Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

Re: Lýðurinn við völd á nýrri öld

í Stjórnmál fyrir 21 árum, 10 mánuðum
“það segir einfaldlega að það geti enginn átt auðlindir, líkt og land, haf, fisk, olíu, vatn og þessháttar. Að það séu allt sameignir okkar allra sem beri því að nýta fyrir okkur öll.” “Sameign” er hugtak sem gengur ekki upp nema hver sameigandi sé hluthafi. Auðlindir eru verðlausar ef þær eru ekki nýttar og til að nýta þær þarf einhver að eiga réttinn að þeim. “Hvernig fórum við að því að verða svona upptekin af eigum okkar, að það sé það sem skiptir mestu máli í heiminum ?” Vegna þess að...

Re: Lýðurinn við völd á nýrri öld

í Stjórnmál fyrir 21 árum, 10 mánuðum
“Nema einhver ætli sér að halda uppi vörnum fyrir þeim stjórnmálakenningum sem ekki virða séreignarréttinn? Ég er til!” Ég líka!

Re: Lýðurinn við völd á nýrri öld

í Stjórnmál fyrir 21 árum, 10 mánuðum
“Sama gildir hinsvegar um frjálshyggjuna og lágmarksríkið og það er það sem ég var að segja, að þetta eru 2 ágætis hugmyndir sem báðar hafa líklega kosti og galla en báðar eru mjög afstæðar fyrir okkur akkúrat í dag.” Munurinn er einkum sá að það veit enginn hvernig er hægt að koma á “sönnum kommúnisma”. Hins vegar vitum við nokkuð nákvæmlega hvernig við getum þokað okkur nær lágmarksríki með því að minnka ríkisumsvifin smátt og smátt. Tilgangurinn er líka annar. Kommúnismanum er ætlað að...

Re: Lýðurinn við völd á nýrri öld

í Stjórnmál fyrir 21 árum, 10 mánuðum
“Þú veist að það hafa ekki alltaf verið til peningar” Það hafa alltaf verið til peningar svo lengi sem maður hefur skipt við aðra menn. Það hefur ekki alltaf verið til mynt. Það er ekki það sama. “við vorum að tala um lágmarksríki eða ekkert ríki… hvernig á þá að versla við ríkið ef það er ekki til ?” Lágmarksríki er ekki það sama og ekkert ríki. Lágmarksríkið tryggir einstaklingum frelsisréttindi með gæslu laganna. Í dag búum við við ríki sem okkur er skylt að versla við, ellegar megum við...

Re: Lýðurinn við völd á nýrri öld

í Stjórnmál fyrir 21 árum, 10 mánuðum
Ég held að þú sért að leggja of mikla áherslu á lýðræðið. Lýðræðið í sjálfu sér er verðlaust. Það er frelsið sem gerir það einhvers virði. “Meirihlutinn ræður” er engin lausn því meirihlutinn getur hæglega verið í órétti gagnvart frelsinu. “Alveg sama hversu miklu máli efnið skiptir þjóðina, og alveg sama hverrar skoðunar hún er, undir núverandi fyrirkomulagi er ógerningur að koma því málefni að” Það er vegna þess að stjórvöld hafa of mikil völd yfir málefnum. Það er of mikil miðstýring. Við...

Re: Lýðurinn við völd á nýrri öld

í Stjórnmál fyrir 21 árum, 10 mánuðum
Beint lýðræði er engin lausn á neinu sem slíkt, en aftur á móti má flytja flestar ef ekki allar ákvarðanir úr höndum fulltrúanna til lýðsins. Það er til tvenns konar “beint lýðræði” (og að sjálfsögðu ýmislegt á milli). Annars vegar er beint lýðræði þar sem lög eru sett með þjóðaratkvæðagreiðslu. Þannig verður þjóðin sjálf löggjafarvaldið og tilgangur alþingis verður lítill eða enginn. Vandamálið við þetta er að meirihlutinn ræður alltaf, og getur hæglega sett lög sem gera minnihlutann...

Re: X-KYNSLÓÐIN

í Deiglan fyrir 21 árum, 10 mánuðum
Við erum kynslóðin sem er frjáls til að smíða eigin gæfu. Og við erum líka frjáls til að klúðra henni hraparlega. Þegar handrukkaranrir banka uppá og löggan mætir í uppboðið húsið með handtökuheimild, þá held ég að menn séu búnir að klúðra dæminu. Spurning hvort kynslóðin á undan hafi kennt okkur nægilega ábyrgð til að axla allt þetta frelsi.

Re: Atvinnuleysi hámenntaðra

í Deiglan fyrir 21 árum, 10 mánuðum
“Á sínum tíma þegar náðist að semja um orlof og lífeyri þótti það stórt og mikið skref til þess að bæta kjör launtaka.” Já það þótti. En það þótti ranglega. Það er engin kjarabót, aðeins kjarahagræðing. Orlof og lífeyrir kemur ekki ofan á laun, heldur er það hluti af launakostnaði. Það er bara verið að breyta launum frá einu formi yfir á annað, því verðmætasköpunin er sú sama eftir sem áður. “Sérstaklega lífeyririnn, sem bætir gríðarlega hag fólks þegar þeð er komið á eftirlaun.” Það kæmi...

Re: Atvinnuleysi hámenntaðra

í Deiglan fyrir 21 árum, 10 mánuðum
“ég er viss um að ófá dæmin er að finna síðastliðin ár hérlendis og erlendis þar sem að óhæfirstjórnendur mergsjúga fyrirtækið” Að sjálfsögðu eru þau dæmi ófá. Það verða alltaf illa rekin fyrirtæki. En það er líka allt í lagi. Við verðum bara að forðast að fjárfesta í slíkum fyrirtækjum. En þau fyrirtæki sem eru illa rekin víkja þá óumflýjanlega á endanum fyrir betur reknum fyrirtækjum á frjálsum markaði. Og betur rekin fyrirtæki eru einmitt það sem við viljum.

Re: Hvítt land !

í Deiglan fyrir 21 árum, 10 mánuðum
Voðalegar áhyggjur hefurðu af náttúrunni, en sniðgengur alveg frelsið í þessum nýnasíska retórík. Ertu annars náttúrufræðingur? Nei, hélt ekki. Skilningur þinn á lögmálum náttúrunnar er ef til vill aðeins í einfeldningslegri kantinum. Samkvæmt þínum skilningi þá skyldum við jafnvel öll yfirgefa Ísland því af náttúrunnar hendi var ekkert fólk á þessari eyju, hvítt eða öðruvísi.

Re: Árásarbandalag Bush

í Deiglan fyrir 21 árum, 10 mánuðum
“Svarmöguleikar við þessari könnun hefðu einfaldlega átt að vera „já“, „nei“ og „hlutlaus“.” Já, þetta var ferlega léleg könnun. Þess vegna fann ég mig knúinn til að kommenta á þetta. Ég held líka að fleiri hafi svarað nei einmitt vegna þess að þeir sáu orðið Bush þarna við og hugsað “Bush, nei”. Ef gallup gerði svona útataðar kannanir þá held ég að yrði lítið mark tekið á þeim. Þess má geta að könnun Gallup árið 1999 um stuðning Íslendinga við NATO á meðan á Serbíustríðinu (eða...

Re: Atvinnuleysi hámenntaðra

í Deiglan fyrir 21 árum, 10 mánuðum
“Fyrir það fyrsta er enginn kostnaður við ráðningar nema í einhverjum örfáum tilfellum” Halló? Tekjuskattur, virðisaukaskattur. Þetta er kostnaður. Það eru fyrirtækin sem greiða tekjuskattinn, því hann virkar eins og virðisaukaskattur á vinnustundina. Virðisaukaskattur á neysluvöru kemur inn sem kostnaður á tvo vegu. Sem skattur á framleiðslu fyrirtækjanna sem rýrir framlegð því tekjur eru lægri (virkar eins og tekjuskattur á fyrirtæki). Og sem skattur á neysluvöru launþega sem eykur...

Re: Atvinnuleysi hámenntaðra

í Deiglan fyrir 21 árum, 10 mánuðum
“Ef lágmarkslaun væru engin myndu meðallaun hægt fara lækkandi” Hvers vegna? Hver væri hvatinn að því? “Og sú leið sem væri þá farin í afkastahvetjandi umhverfi væri ekki með launum og kjörum, heldur með þeirri yfirvofandi hættu að þér verði skipt út fyrir annan sem vinnur svipað vel eða betur en þú fyrir lægra verð.” Er það ekki sanngjarnt að sá sem vinnur skilvirkast fái starfið? Athugaðu líka að með minnkandi atvinnuleysi væru færri í biðröð eftir starfinu þínu og þannig minni yfirvofandi...

Re: Atvinnuleysi hámenntaðra

í Deiglan fyrir 21 árum, 10 mánuðum
“Í flestum tilfellum hefur það komið betur út fyrir fyrirtæki að vera með hærra launað og ánægðara starfsfólk, en færra, en fleira fólk. Þótt við gefum okkur það að lágmarkslaun verði tekin út úr jöfnunni og fólk geti undirboðið sína vinnu, þá þarf það ekki að hafa í för með sér fjölgun starfsfólks eða minna atvinnuleysi, aðeins lægri launakostnað fyrirtækja.” Þetta fellur um sjálft sig hjá þér. Ef það hefur komið í flestum tilvikum betur út fyrir fyrirtæki að hafa hærra launað og ánægðara...

Re: Atvinnuleysi hámenntaðra

í Deiglan fyrir 21 árum, 10 mánuðum
“ég skrifaði að stjórnvöld hafa markvist verið að lækka skatta á fyrirtæki” Jú, ég las það. Skattar á fyrirtæki sem þú talar um eru ekki öll sagan. Tekjuskattur af launum, virðisaukaskattur, orlof, o.s.frv eru allt kostnaður við rekstur fyrirtækis beint eða óbeint. Þannig er hlutfallslegur kostnaður við ráðningar á Íslandi með því hæsta sem gerist í heiminum. Vissulega hefur beinn skattur verið lækkaður undanfarið, en það má gera mun betur áður en gott verður. “og hvað. er það ekki nóg. ??”...

Re: Atvinnuleysi hámenntaðra

í Deiglan fyrir 21 árum, 11 mánuðum
“Offramboðið sem þú talar um á sér ekki rót í lágmarksverði” Jú, því ef ekkert gólf er á verðlagningu koma framboð og eftirspurn til með að mætast nokkurn veginn í miðjunni. Lágmarksverðið setur stopp á ferilinn og mismunurinn verður offramboð. “Spurningin er hinsvergar hvort það sé siðferðislega rétt að beita þessu sama lögmáli á fólk?” Spurningin er frekar hvort það sé siðferðislega rétt, eða hreinlega rökrétt, að horfa framhjá lögmálinu. Það er svolítið eins og að ljúga að launþegum að...

Re: Uppgjör við alheiminn: frekari pælingar

í Heimspeki fyrir 21 árum, 11 mánuðum
“Ráði kenningakerfið ekki við það þarf ekki að eyða miklum tíma á það, það má henda því” Viðfangsefni darwinisma er þróun í öllum flóknum upplýsingaferlum. Samkvæmt því er menning, táknkerfi, hugsun og sjálfsvitund allt “emergent phenomena”. Aukaverkanir upplýsingaferlis í undirliggjandi quanta. Ef þú hefur gaman að kenningum um menninguna þá máttu ekki missa af “The Meme Machine”. Það er hreint frábær bók. Þegar þú ert búinn að lesa hana máttu gjarnan stinga göt í kenninguna hér á...

Re: Stelpur/Konur – hættið fordómunum !

í Tölvuleikir fyrir 21 árum, 11 mánuðum
[slow clap] Heyr heyr! Ég vil sjá fleiri konur spila tölvuleiki. Við þurfum jafnrétti kynjanna þar líka. Það geta allir fundið eitthvað við sitt hæfi. Vinkona mín var alltaf að blöskrast á því hvað ég væri mikið í tölvunni og hvað þetta væri nördalegt. Ég leyfði henni að prófa Spyro The Dragon og hún var húkkt um leið. Lagði varla niður stýripinnann fyrr en hún var búin að klára leikinn. Sama með konuna mína, hún spilaði tölvuleiki þegar hún var krakki en “óx upp úr því”. Ég sótti fyrir hana...

Re: Atvinnuleysi hámenntaðra

í Deiglan fyrir 21 árum, 11 mánuðum
“Vissirðu að það eru 6 billjónir manna sem búa á jörðinni. Þar af eru 5 billjónir sem búa í þriðja heiminum.” Ekki held ég að lágmarkslaun eða orlof komi til með að hjálpa því fólki mikið. “Hinsvegar eru aðeins 300 manns í heiminum sem eru billjónerar. Hvers vegna ?” Vegna þess að milljónir manna borga þeim laun daglega. Þeir eru launþegar neytendanna. Bill Gates t.d. þiggur sín laun í hvert skipti sem einhver kaupir eintak af Windows. Jón Ólafs þiggur laun í hvert skipti sem einhver kaupir...

Re: Atvinnuleysi hámenntaðra

í Deiglan fyrir 21 árum, 11 mánuðum
“Hvað áttu eiginlega við?” Lægsta og hæsta verð á atvinnu er sett af eftirspurn eftir atvinnu (vilji og geta til að vinna) og framboði á atvinnu (vilji og geta til að kaupa vinnu). Lágmarksverð sett af geðþótta hafa neikvæð áhrif á þetta jafnvægi og valda því að laun haldast nær lágmarkinu og atvinnuleysi eykst. “Er einhver það lélegur starfskraftur að verðgildi þeirrar vinnu sem hann selur sé 50.000kr? Eða 10.000kr” Nei. En þú ert að segja með festa lágmarksverðinu að það séu flestir það...

Re: Atvinnuleysi hámenntaðra

í Deiglan fyrir 21 árum, 11 mánuðum
“Nú myndu stjórnendur fyrirtækja reyna eftir fremsta megni að komast upp með að borga eins lágt og hægt er og þar sem fólki vantar vinnu þá lætur það sig hafa það og vinnur þvi verk fyrir langt langt undir virði verksins.” Það vinnur enginn fyrir neðan virði verks á frjálsum markaði. Markaðurinn ákvarðar virðið. Hvað stöðvar annars stjórnendur fyrirtækja í því núna að greiða öllum starfsmönnum lágmarkslaun? Heldurðu að þeir myndu gera það eitthvað frekar ef lágmarkið væri fjarlægt? Nei,...

Re: Atvinnuleysi hámenntaðra

í Deiglan fyrir 21 árum, 11 mánuðum
“Hérna… hvernig ætlastu til þess að fólk lifi af? Ekki lækka útgjöld heimilina mikið við þetta!” Ekki lækka útgjöld heimilanna við að vera atvinnulaus heldur. Hvaðan heldurðu að atvinnuleysisbæturnar komi? Úr þínum vasa auðvitað. Peningar verða ekki til að sjálfu sér. Málið er að markaðurinn getur sett mun gáfulegri lágmarkslaun heldur en nokkur ríkisstjórn eða hagsmunafélag. Lágmarkslaun verða þá lágmarksverðgildi atvinnu, ekkert meira, ekkert minna.

Re: Atvinnuleysi hámenntaðra

í Deiglan fyrir 21 árum, 11 mánuðum
“Þetta eru nauðsynleg lágmarkskjör!” Þetta eru gervikjör. Lágmarkið er atvinnuleysi. Ef þú mættir velja milli atvinnuleysis eða að vinna undir lágmarkinu, hvort myndir þú velja? “Almennir kjarasamningar eru bara lágmarkskjör, þér er frjálst að semja um betri kjör.” Og það gera flestir. En þér er ekki frjálst að semja um verri kjör, þá færðu á þig lögsóknir frá verkalýðshreyfingunum. Mér er semsagt ekki frjálst að undirbjóða og selja mína vinnu ódýrara en aðrir. Ég get t.d. ekki sagt “ráddu...

Re: ALLIR MENN EIGA RÉTT TIL LÍFS, FRELSIS OG MANNHELG

í Deiglan fyrir 21 árum, 11 mánuðum
“1.Hvort finnst þér skemmtilegra að leika þér aleinn eða að leika við vini þína ?” Mér fannst alltaf skemmtilegra að leika mér einn, en ég skil hvað þú ert að fara. 2. OG hvernig sérðu þá fyrir þér að fólkið í þínum draumaheimi VILJI gera nokkuð nema fyrir sjálfan sig ? Vegna þess að þeim finnst flestum skemmtilegra að leika sér við vini sína en að leika sér aleitt. En er það ekki ofureinföldun? Jú, ég held það. Það þarf enga galdra til. Það þarf bara venjulegt góðhjartað fólk eins og sjálfa...

Re: Atvinnuleysi hámenntaðra

í Deiglan fyrir 21 árum, 11 mánuðum
“Einkafyrirtækin eru búin að haga sér eins og hálfvitar, eins og þú sérð t.d. með Decode sögunni minni.” Já Decode er dæmi (samkvæmt sögunni þinni) um illa rekið fyrirtæki. Það kemur aftur inn hjá ríkinu því það fyrirtæki er tryggt með skattfé, sem er hrein mismunun en ég vil ekki fara út í það hér. Þetta dæmi með þróun tveggja kerfa samhliða og verra kerfinu hent, það er dæmi um þessa eyðslu og sóun. Það er raunverulega verið að taka atorku og henda henni í ruslið. Þannig eru öll þau laun...
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok