Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

Re: Nýjar hugmyndir

í Stjórnmál fyrir 21 árum, 10 mánuðum
Það er ekki nóg að beita vísindalegum aðferðum, maður þarf að gefa vísindalegar niðurstöður sem athuganlegar eru af öðrum.

Re: Nýjar hugmyndir

í Stjórnmál fyrir 21 árum, 10 mánuðum
“Ég tel persónulega að ekkert ríki, land einstaklingur geti verið farsælt án þess að hafa jafna blöndu af frelsi og reglum og lagasetningum.” Hérna ertu að misskilja hvað frelsi er. Þú gefur þér að frelsi sé skortur á reglum og lagasetningum. Þvert á móti, reglur og lagasetningar þjóna þeim eina tilgangi að tryggja mönnum frelsi.

Re: Nýjar hugmyndir

í Stjórnmál fyrir 21 árum, 10 mánuðum
“Eða ætlar þú kannski að fara að mæla á móti því að Marx hafi verið vísindamaður?” Já. Marx vissi ekkert um kapítalismann annað en að honum fannst hann vondur. Hann bendir ekki á neinar rannsóknir, engar vísindalega athuganlegar staðreyndir. Aðeins retórík, getgátur og sögusagnir. “Einhvern veginn er það svo að bilið milli ríkra og fátækra í heiminum hefur aukist undanfarinn ár” Auðvitað með því að hinir ríku verða ríkari og hinum fátæku er haldið fátækum með lélegri efnahagsstjórnun og...

Re: Bannað að vera klár í eve?

í Eve og Dust fyrir 21 árum, 10 mánuðum
Já fyrirhyggjusemin er farin að láta segja til sín meira að segja í Eve, kapítalismaleiknum sjálfum. Mér finnst að þeir ættu að leyfa öðrum spilendum að refsa fyrir svona athæfi ef spilendur vilja. Indipendence limited Freedom of choice choice is made for you my friend Freedom of speech speech is words that they will bend Freedom with their exceptions

Re: sjálfselskur sauðfénaður

í Heimspeki fyrir 21 árum, 10 mánuðum
Maður segir ekki aldrei, heldur “ekki núna”. Það voru áður fyrr til aðrar dýrategundir sem mynduðu sér frumstæða menningu. T.d. Homo habilis og Homo neanderthalis.

Re: sjálfselskur sauðfénaður

í Heimspeki fyrir 21 árum, 10 mánuðum
“Hvernig veistu það?” Vegna þess að táknkóðun á sér ekki stað, og skipti á slíkum táknum ekki heldur. Vegna þess að ef dýrategundir eins og t.d. simpansar sem hafa verið á jörðinni í milljónir ára hefðu getu til að skilja og skiptast á hugtökum, þá væri jörðin yfirfull af menningu þeirra. Svo er ekki raunin. Það fyrirfinnst ekki einu sinni vísir að einföldustu og frumstæðustu menningu meðal þessara dýra. Það er ákaflega einfalt að láta reyna á þetta. Það hafa verið gerðar tilraunir til að...

Re: sjálfselskur sauðfénaður

í Heimspeki fyrir 21 árum, 10 mánuðum
“Ef um væri að ræða að meme stjórnuðu athöfnum mannsins yrði hegðun hans í hundrað prósent samræmi við uppeldi” Alls ekki. Meme koma ekki aðeins frá uppeldi. Og alls ekki allt hegðunarmynstur kemur frá ytra umhverfinu. Og alls ekki allt frá memum heldur. Maðurinn er að sjálfsögðu dýr og erfir mikið af sínu hegðunarmynstri. “Píslarvottahugtakið er þekkt meðal annara dýra en mannsins” Það er ekkert hugtak þekkt meðal neins annars dýrs en mannsins. Maðurinn er einstakur meðal dýranna að hann...

Re: Atvinnuleysi - bætur og misnotkun

í Deiglan fyrir 21 árum, 10 mánuðum
Að ríkið greiði bætur og láti fólk vinna fyrir þeim, kemur það ekki í sama stað niður og að lækka lágmarkslaun niður í bótaupphæðina? Munurinn er auðvitað sá að tilbúningsvinnu sem engin verðmæti skapar fylgir hreint tap, og í rauninni meira tap en af engri vinnu, því kostnaðurinn við að setja upp þessi störf væri það mikill. Það væri mun arðbærara að leyfa einkaaðilum að ráða þetta fólk í raunveruleg störf á svipað lágum eða örlítið hærri launum en bæturnar eru.

Re: Mótmæli

í Deiglan fyrir 21 árum, 10 mánuðum
“Hvaða vitleysingur sagði þér að verkfallsmenn væru á launum.” Þú mátt ekki segja mönnum upp fyrir að leggja niður vinnu í verkfalli. Það er það sem ég meinti. “það er ekki fyrr en verkfallsverðir eru farnir að nota barefli og mólotoff kokteila í störfum sínum sem ég kalla þessi þörfu störf ofbeldi” Þeir nota beina valdbeitingu. Það kemur í sama stað niður og að nota barefli. Ofbeldi er þvingun til aðgerða, hvort sem slíkt veldur líkamlegu tjóni eður ei. “Einnig má minna á að mörg af...

Re: Nýjar hugmyndir

í Stjórnmál fyrir 21 árum, 10 mánuðum
Ég gat ekki á mér setið að skipta mér af þessari umræðu um fall Sovétríkjanna. Ég hélt að það væri almennt vitað mál að fall Sovétríkjanna hófst með glasnost og perestroika. Um leið og járnhnefanum var sleppt örlítið af þessum þjóðum með þessum “opnunar” og “endurskipulags” stefnum þá tóku stytturnar af Lenín að hrynja. Þegar ógn sovétsins var orðin bitlausari þá losnaði heljartakið, sem var einmitt það sem hélt þessu apparati gangandi, af fólkinu sem endaði með hverri...

Re: Nýjar hugmyndir

í Stjórnmál fyrir 21 árum, 10 mánuðum
Alveg sammála Stiglitz í þessu. Þetta er mergur málsins hér: “part of the problem came from “confusing means with ends: taking, for instance, privatization or the opening of capital accounts as a mark of success ” Þetta er málið. Þessir þursar eru að rugla saman tilgangi og aðferð. T.d. dugar alls ekki að einkavæða hvað sem er þegar höft og kvaðir sem kyrkja einkavæðinguna eru enn við lýði. Það dugar heldur ekki að flytja bara inn fjármagn þegar fjárfestingatækifæri í landinu eru takmörkuð...

Re: Nýjar hugmyndir

í Stjórnmál fyrir 21 árum, 10 mánuðum
“Málið er hinsvegar það að svona stofnanir og valdamiklir aðilar sem misnota vald sitt verða alltaf til og þessvegna gengur ekki að hafa algjörlega frjálsan markað án nokkurra afskipta ríkisins.” Já það verða alltaf til glæpamenn. Það þarf alltaf afskipti ríkisins af glæpum. Það verða líka alltaf til hálfvitar. Ég held að WB flokkist frekar undir það síðara. Þeir gerast sekir um að dreifa út misskilningi og gera það með merkjum fyrir því að þeir séu “sérfræðingar”. Þetta er sauðmeinlaust í...

Re: Nýjar hugmyndir

í Stjórnmál fyrir 21 árum, 10 mánuðum
“btw, það er meira um það að hægri menn séu fasískir forsjárhyggjumenn (sbr rebúblikana í bna)” Ekki þykir mér þú þekkja mikið til repúblikana. Ég held að þú hafir demókratana í huga þegar þú hugsar um forsjárhyggjuna. Repúblikanar hafa alla tíð staðið fyrir minni ríkisumsvifum og aukinni einstaklingsábyrgð. Þó eru að sjálfsögðu sauðir innanum sem misskilja stefnu eigin flokks.

Re: Mótmæli

í Deiglan fyrir 21 árum, 10 mánuðum
“Ég er ekki tilbúinn að skrifa undir að verkföll geti talist til ofbeldis” Að neita að vinna en heimta þó greiðslu í krafti yfirgnæfandi fjölda, hvað er það annað en ofbeldi? Að banna mönnum að vinna og refsa verkfallsbrjótum í krafti sama fjölda, hvað er það annað en ofbeldi? Tja, ekki eru það rökræður eða tilsagnir. Það eru þvinganir með valdi.

Re: Hvað er að gerast á huga!!!!

í Deiglan fyrir 21 árum, 10 mánuðum
Það er aldrei gaman að fá skítkast. En það er ekkert sem maður getur í því gert. Bara horfa framhjá því, brosa og slappa af.

Re: Hvað er að gerast á huga!!!!

í Deiglan fyrir 21 árum, 10 mánuðum
Já merkilegt nokk Swandys að ef það á að vera skoðanafrelsi þá er mönnum frjálst að setja út á skoðanir þínar.

Re: Nýjar hugmyndir

í Stjórnmál fyrir 21 árum, 10 mánuðum
“Nú varðandi samkeppni og frjálsan markað þá eru dæmin um allan heim að sýna að þetta er ekki að gera sig.” Þú hlýtur að vera að grínast. Ég ætla að pása aðeins til að reka upp stór augu og draga andann djúpt. Ég veit ekki hvaða samfélagsfræði þú hefur verið að glugga í, en samkvæmt þeirri sem við lesum hérna í raunveruleikanum þá eru þau vestrænu samfélög sem tömdu sér frelsi og frjálst markaðskerfi þau allra hagsælustu í veröldinni. Nú býrð þú einmitt í einu slíku. Öllu heldur, á þeim...

Re: Nýjar hugmyndir

í Stjórnmál fyrir 21 árum, 10 mánuðum
Þessar hugmyndir þínar eru ekkert nýjar. Þetta eru sömu hugmyndir og var haldið uppi af fasistum á 4. og 5. áratug síðustu aldar. Hitler kallaði þetta idealisma, þar sem ríkið tekur ákvarðanirnar samkvæmt einhverri æðri hugsjón og fólkið gerir það sem hinir vitru og mildu leiðtogar ákvarða að sé þeim fyrir bestu. Kommúnistar voru með svipaðar hugmyndir á þeim tíma, að farsælasta stjórnin væri ef aðeins væri einn flokkur og allir væru skyldaðir til að vera sammála um allt. Þá væri aldrei...

Re: Í dag er dagurinn

í Stjórnmál fyrir 21 árum, 10 mánuðum
“Við höfum tvær körfur. Ein þeirra er með 1 fiskbitum og 9 appelsínum. Hin er með 9 fiskbitum og 1 appelsínu.” Lausnin felst í að sleppa þessu körfubrasi og fá sinn fisk beint frá sjómanninum og appelsínuna beint frá bóndanum. Lýðræðið sem þú þráir svo heitt felst ekki í auknu úrvali heldur í auknu frelsi og minna ríkisforræði.

Re: Geðsýkin í kringum Harry Potter

í Deiglan fyrir 21 árum, 10 mánuðum
Ég hrópa nú bara húrra fyrir því að börn á öllum aldri skuli nenna því að lesa bók sem er lengri en Njáls Saga. Lestur slíkrar bókar hlýtur að hafa jákvæð áhrif á orðaforða og stafsetningu, lesskilning, lestrarhraða, o.s.frv. Það er ekkert nema gott um það að segja og kemur til með að hjálpa þessum krökkum í námi og starfi seinna meir.

Re: Mótmæli

í Deiglan fyrir 21 árum, 10 mánuðum
Mótmæli, nei takk. Rökræður, já takk. Mótmæli á borð við þau sem Frakkar temja sér eru fyrir þá sem telja að þeir geti náð sínu fram með beitingu valds. Þá sem hafa skapað sér mynd af veröldinni og gera ráð fyrir því að ef veröldin passar ekki við hugmyndir þeirra þá sé það veröldin, en ekki hugmyndirnar, sem er röng. Spörk í rassa, tómatakast, verkföll, röskun samganga, og rollusigun er ekkert annað en ofbeldi. Þú verður ekkert betri þjóðfélagsþegn með hávaða og yfirgangi. Þjóðfélagið okkar...

Re: Dagurinn í dag

í Deiglan fyrir 21 árum, 10 mánuðum
Já félagi, kommúnisminn virkar á Íslandi, gimsteinar geta læknað öll mein, og ég er Tony Danza!

Re: Tóbak

í Deiglan fyrir 21 árum, 10 mánuðum
Fyrirtaks grein. Sverð og skjöldur frelsinu til liðs. Samdir þú þessa bögu í endann?

Re: Handstýring á verðmæti Íslensku krónunar

í Stjórnmál fyrir 21 árum, 10 mánuðum
“heldur á hann að halda verðbólgu niðri” Þetta finnst mér alltaf jafn fyndið. Bæði leikmenn og stjórnmálamenn, og meira að segja hagfræðingar hjá seðlabankanum tala um verðbólgu eins og það sé eitthvað óstöðvandi náttúruafl. Sannleikurinn er sá að verðbólga er meðvituð aðgerð og gerist ekki að sjálfu sér. Verðbólga á sér stað þegar verðgildi hverrar krónu er lækkað vísvitandi. Seðlabankinn gerir þetta með gengisfellingum, eða öllu heldur með því að setja aukið magn af peningum í umferð. Í...

Re: Hundsa/Hunsa

í Tilveran fyrir 21 árum, 10 mánuðum
Ofboðslega kunna menn illa íslenskuna sína, en sjá sig þó knúna til að gefa svar við þessari spurningu þinni. Það er rétt hjá þér að maður hunsi fólk. Að hunsa er að sleppa; hlaupa yfir; gefa engan gaum; hafa að engu; virða að vettugi; láta sem maður sjái ekki; líta framhjá. Stafsetningarorðabókin mín inniheldur ekki orðið “hundsa”, en íslensk-enska orðabókin segir að það þýði “scout” og sé sagnorð.
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok