Sjáðu til, ég skil alveg kommúnismann. Hvers vegna? Vegna þess að ég var einu sinni kommúnisti. Mér fannst þetta fín hugsjón og ég las allt um þetta sem ég komst yfir. Ókei, þá er því komið frá. En sjáðu til, allar hugsjónir, sama hversu fallegar þær eru, eru fyrirfram dæmdar til að mistakast. Ástæðan er að hugsjónin tekur yfir alla, þegar sá eini sem hugsjónarmaðurinn getur valdið er hann sjálfur. Á því byggist einstaklingshyggjan, að maðurinn ráði sér sjálfur og hann geti eingöngu ráðið...