðu að fallbyssukúlurnar eru húðaðar tæmdu úrani sem ekki er hættulega geislavirkt. Það eru ótrúlegustu hlutir í okkar daglega lífi sem eru meira...

Re: ER KOMMÚNISMI VONDUR ?

í Deiglan fyrir 21 árum, 11 mánuðum
“Flest allt sem við köllum velferðarkerfi hefur verið komið á í gegnum vinstristefnu.” Og borgað af kapítalistum sem hafa dirfst að skapa sér auð. Gleymum því ekki.
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok