Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

Re: Er Ísland Bananalýðveldi?

í Ljósmyndun fyrir 21 árum, 10 mánuðum
Já það er kominn tími til að leggja niður þessa refsitolla. Undarlegt að búa í landi þar sem manni er refsað fyrir þann “glæp” að kaupa myndavél eða linsu. Enn verra er þetta fyrir þá sem eru í innflutningi á þessum vörum eins og Hans Petersen og fleiri. Þeir eru þvingaðir til að selja vörurnar sínar á svo fáránlega háu verði út af þessum tollum. Þetta er samt ekki versti vöruflokkurinn. Það allra versta eru bifreiðar og bifhjól. Þú þarft að greiða milli 50% og 200% toll fyrir að dirfast að...

Re: Hugsanalögreglan

í Deiglan fyrir 21 árum, 10 mánuðum
“Ó já, snúa sönnunarbirðinni við.” Það er enginn að snúa sönnunarbyrðinni við. Þetta eru 2 aðskild mál. Ef þú ákærir mig fyrir eitthvað þá hvílir sönnunarbyrðin á þér. Ef ég ákæri þig fyrir meiðyrði þá hvílir sönnunarbyrðin fyrir meiðyrðunum á mér. Ég þarf að færa sönnur fyrir því að ásakanir þínar hafi verið glæpsamlegar og að þú hafir gerst sekur um refsivert athæfi með því að ranglega og vísvitandi saka mig um refsivert athæfi til að valda mér tjóni. Þetta er ekki svo ferlega flókið er það?

Re: Víkakra

í Deiglan fyrir 21 árum, 10 mánuðum
Sæll Jensi minn. Þetta er verðugur málsstaður að styrkja. Ég verð með yður í anda, ljúfurinn. Ég hvet nú alla að kaupa áskrift af happdrætti Sjálfsbjargar. Það kostar ekki mikið, það styrkir gott málefni og skrúbbar aðeins samviskuna. Svo getur maður unnið forkunna bifreið eða eitthvað álíka flott. Um að gera, gott fólk.

Re: Lýðræðið-Dauðara en Gísli Súrsson

í Deiglan fyrir 21 árum, 10 mánuðum
“stofnun stjórnarskrárbundins lýðveldis gerðist fyrst í Bandaríkjunum og svo Frakklandi” Já, alveg rétt. Ég var að rugla röðinni á þessu. Bandaríkin voru vissulega fyrsta stjórnarskrárbundna lýðveldið í heiminum. Takk fyrir að leiðrétta það.

Re: Bannið drepur

í Deiglan fyrir 21 árum, 10 mánuðum
“mér finnst að það ætti að lögleiða þessi vægari efni en halda þessum harðari bönnuðum ÞÓTT það sé ekkert beint fórnarlamb” Jájá, það má alveg gera þetta í skrefum. Það má t.d. byrja á að banna sölu og neyslu aðeins á landareignum ríkisins, þá eru menn ekki að þessu á almannafæri.

Re: Hugsanalögreglan

í Deiglan fyrir 21 árum, 10 mánuðum
“En væru það meiðyrði ef ég fengi þessar vafasömu myndir í tölvupósti og setti þær í eitthvað dagblað sem ég ætti og skrifaði undir: ”Veit einhver hver þessi maður er?“” Það væri erfiðara að færa sönnun fyrir meiðyrðum undir slíkum kringumstæðum, en það væri mannsins á myndunum að sanna að um glæpsamlegar ásakanir hafi verið að ræða.

Re: Lýðræðið-Dauðara en Gísli Súrsson

í Deiglan fyrir 21 árum, 10 mánuðum
Já lýðræðið er meingallað. Rétt er það að forngrikkir fundu þetta upp. Þeir Aþenubúar köllu það democratia, og töldu þetta vera fullnustu frelsis og siðfræðilegs réttlætis. En það voru aðrir forngrikkir sem bentu á að þetta væri rangt hjá þeim demókrötum. Að hið fullkomna frelsi og réttlæti fælist ekki í ráði meirihlutans. Þeir bentu á hversu fáránlegt það væri að rán og ofbeldi í höndum einstaklinga væri kallað óréttlæti, en að rán og ofbeldi í höndum ráðandi meirihlutans væri kallað...

Re: Auðvitað eiga þeir ekki að fá friðhelgi

í Deiglan fyrir 21 árum, 10 mánuðum
“En af hverju hafa Bush og kumpánar hans dregið stuðninginn til baka?” Vegna þess að sama hversu mikið Bandaríkin leggja áherslu á réttlætið þá leggja þeir öllu meiri áherslu á sjálfstæðið. Við erum ekki að tala um samstarfssamning hér, heldur felur alþjóðlegur dómstóll í sér vald. Að samþykkja slíkan dómstól er að veita þeim dómstól vald yfir sér. Ætli það sé ekki það sem er að fara fyrir brjóstið á repúblikönum vestra? Að þeim finnist vegið að sjálfstæðinu? Svipað og ESB aðild er að fara...

Re: Bannið drepur

í Deiglan fyrir 21 árum, 10 mánuðum
“Það er aldrei hægt að segja að réttur þinn í dag verði sá sami og réttur þinn eftir 20 ár.” Frelsið breytist ekki. Réttur okkar til þess verður þess vegna óbreyttur um ókomnar aldir. Huglægt mat annarra hefur ekkert með réttindi þín að gera. Þannig eru lög sett þér af huglægu mati annarra brot á réttindum þínum en ekki breyting. “Það er og verður aldrei réttlætanlegt að refsa fyrir brot án fórnalambs. Það eitt, er í raun óréttlæti er ætti að vera refsivert.” Amen. Og það breytist ekki. Það...

Re: Hugsanalögreglan

í Deiglan fyrir 21 árum, 10 mánuðum
“Það að þú þurfir að virða réttindi annarra í þjóðfélaginu þýðir að þú afsalar þér ákveðnum réttindum” Nei. Ég afsala engum réttindum við það eitt að virða réttindi annarra. Hvernig færðu það út? Ef ég virði rétt þinn til frelsis og til að lifa eftir þinni sannfæringu, er ég þá að afsala mér frelsinu á einhvern hátt? Það held ég ekki. Þvert á móti, ef ég virði ekki þinn rétt, hvaða tilkall á ég þá til sama rétts gagnvart þér? “ef þú vilt vera þátttakandi þá þarftu að taka tillit til annarra...

Re: Hugsanalögreglan

í Deiglan fyrir 21 árum, 10 mánuðum
“Það sem þú gleymir er að með því að ganga í samfélag með öðrum mönnum þá ertu að gefa eftir ákveðin einstaklingsréttindi svo ”sambúðin“ gangi.” Nei, það ertu ekki að gera. Þvert á móti er það skilyrði fyrir samfélagi við aðra menn að þeir virði rétt hvers annars. Hvaða einstaklingsréttindi telurðu þig þurfa að gefa eftir til að búa í samfélagi? Hvernig ferðu annars að því að gefa eftir réttindi? Áttu við að það sé skilyrði að sætta þig við að réttindi þín séu brotin að einhverju leyti?...

Re: Bannið drepur

í Deiglan fyrir 21 árum, 10 mánuðum
“Lög eru uppfinning mannanna, ekkert heilagt við þau” Ekki eru það öll lög. Réttindi eru ekki tilbúningur mannanna heldur vísindaleg athugun á skilyrðum þess að búa í samfélagi við aðra menn. Réttindin eru heilög að því leiti til að þau verða aldrei fjarlægð og aldrei veitt, aðeins brotin eða virt. Þau breytast ekki heldur með tímanum. Lög eru síðan dregin af þessum réttindum. Oft eru þó sett lög sem eru dregin af réttindum sem menn vilja áskilja sér en standast ekki vísindalega athugun....

Re: Hugsanalögreglan

í Deiglan fyrir 21 árum, 10 mánuðum
“Þú getur sagt hvað sem þú vilt en ef þú særir aðra einstaklinga eða hópa með orðavali þínu eða aðgerðum þá er hægt að kæra þig.” Já. Einmitt. En, og þetta er stórt en… nú hafa verið sett lög sem banna “de facto” að segja ákveðna hluti, sama hvort einhverjum finnst brotið á sér. Þá verður stefnandinn í málinu ekki fórnarlamb árásar, heldur ríkið eða í raun hver sá sem vill. Með lögum á borð við 223. grein hegninarlaganna (sjá greinina hans Indriða) erum við búin að leyfa ríkinu að hafa...

Re: Ef herinn fer frá Keflavík.....

í Flug fyrir 21 árum, 10 mánuðum
Er ekki best að ríkið selji alla sína flugvelli og láti þetta bara ráðast af eftirspurn eftir flugi?

Re: Hugsanalögreglan

í Deiglan fyrir 21 árum, 10 mánuðum
“Fólk vill fá vörn gegn andlegu ofbeldi alveg eins og með líkamlegt ofbeldi” Þú þarft að geta sýnt fram á andlegt ofbeldi, sem er öllu erfiðara en með líkamlegt ofbeldi. Það sem er andlegt er huglægt og við njótum ekki staðfestanlegra gagna í slíkum málum. Þá verðum við að styðjast við það sem mönnum “finnst”, og þá erum við komin út á hálan ís. Það verður enginn lagalegur grunnur lagður með tilfinningum. Ég held líka að margir misskilji hvað ofbeldi er, lagalega séð. Það getur ekki verið...

Re: Hugsanalögreglan

í Deiglan fyrir 21 árum, 10 mánuðum
“OK, þér er sama um það en hvernig þætti þér þetta:…” Heyrðu þú vaktir líka upp annan hæng á því að setja bann við ákveðinni tegund af tjáningu. Ef meiðyrði eru að ásaka menn um glæp, og það er glæpur að segja að svertingjar séu latir, eða að hvítingjar séu heimskir, þá er það um leið orðið meiðyrði ef ég segi að þú hafir sagt slíkt. Þannig að ef ég kaupi heilsíðu í mogganum þar sem stendur “thevoid sagði að svertingjar væru latir”, þá væri ég að saka þig um glæp og þannig að fremja...

Re: Íslensk Tölvuleikjaframleiðsla

í Tölvuleikir fyrir 21 árum, 10 mánuðum
Já ég treysti IGN betur en Gamespot verð ég að segja. Mér líst vel á það hjá þeim að þeir taka MMOG leikina í skrefum og skrifa fyrst “first impressions” og síðan ítarlegri umfjöllun. Gott mál. Ég vona að þetta gangi vel hjá strákunum og stelpunum í CCP og þau verði öll millar. En vonandi verður næsti leikur frá þeim aðgengilegri en EVE.

Re: Hugsanalögreglan

í Deiglan fyrir 21 árum, 10 mánuðum
“OK, þér er sama um það en hvernig þætti þér þetta: ”Apocalisp nauðgar börnum, hann á heima [heimilisfangið þitt], hér eru myndir sem sem sanna mál mitt.[myndir unnar í Photoshop]. Góðir borgarar, þið vitið hvað þið eigið að gera.“” Hérna værirðu að saka mig um glæp, sem er öllu alvarlegra en að kalla mig asna eða múlatta eða hvaðeina. Þetta eru meiðyrði, og er allt annar hlutur. Þarna á sér líka stað fölsun. Þannig að ég gæti sýnt fram á að þú værir vísvitandi að falsa staðreyndir til að...

Re: Bannið drepur

í Deiglan fyrir 21 árum, 10 mánuðum
“Ertu að segja mér að ef þú myndir standa gagnvart opnum enda hlaups hlaups á löglegri byssu þá værirðu að hugsa: ”Eins gott að þetta er lögleg byssa annars væri það hugsanlegt að þessi manneskja myndi skjóta mig“?” Nei, ég er að segja akkúrat hið andstæða. Það er enginn munur á löglegri og ólöglegri byssu. Þegar þú stendur gagnvart opnum enda byssuhlaups þá varðar þig ekkert hvort byssur eru bannaðar eða ekki. Það þýðir lítið að segja við manneskjuna “Abbababb, byssur eru bannaðar....

Re: Hugsanalögreglan - Annað sjónarhorn

í Deiglan fyrir 21 árum, 10 mánuðum
“Það koma ógrynni manna að þessari vinnu, nefndir, lögfræðingar, stjórnmálamenn, hagsmunasamtök o.s.frv.” Það skiptir engu máli hversu margir koma að máli. Réttindi einstaklingsins eru óháð því hversu margir vilja brjóta á þeim. “Við þurfum lög og reglur (vona að þú sért mér sammála hér!). ” Að sjálfsögðu þurfum við lög og reglur. Þau lög verða líka að vera ótvíræð, og það verður að vera ótvírætt hvaða réttindi þau vernda. Einmitt vegna þess að hópur fólksins sem kemur að löggjafar- og...

Re: Að vera samkynhneigður árið 2003…

í Deiglan fyrir 21 árum, 10 mánuðum
“Hmmm…. hvaðan í ósköpunum hefurru þær upplýsingar???” Úr sálfræðibókinni minni “Statistical Analysis and…” (man ekki alveg titilinn í svipinn). Efnið var á þessa vegu: Karlmenn eru líklegri til að vilja stunda kynlíf en konur og þurfa færri afsakanir fyrir því. Konur eru vandfýsnari á rekkjunauta. Karlmenn sem stunda kynlíf með öðrum karlmönnum verða ekki fyrir þessari vandfýsni. Ég man ekki hverjar tölurnar voru en þær voru eitthvað nálægt því að karlmenn stunduðu kynlíf um 100 sinnum á...

Re: Apocalisp og æsingurinn

í Deiglan fyrir 21 árum, 10 mánuðum
“Endilega lestu þessi lög aftur og finndu vísun í það að þér sé skylt að þjónusta alla sem koma inn á staðinn þinn.” Það er hvergi. Það segir aðeins að þú megir ekki neita þjónustu á ákveðnum forsendum. Gallinn er að það getur enginn sagt nema þú hverjar forsendurnar eru. Þetta er ímynduð lausn á fordómum. Þessi lög eru algjörlega tannlaus. “Það er líka munur á því hvort þú ert að ræða svona mál við félaga þinn eða henda þessu fram á almanna færi” Hvað ef ég hendi því fram við 2 félaga mína,...

Re: Hugsanalögreglan - Annað sjónarhorn

í Deiglan fyrir 21 árum, 10 mánuðum
“Hvar drögum við mörkin?” Þetta er einmitt málið. Við drögum mörkin. Stjórnvöld þurfa ekki að draga mörkin fyrir okkur. Ef við skírskotum mörkunum til stjórnvalda erum við í raun að segja að siðgæði ákveðinna manna skuli fest í lög og þeir sem ekki eru gæddir slíku siðgæði skuli sæta ofbeldi. Við getum ekki öll verið sammála um allt, og við getum ekki öll haft sömu gildi og viðmið. Að setja bann við skoðunum sem við teljum siðlausar er bara að breiða yfir vandamálið. Eins og að hengja...

Re: Apocalisp og æsingurinn

í Deiglan fyrir 21 árum, 10 mánuðum
“Það þarf ekkert að túlka tjáningarfrelsislögin til að komast að því að það er lögbrot að kalla blökkumenn lata ” Þannig að ef að ég segi við þig “heyrðu félagi, þú ert latur”, þá á ég að sæta sektum? Eða er það aðeins ef ég segi “heyrðu þú ert latur af því að þú ert svartur” eða “þú nennir ekki að vinna, enda ertu með svo mikið karótín í húðinni”? Hvar liggja mörkin? Bara svo ég hafi á hreinu hvað ég má og má ekki segja. Heyrðu, ég veit. Ég skal bara bera það undir alþingi í hvert skipti...

Leyfi til að tjá sig

í Deiglan fyrir 21 árum, 10 mánuðum
“Sá er rétt hærri sem verður fyrir árás en sá sem hefur árásina. Eru þetta ósanngjarnar reglur?” Alls ekki. En sönnunarbyrðin hvílir á þeim sem fyrir árásinni varð. Það getur reynst erfitt að færa sönnur fyrir andlegu tjóni, því slíkt er algerlega huglægt. Það eru engin athuganleg gögn fyrir hendi. Með bönnum við ákveðnum tjáningum erum við að bjóða hættunni heim, því það er hvers og eins að túlka hvað er árás og hvað er ekki árás. Við bjóðum hættunni heim að búa í landi þar sem saklaus...
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok