Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

Re: Atvinnuleysi hámenntaðra

í Deiglan fyrir 21 árum, 10 mánuðum
“Nei, það er ekki í lagi að það séu illa rekin fyrirtæki” Komdu endilega með hugmyndir um hvernig hægt er að koma í veg fyrir að fyrirtæki séu illa rekin. Eina leiðin er að forðast að fjárfesta í þeim, sem er (eða ætti að vera) undir hverjum og einum komið.

Re: Hverju er best að byrja á ???

í Forritun fyrir 21 árum, 10 mánuðum
Ég sé að enginn hefur stungið upp á Smalltalk. Málið er að Smalltalk er argasta snilld og ég vildi óska þess að ég þyrfti aldrei að forrita í neinu öðru tungumáli. Ég vildi líka óska að það hefði verið fyrsta málið sem ég lærði, en svo góð var lukkan ekki. Ég kenndi sjálfum mér BASIC á sínum tíma og það þjónaði mér vel í nærri 7 ár áður en ég uppgötvaði Pascal. Ég leit aldrei um öxl. Ef þú vilt læra alvöru hlutbundna forritun, þá er ekkert til hlutbundara en Smalltalk. C# er að vísu líka...

Re: Bannið drepur

í Deiglan fyrir 21 árum, 10 mánuðum
“Ég væri sammála þessu ef það væri hægt að láta eiturlyfjaneytendur skrifa undir samning þar sem þeir samþykktu að þeir ættu ekki rétt á samfélagsþjónustu og heilbrigðisþjónustu” Já svo er það sú langloka öllsaman. Ég vil nú meina að enginn eigi rétt á samfélagsþjónustu né heilbrigðisþjónustu. Þetta er þjónusta sem þarf að greiða fyrir. Réttindi verða aftur á móti aldrei keypt né seld. Það er nefnilega þannig að ef eitt skrefið er stigið í átt til frelsisins þá þarf helst að stíga þau öll...

Re: Allt of langt skólaár!!!

í Deiglan fyrir 21 árum, 10 mánuðum
Menntasamtökin eru jú bara fyrsta tilraunin í einkarekstri grunnskóla. Þetta er rétt að stíga fyrstu hænuskrefin og einkaskólarnir eru enn bundnir í báða skó af ríkinu.

Re: Reykingar eru skárri en þeir segja!

í Deiglan fyrir 21 árum, 10 mánuðum
Já ég segi fyrir mig að ef reykingar væru ekki svona óhollar, ef þær hefðu ekki svona slæm áhrif á úthaldið hjá mér og ef maður lyktaði ekki svona illa af þessu þá myndi ég mæla með reykingum við hvern sem er.

Re: Allt of langt skólaár!!!

í Deiglan fyrir 21 árum, 10 mánuðum
“Ég er í Áslandsskóla, sem þú líklega veist var einu sinni stjórnaður af Íslensku Mennta Samtökunum” Ég þekki ekki til Íslensku Menntasamtakanna. Það má vera að þau séu ekkert góð í því að reka skóla. En ég einhvern veginn efa að þau séu mikið verri í því en menntamálaráðuneytið.

Re: Allt of langt skólaár!!!

í Deiglan fyrir 21 árum, 10 mánuðum
Miles: Þú vilt hafa þetta svona og aðrir vilja hafa þetta öðruvísi. Eina leiðin til að gera vel við alla er að gefa menntamálum lausan tauminn og lýsa yfir menntunarfrelsi. Að ætla sér að geta ákvarðað hvernig menntun er best fyrir alla og hvenær er ekkert nema hroki, hvort sem menntamálaráðuneytið eða ég og þú eigum í hlut.

Re: Góðverk fyrir annarra manna fé?

í Stjórnmál fyrir 21 árum, 10 mánuðum
“Barnaskapur er þetta. Heldurðu að fólk sé að eyða frítíma sínum í að eltast við bókhald hjá einhverjum sem það gaf 500 kall?” Já það dugar alltaf í rökræðum að kalla hluti barnaskap sem maður skilur ekki. Vissulega er það hvorki mitt mál né þitt í hvað fólk eyðir frítíma sínum. Heldurðu annars að hið opinbera eyði miklu af tíma sínum í að eltast við hvern 500 kall? Nei, 500 kallarnir sem sólundað er á þeim bænum og týnast milli þilja eru ansi margir skal ég segja þér. Veistu hvað hið...

Re: Allt of langt skólaár!!!

í Deiglan fyrir 21 árum, 10 mánuðum
Já þetta sýnir hvað skólamálin eru í höndum gáfulegra einstaklinga. Hvað veit ég betur en “sérfræðingarnir” í menntamálaráðuneytinu? Ef þeir segja að vettvangsferðir og félagsvist séu nauðsynleg menntun, þá skulum við segja já og amen við því. Einkavæðum skólana.

Re: Metallica no more...

í Rokk fyrir 21 árum, 10 mánuðum
Satt segirðu, þessi plata er ekki einu sinni fölur skuggi af meistaraverkum fyrri ára á borð við Master of Puppets og …And Justice For All. En þetta er samt góður metall. 'Puppets, 'Justice, Ride The Lighting, og svarta platan eru enn ofarlega á playlistanum hjá mér og þó ég sé farinn að missa hárið slamma ég enn við gömlu Metallica slagarana. Það sem þessi plata skilur eftir sig við fyrstu 3 hlustanir hjá mér er helst eitt orð: “óeftirminnilegt”.

Re: Bannið drepur

í Deiglan fyrir 21 árum, 10 mánuðum
“Ég held að þessi hörðu efni geri margan nú það ruglaðan að hann verður andfélagslyndur og finnist kannski allt í lagi að brjótast inn til einhvers og ræna sjónvarpstækinu hans til að fjármagna neysluna.” Áfengi gerir það sama í áfengisbanni, menn grípa til ofbeldisglæpa til að fjármagna bæði söluna og neysluna. Bann við hörðum fíkniefnum verndar ekki fjölskyldu þína frá brjáluðum fíklum í sjónvarpstækjaleit. Þú getur átt þetta á hættu í dag, sama hvað bönnum líður. Það er líka bannað að...

Re: Lenging skólaárs

í Skóli fyrir 21 árum, 10 mánuðum
Einkavæðum skólana og leyfum þeim að stjórna lengd skólaársins hverjum fyrir sig.

Re: Góðverk fyrir annarra manna fé?

í Stjórnmál fyrir 21 árum, 10 mánuðum
“Þegar ég tala um aukakostnað og sóun þá er ég að tala um góðgerðarsamtök einkaaðila, svo það sé á hreinu.” Það stendur ekkert á bakvið klisjuna hjá þér að auglýsingar séu sóun. Auglýsingar á borð við þær frá SÁÁ og Hjálparstofnun Kirkjunnar auka meðvitund fólks um hjálparþörf. Stofnanir fjárfesta í auglýsingum. Ef auglýsingar væru sóun myndu stofnanir ekki fjárfesta í þeim. “Að hið opinbera fari illa með er bara klisja sem ekkert stendur á bak við, a.m.k. hér á landi.” Það skiptir engu...

Re: Góðverk fyrir annarra manna fé?

í Stjórnmál fyrir 21 árum, 10 mánuðum
“Það að bæta afkomu þjóðarinnar í heild með erlendri fjárfestingu er allt annað umræðuefni” Nei, það minnkar eftirspurn eftir ölmusu og eykur framboð á henni. Hlutfall þeirra sem lifa á ölmusu eykst skarplega með versnandi afkomu þjóðarinnar, og öfugt.

Re: Góðverk fyrir annarra manna fé?

í Stjórnmál fyrir 21 árum, 10 mánuðum
“Við erum bara ekki að tala um fjárfestingu hér heldur félagslega aðstoð.” En sérðu ekki að það er sami hluturinn? Besta félagslega aðstoðin er atvinna. Atvinna er sköpuð með fjármagni. Hagvöxtur eykst og almenn velferð með. Fólk sem hefur meira á milli handanna hefur meira að gefa til að aðstoða náungann. Á móti kemur að fólk sem eitthvað er með á milli handanna borgar almennt hærri skatta og telur sig þar með hafa afgreitt skuld sína til samfélagsins og ríkið eigi að geta hjálpað fólki með...

Re: Bannið drepur

í Deiglan fyrir 21 árum, 10 mánuðum
Ég held að mergur málsins sé að fara fyrir ofan garð og neðan hjá fólki hérna. Málið snýst ekki um ágæti kannabisplöntunar eða hættur hennar. Málið snýst um frelsi. Að mínu áliti eru ekkert nema flón sem neyta kannabisefna. Það er líklega ranghugmynd hjá mér, en það skiptir ekki máli. Mín hugmynd um hvað er gott eða slæmt á ekki að geta skert frelsi annarra. Frelsið innifelur að anda að sér eða setja ofan í sig hvað sem manni sýnist. Umræðan um þetta fer allt of oft út í hvort kannabisefni...

Re: Góðverk fyrir annarra manna fé?

í Stjórnmál fyrir 21 árum, 10 mánuðum
“BNA” Þú hlýtur að vera að grínast. Ölmusuiðnaður Bandaríkjastjórnar er mældur í trilljónum dollara. Einkarekin góðgerðarstarfsemi er mæld í milljörðum. Reyndu aftur. Eða öllu heldur: kanntu annan?

Re: Góðverk fyrir annarra manna fé?

í Stjórnmál fyrir 21 árum, 10 mánuðum
“Eru útlendingar með fulla vasa fjár í biðröðum utan landssteinanna eftir því að fá að gefa fátækum íslendingum ölmusu?” Nei en þeir bíða með vasana fulla í leit að fjárfestingartækifærum. Fjármagns-, eignarhalds- og skattalög á Íslandi eru síðan til þess felld að bægja frá erlendum fjárfestum.

Re: Bannið drepur

í Deiglan fyrir 21 árum, 10 mánuðum
“Og hverjir eru ”mínir“ í þessu tilfelli?” Þá á ég við afkvæmi þín.

Re: Bannið drepur

í Deiglan fyrir 21 árum, 10 mánuðum
“En hvað með neytendur? Mega þeir umgangast þá hreinu? Þurfa ekki að vera til reglur um það líka?” Það þarf engar reglur um umgengni fólks við annað fólk. Fólki er frjálst að umgangast eða umgangast ekki þá sem það kýs að umgangast eða ekki. Þú mátt setja umgengnisreglur fyrir þig og þína en ekki aðra.

Re: Bannið drepur

í Deiglan fyrir 21 árum, 10 mánuðum
“spurningin er því í rauninni: ”Viljum við fleiri fíkla eða færri glæpi?“” Við viljum að sjálfsögðu færri glæpi. Þ.e.a.s. minna af ofbeldi. Það eitt að vera fíkill beitir engan ofbeldi. Svo er bara að passa upp á vini sína og vandamenn að þeir leiðist ekki út í fíkn.

Re: Bannið drepur

í Deiglan fyrir 21 árum, 10 mánuðum
“Svo virðist vera með fíkla að í langflestum tilvikum eiga þeir í fjárhagsvandræðum og leysa þeir það vandamál(að redda næsta skammti) í flestum tilvikum með glæpum á við innbrot” Slíkt væri óalgengara ef efnið væri ekki ólöglegt. Það væri ekki dýrara en poki af steinselju. Afleiðingin væri fækkun fíkniefnatengdra glæpa. Plús það að þetta fólk þyrfti ekki að umgangast eitthvað glæpahyski til að nálgast efnið eins og það þarf í dag. Það gæti bara skroppið út í Heiðrúnu og keypt sér ársbyrgðir...

Re: Bannið drepur

í Deiglan fyrir 21 árum, 10 mánuðum
“Er þá ekki allt eins hægt að leggja niður lög um beltis-notkun, hjálma og ja alla þá hluti sem ”skaða“ ekki aðra.” Nei, akstur ökutækis er forréttindi, ekki réttur. Þú ekur í leyfi þess sem á vegina, í okkar tilfelli í leyfi ríkisins. Þér er þá skylt að sinna reglum sem ríkið setur, annars er þér frjálst að keyra ekki á vegunum. “Ég er ALGERLEGA á móti kanabis” Ég líka. Ég hef bara engan rétt til að banna það nema á mínu heimili. Ég leyfi engar reykingar á mínu heimili, en fólki er frjálst...

Re: Bannið drepur

í Deiglan fyrir 21 árum, 10 mánuðum
“allavega finnst mér að börn eigi ekki að sjá svona slóða unglinga sem eru í vímu og liggur við slefandi, of dapurlegt.” Hvað ég er sammála þér. Mér finnst allir vera fífl sem láta sér detta í hug að neyta þessara efna. En ég hef ekki rétt á að banna þeim það, bara að umgangast þá ekki. Lausnin liggur nefnilega ekki í banni. Við getum til dæmis ekki stöðvað unglingadrykkju þó hún sé bönnuð. Áfengisbann var reynt í Bandaríkjunum á 3. áratugnum og við vitum öll hversu vel það gekk. Fólk neytti...

Re: Bannið drepur

í Deiglan fyrir 21 árum, 10 mánuðum
“Hvað með að hugsa um þá sem vilja ekkert með þetta hafa?” Þeim er frjálst að neyta ekki efnanna og umgangast ekki neytendur.
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok