“þá verður ríkisvaldið að draga úr útgjöldum samfara skattalækkun” Vá, er það? Nú segirðu fréttir. Gefur það ekki augaleið? “Sem varla þýðir annað en samdráttur í velferðamálum einstaklinga” Það þarf ekki að þýða það. Það er nóg pláss fyrir sparnað í ýmsum geirum sem ekkert hafa að gera með velferð einstaklinga. Til dæmis má loka nokkrum sendiráðum, selja nokkrar rándýrar fasteignir, leggja niður samkeppnisstofnun, bjóða út LÍN, leggja niður mannanafnanefnd, fækka þingmönnum, selja Símann og...