“Í fyrsta lagi verður ekki öruggt að börn fái lengur menntun.” Það er ekki öruggt eins og staðan er í dag. Þegar meðaleinkunn á samræmdu prófi í stærðfræði t.d. er 5,5 yfir landið allt, þá er varla hægt að kalla það örugga menntun. “Ég tel mig geta fullyrt að lang flestir, ef ekki allir hafa ekkert á móti námsefni því sem kennt er í skólum í dag.” Það er lítið mál að fullyrða svoleiðis, en almenningsálit er enginn mælikvarði. Ég vil að börnin mín læri rökhyggju og sjálfstæða hugsun í skóla....