Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

Re: Velferðakerfi fyrirtækjanna

í Stjórnmál fyrir 21 árum, 11 mánuðum
“þá verður ríkisvaldið að draga úr útgjöldum samfara skattalækkun” Vá, er það? Nú segirðu fréttir. Gefur það ekki augaleið? “Sem varla þýðir annað en samdráttur í velferðamálum einstaklinga” Það þarf ekki að þýða það. Það er nóg pláss fyrir sparnað í ýmsum geirum sem ekkert hafa að gera með velferð einstaklinga. Til dæmis má loka nokkrum sendiráðum, selja nokkrar rándýrar fasteignir, leggja niður samkeppnisstofnun, bjóða út LÍN, leggja niður mannanafnanefnd, fækka þingmönnum, selja Símann og...

Re: Hryðuverkahótanir gegn... Noregi?

í Deiglan fyrir 21 árum, 11 mánuðum
Það skiptir ekki máli. Þetta lið er bara klikk. Næst gera þeir hótun gegn Færeyjum.

Re: xDkyn...kemur úr úr hægri skápnum!

í Stjórnmál fyrir 21 árum, 11 mánuðum
Vinstri, hægri… Ég er samt á því að þú sért bara vitleysingur og hvorki hægri maður né vinstri.

Re: Hryðuverkahótanir gegn... Noregi?

í Deiglan fyrir 21 árum, 11 mánuðum
“Þetta er nú samt nokkuð skondið” Það eina sem er skondið er að Norðmönnum skyldi detta í hug að brjálaðir morðingjar væru að rökstyðja hótanir sínar eitthvað. “Varðandi rökhyggju þessara hryðjuverkamanna þá ætti hún amk að vera það mikil að þeir skildu að eina leiðin til að ná fram málstað sínum er að ráðast á rétta aðila.” Það eru engir réttir og rangir aðilar, bara rangir. Hverjum er ekki sama um málstað morðóðra hryðjuverkamanna? Það þarf ekki að vera að þeir hafi neinn málstað annan en...

Re: Áttu góð ráð

í Fjármál og viðskipti fyrir 21 árum, 11 mánuðum
Boðorðin 10 í mínum fjármálum: 1. Ekki skulda neinum neitt. Ef þú skuldar eitthvað (bílalán, Visa rað, o.s.frv.), borgaðu það þá sem fyrst. Sérstaklega ef vextir af skuldunum eru hærri en ávöxtun á sparifénu. Þá er sparifénu betur varið í að borga skuldina. 2. Aldrei kaupa neitt nema þú eigir fyrir því, og aldrei eyða krónu af laununum fyrr en þú ert búinn að gera upp alla reikninga fyrir mánuðinn. 3. Gerðu upp við sjálfan þig hversu mikið af laununum þú getur lifað án til skamms tíma litið....

Re: Icelandic Tongue Twisters...

í Tilveran fyrir 21 árum, 11 mánuðum
Frakkir krakkar naglalakka kakkalakka.

Re: ER KOMMÚNISMI VONDUR ?

í Deiglan fyrir 21 árum, 11 mánuðum
“Ég held að þau ungmenni séu ekkert að fara að kaupa sér togara á næstunni.” Þau kaupa sér þá bara að borða í bili. Það er betra en að vera hungraður. Ekki kaupa menn sér togara heldur fyrir matarskammta frá rauða krossinum. “lætur fólk, sem gæti verið að kenna öðrum að veiða, vinna hörðum höndum að því að skapa mannsæmandi gullklósett” Það lætur enginn frjálst fólk gera neitt. Frjálsu fólki er frjálst að búa til gullklósett og kúka í þau.

Re: ER KOMMÚNISMI VONDUR ?

í Deiglan fyrir 21 árum, 11 mánuðum
“Hefði þetta fólk ekki getað unnið að því að fæða fólk í þriðja heiminum í staðinn fyrir að sjá um það að ég þurfi ekki að kúka í annars flokks klósett” Það hefði alveg getað gert það, og líklega margir sem slíkt gera. Til dæmis með því að opna saumastofur og verksmiðjur í þriðja heiminum. Gefðu manninum fisk og hann borðar í einn dag. Kenndu manninum að veiða og hann getur aukið verðmæti fisksins, selt hann með gróða og keypt sér togara.

Re: Meira um Kommúnisma og fleiri slíkt.

í Deiglan fyrir 21 árum, 11 mánuðum
“ég á hann af því að ég er millistéttarmanneskja á Íslandi og það er ekkert rosalega sanngjarnt” Nei, lífið er ekki alveg sanngjarnt. Vinnuafl er mismunandi verðmætt eftir staðsetningu og framboði. En ég skal segja þér að ég var húkked á NWN frá fyrsta degi. Skemmtið ykkur vel.

Re: Meira um Kommúnisma og fleiri slíkt.

í Deiglan fyrir 21 árum, 11 mánuðum
“ætla svo að spila Never Winter Nights við manninn minn” Það er frábær leikur. Ég er sammála þér um það. Ójá. Enda afurð kapítalismans. ;-)

Re: ER KOMMÚNISMI VONDUR ?

í Deiglan fyrir 21 árum, 11 mánuðum
“…þegar hægt væri, með smá frelsiskertingu, að svipta þig svona 223 grilljörðum og fæða nokkrar milljónir manns…” Þarf enga frelsisskerðingu til þess. Ef þú geymir alla 446 grilljarðana í fjárfestingum (ja ekki geymir þú þá í koddanum) þá ertu að fjárfesta grilljörðunum í atvinnulífinu, skapa atvinnu og þannig að fæða milljón manns. Og sá sem framleiddi fyrir þig gullklósettið hann fær að borða þann daginn, svo og sá sem nam gullið úr námu, sá sem vann úr því, sá sem framleiddi...

Re: Ríkisstjórn Íslands þarf að bæta ástand geðsjúkra

í Deiglan fyrir 21 árum, 11 mánuðum
Heyr heyr, geiri85! Ég legg til að við fjarlægjum umönnun geðsjúkra úr höndum ríkisstjórnarinnar því hún ræður augljóslega ekki við það. Tökum þetta upp á eigin hendur. Ef einhver er til í að setja á stofn umönnunarstofnun fyrir geðsjúka þá skal ég styrkja þá stofnun um 10,000 kall á ári. Eruð þið með mér, bræður? Í millitíðinni bendi ég fólki á að styrkja Geðhjálp beint, annað hvort með atorku sinni eða peningum, frekar en að láta þetta fólk liggja milli hluta fyrir geðþótta stjórnvalda....

Re: Meira um Kommúnisma og fleiri slíkt.

í Deiglan fyrir 21 árum, 11 mánuðum
“Eru tölvur ekki eitthvað það besta sem gerst hefur í tæknibyltingunni” Jú, og tæknibyltingin átti sér einmitt stað vegna fjöldaframleiðslunnar sem átti sér stað vegna markaðsefnahagsins. “Þannig að sjálfsöðgu fengirðu þína fínu tölvu og tónlistarhugbúnað og ég fengi mína tölvu með geðveiku skjákorti og fulla af tölvuleikjum. Og útivistarvinur minn fengi eitt af þessu léttu og flottu fjallahjólum og græjum með því, og vinkona mín í Sniglunum fengi hraðskreytt mótórhjól og frændi minn fengi...

Re: Meira um Kommúnisma og fleiri slíkt.

í Deiglan fyrir 21 árum, 11 mánuðum
“Hvers vegna í ósköpunum telur þú að það væru ekki fjöldaframleiddar tölvur í alvöru kommúnista ríki ?” Í fyrsta lagi er fjöldaframleiðsla forsenda fyrir nútíma tölvutækni. Í öðru lagi verður fjöldaframleiðsla aldrei að veruleika undir kommúnismanum, og þar af leiðandi ekki tölvutæknin. Ástæðan er sú að kostnaðurinn við alla framleiðslu er svo gífurlegur. Einn síns liðs þarf einn maður að eyða öllum sínum höfuðstól (sem er hans atorka og hugvit, því undir kommúnismanum hefur hann ekkert...

Re: Er maður heimskur fyrir skoðanir sínar ?

í Deiglan fyrir 21 árum, 11 mánuðum
“Allir misstíga sig líka einhverntíman á lífsleiðinni. Það á einnig við um pólítíkusa.” Akkúrat. Þess vegna þurfum við að minnka völd pólítíkusa svo um munar. Þeir vita ekkert betur en ég og þú þannig að við skulum bara halda valdinu fyrir okkur.

Re: ER KOMMÚNISMI VONDUR ?

í Deiglan fyrir 21 árum, 11 mánuðum
“Mér finnst það mikil skerðing á einstaklingsfrelsi að geta ekki riðið systur minni.” Væri það ekki skerðing á frelsi systur þinnar að gera slíkt? Nema að sjálfsögðu að hún sé fullorðin og hafi kynferðislegan áhuga á bróður sínum, sem ég efast um, þá kemur mér það ekki við þó þið parið ykkur saman systkinin.

Re: Meira um Kommúnisma og fleiri slíkt.

í Deiglan fyrir 21 árum, 11 mánuðum
“En það er sósíalísk hugsun sem gerir það að verkum að starfsmenn, aðrir en eigendur fái á annað borð eitthvað meira en rétt til að skrimta frá fyrirtækjum” Neinei, er það ekki verðmæti vinnu manna sem gerir það að verkum að þeir fái vel borgað fyrir hana, alveg eins og verðmæti brauðs gerir að verkum að bakarar fá borgað fyrir það? Ekki þarf neina sósíalíska hugsun til að bakarar geti heimtað greiðslu fyrir brauðið sitt, fólk borgar bara fyrir það jafn mikið og það telur það vera mikils...

Re: Meira um Kommúnisma og fleiri slíkt.

í Deiglan fyrir 21 árum, 11 mánuðum
“Í sósíalísku ríki fær starfsmaðurinn nóg laun til að geta séð fyrir sér og sínum og gert eitthvað skemmtilegt þar að auki en þarf samt að vinna bara eðlilegan vinnudag - t.d. 40 tíma á viku.” Jamm. Í sósíalísku ríki þarf maðurinn að vinna. Hann er ekki frjáls til þess að gera það ekki. Í þrælabúðum fá þrælarnir að borða og þak yfir höfuðið, rétt nóg fyrir sig og sína til að lifa, rétt eins og í sósíalísku ríki. Maðurinn er ekki frjáls nema hann megi lifa eftir eigin sannfæringu og fái að...

Re: Meira um Kommúnisma og fleiri slíkt.

í Deiglan fyrir 21 árum, 11 mánuðum
“Eru skattarnir á Íslandi ekki 39% ?” Jú en það eru skattleysismörk víst. Það lækkar hlutfallið töluvert. Það er svo aftur vaskurinn sem hækkar endanlega skattprósentuna hjá þér. Svo skilst mér að næsta ríkisstjórn ætli að lækka enn fremur. Annars var ég ekki að tala um Ísland sérstaklega. Ég borga 20% skatt þar sem ég er og 8% söluskatt. Það er kúgun engu að síður, bara minni. “Eru sósaílistar við völd ?” Nei sem betur fer ekki. Þeir eiga það nefnilega til að auka völd og umsvif...

Re: ER KOMMÚNISMI VONDUR ?

í Deiglan fyrir 21 árum, 11 mánuðum
“og svo segirðu að einstaklingshyggjan sé ekki hugsjón” Þegar ég segi hugsjón þá á ég við idealisma. Einstaklingshyggjan felur ekki í sér neinn idealisma því það er engin ein hugsjón til að aðhyllast önnur en eigin sannfæring hvers og eins (sem er aldrei sama idealið heldur breytist mann frá manni). “yfir pælingum um samkennd og önnur samfélagsleg gildi sem flestum er innrætt frá barnæsku” Alls ekki. Það er bara hvers og eins að velja og hafna samfélagslegum gildum eftir sínu innræti....

Re: Meira um Kommúnisma og fleiri slíkt.

í Deiglan fyrir 21 árum, 11 mánuðum
“Þrælahald er tengdara kapítalisma en alvöru kommúnisma” Neinei, þrælahald er meinsósíalískt. Það er ekkert kapítalískt við þrælahald því undir kapítalismanum á þrællinn rétt á greiðslu fyrir sína vinnu eða að vinna ella alls ekki. Aftur á móti eru sósíalistar duglegir við að heimta ágóða af vinnu annarra. Ef þú til dæmis borgar 35% skatt og vinnur 40 tíma á viku, þá ertu að vinna þrælavinnu 14 tíma á viku (einn og hálfan dag rúmlega á viku). Ekki eru það kapítalistarnir sem setja svona háa...

Re: Einkahagsmunastefna BNA-manna.......

í Deiglan fyrir 21 árum, 11 mánuðum
“Kanski sér fólk bara það sem það vill sjá” Eða kannski bara það sem það má vera að því að sjá. Ég treysti frekar eigin raun en því sem ég sé í imbanum, og af minni raun er lítið um þessa hræðslu sem þú talar um. Ég reyndar heyri fólk ákaflega sjaldan tala um forsetann eða pólitík hér (þess vegna hangi ég á Huga, til að svala pólítíkarþorstanum). “En nú er ég forvitin…..hvar í Texas býrðu og hvað ertu að gera ? ” Ég bý í höfuðborginni og vinn hjá litlu fyrirtæki. Og nei, ég er ekki vinkona...

Re: Meira um Kommúnisma og fleiri slíkt.

í Deiglan fyrir 21 árum, 11 mánuðum
“Anarkismi er mun líkari kapítalisma í alla staði. ” Líkari, en ólíkur í grundvallaratriðum. Anarkismi leyfir samkeppni byggða á mætti. Þannig verða hinir máttugustu rétthæstir. Kapítalismi gengur ekki undir slíku kerfi því kapítalisminn reiðir sig á lög og reglu. Undir anarkisma hafa allir rétt eingöngu á því sem þeir geta tekið og varið. Undir kapítalismanum hafa menn rétt á því sem þeir hafa sjálfir skapað. Kapítalisminn gengur þess vegna ekki án ríkisvalds til að halda uppi lögum sem...

Re: Meira um Kommúnisma og fleiri slíkt.

í Deiglan fyrir 21 árum, 11 mánuðum
“Með því að mennta alla, skipuleggja alla í vinnu og með því að vinna fyrir heildina og ekki fyrir atvinnurekandann mætti auka framleiðslu svo mikið að engann þyrfti að skorta neitt.” Þú hljómar skuggalega eins og Keynes gamli félagi okkar. Og það vita allir hversu vel kenningar hans virkuðu. Málið er að þú getur ekki byggt efnahag á loftinu einu saman. Það verður að eiga sér stað verðmætaukning í samfélaginu. Sú verðmætaaukning getur ekki átt sér stað án markaðar til að ákvarða verðmætin.

Re: Einkahagsmunastefna BNA-manna.......

í Deiglan fyrir 21 árum, 11 mánuðum
“Ég á mitt eigið fyrirtæki” Já? Kommúnistinn sjálfur á fyrirtæki? Ánægður með þig. ;-) “svo auðvitað er óeðlilegt að í land of the free sé farið að hegna fólki fyrir skoðanir sínar á móti Bush” Það er ekki landið sem er að hegna neinum fyrir skoðanir sínar. Við erum að tala um fyrirtæki sem kjósa hverja þeir eru með í vinnu og hverja ekki. Merkilegt nokk þá gengur fréttamennskan út á það að viðra sem minnst skoðanir sínar (það kallast hlutlaus fréttaflutningur, sem er ef til vill ekki nokkuð...
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok