Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

Re: spurningar um

í Deiglan fyrir 21 árum, 9 mánuðum
“Hefur einn maður grundvallar mannréttindi til að neita hinum um mat og þarmeð réttindi þeirra til lífs, byggðan á eignarrétti sínum?” Já. Hann hefur einnig rétt til að deila mat sínum með félögum sínum. Honum er það frjálst því hann á matinn. Hins vegar er líklegt í þessu dæmi þínu að hinir tveir noti yfirgnæfandi vald (tveir á móti einum) til að taka matinn frá honum. Það er sambærilegt því þegar nokkur hundruð þúsund manns hafa stofnað lýðræði og kjósa í yfirgnæfandi mætti sínum að...

Re: spurningar um

í Deiglan fyrir 21 árum, 9 mánuðum
“Að lokum langar mig að spyrja þig hverning hið algilda réttindalögmál samræmist bönnum á framleiðslu kjarnorku og sýklavopna” Hérna er grátt svæði. Eða ef til vill margrætt vandamál sem er flóknara en virðist í fyrstu. Til dæmis: Hvenær er kjarnorka vopn? Hvenær eru sýklar vopn? Hvenær brýtur vopnaeign eins réttindi annars? Síðustu spurningunni er ef til vill auðveldast að svara, að minnsta kosti að hluta, því eðlismunur er á vopnum og fjöldamorðsvopnum. Ef nágranni þinn á tvíhleypu er í...

Re: spurningar um

í Deiglan fyrir 21 árum, 9 mánuðum
Fyrirgefðu, ég ýtti óvart á enter út fyrir litla glugann… þetta var ekki allt svarið. Ég fjallaði áður um mannréttindasáttmála sameinuðu þjóðanna, og þér er velkomið að blanda þér í þá umræðu. Þessi grein hvarf í kosningaáróðurinn á sínum tíma, en það gleður mig að sjá hér í svari þínu að menn hafa áhuga á að spyrja hvað réttindi séu og hvers vegna. http://www.hugi.is/daegurmal/greinar.php?grei n_id=16324137 “Auðvelt er að ímynda sér samfélagsfyrirkomulag þar sem ákveðin svæði eru boðin út...

Re: spurningar um

í Deiglan fyrir 21 árum, 9 mánuðum
“Þú talar mikið um svokölluð ”réttindi“ hvaða réttindi ertu að vísa til…” Réttindi til lífs og frelsis til athafna. Af þeim rétti getum við dregið rétt til eigna, skoðanafrelsi, málfrelsi, o.s.frv. “og samkvæmt skilgreiningu hvers?” Samkvæmt skilgreiningu hvers og eins. Réttur hvers og eins felur í sér hans eigið líf og hans eigið frelsi. Algjöran rétt á valdi yfir sinni eigin persónu, sínum hugsunum, sínum gjörðum og atorku. Ef allir hafa þann sama rétt, hver fyrir sig, þá er það augljós...

Re: Samkeppni: sumum skylda, öðrum bönnuð

í Deiglan fyrir 21 árum, 9 mánuðum
“það að finnast réttindi þessa mans til að koma svona fram við hina vera mikilvægari en réttindi þessara hunduða þúsunda…ÞAÐ ER HREIN OG BEIN SIÐBLINDA” Sammála þessu. Það að finnast réttindi eins (öllu heldur sín) mikilvægari en réttindi annarra er ákveðin siðblinda. En að finnast réttindi sín eða einhvers annars mikilvægari en “lífsgæði” annars er alls ekki siðblint. Það er einmitt þess vegna sem þetta eru réttindi. Sjáðu til, annars vegar erum við að tala um réttindi, hins vegar um...

Re: Samkeppni: sumum skylda, öðrum bönnuð

í Deiglan fyrir 21 árum, 9 mánuðum
“Þetta heitir að vera siðblindur” Að vera siðblindur er allt annar hlutur. Flettu orðinu upp í orðabók. “En beisiklý er siðblinda það að vera nákvæmlega sama um það að aðgerðir sínar eða annarra geti haft slæm áhrif á aðra” Hvernig er það þá ekki siðblinda að fórna réttindum eins manns fyrir skoðanir annarra manna? Hvernig er þeim mönnum ekki sama um að aðgerðir þeirra hafi slæm áhrif á líf umrædds manns?

Re: Samkeppni: sumum skylda, öðrum bönnuð

í Deiglan fyrir 21 árum, 9 mánuðum
“Bandaríkin sem er stórt land hefur mismunandi lög eftir fylkjum” Mismunandi lög en sömu réttindi. Réttur er óhagganlegur og óafturkallanlegur. Lög eru síbreytileg og byggja á réttindum, ekki öfugt. “Alþingi hefur fullan rétt til þess að setja lög eins og þeim sýnist.” Nei. Alþingi hefur aðeins leyfi (og alls engan rétt) til að setja lög innan ramma stjórnarskrár lýðveldisins. “Hvað er rangt við að ríkisstjórnin geri það að sýnu máli ?” Vegna þess að ríkisstjórnin er vald. Beiting ríkisvalds...

Re: Samkeppni: sumum skylda, öðrum bönnuð

í Deiglan fyrir 21 árum, 9 mánuðum
“Ég væri alveg sammála þessu ef ég ætti heima í Bandaríkjunum eða eitthvað þar sem milljónir manna búa… mörg fyrirtæki og samkeppni er mikil.” Það skiptir ekki máli hvar þú átt heima, réttur þinn er sá sami. Eigendur fyrirtækja á Íslandi eru ekki réttlægri fyrir það eitt að hafa stofnað fyrirtæki sitt á Íslandi en ekki í Ameríku. “Hvað eigum við að gera ? Panta bensín af netinu ?” Útvegaðu þér eldsneyti á þann hátt sem þér sýnist, það kemur engum við nema þér. Það einfaldlega vill svo til að...

Re: Samkeppni: sumum skylda, öðrum bönnuð

í Deiglan fyrir 21 árum, 9 mánuðum
“Alveg eins og maður getur bara drullað sér burt og verslað annar staðar… geta þeir alveg eins bara drullað sér burt ef þeim líkar ekki við lögin í landinu. Ég var aldrei að tala um að neyða fólk burt.” En lög eru í eðli sínu neyðing. Það eru allir tilneyddir að fara eftir lögum ellegar að sæta ofbeldi. Lögin eru ekki geðþótti, þau eru ekki rökfærslur, þau eru ekki ábendingar eða tiltölun, þau eru vald. Og í frjálsu samfélagi ber valdi aðeins að beita til verndunar réttinda. Persónulegt val...

Re: Samkeppni: sumum skylda, öðrum bönnuð

í Deiglan fyrir 21 árum, 9 mánuðum
“Þú varst að segja að það ætti ekki að traðka á minnihlutahópum” Það ætti ekki að traðka á neinum. Ekki á neinum einstaklingi. Einstaklingurinn er minnsti minnihlutahópurinn, því það er enginn hópur minni en einn maður. “þá ættu morðingjar að geta sagt það sama alveg eins og minnihlutahópurinn sem er á móti þessum lögum um samkeppni” Nei, það er eðlismunur þarna á. Morðingjar eru réttindabrótar af versta tagi því hver einstaklingur hefur rétt til lífs. Lögin eru til staðar til að tryggja...

Re: Samkeppni: sumum skylda, öðrum bönnuð

í Deiglan fyrir 21 árum, 9 mánuðum
“Ég meina ég vil kannski lögleiða barsmíðar á fólki og morð jafnvel… finnst eins og það ætti að vera leyfilegt.” Hvernig dettur þér það í hug? Barsmíðar og morð eru réttindabrot og ofbeldi. Við erum að tala um verðlagningu á vörum og þjónustu hérna. Það felst ekkert ofbeldi í verðlagningu. Ekkert réttindabrot. Skilurðu eðlismuninn þarna á morði og okri?

Re: Samkeppni: sumum skylda, öðrum bönnuð

í Deiglan fyrir 21 árum, 9 mánuðum
“Það gildir lýðræði og fólk vill ekki láta fyrirtæki vaða yfir sig.” Það er einmitt skilgreiningin á lýðræði: að meirihlutinn hafi leyfi til að vaða yfir réttindi fólks. Annars er Ísland ekki hreint lýðræði heldur stjórnarskrárbundið lýðveldi. Stjórnarskráin tryggir einstaklingum réttindi sem lýðurinn má ekki ganga á. “Ef þér líkar það ekki þá getur þú bara flutt erlendis” Já, á ekki bara að þvinga menn úr landi af því að þeir eru ekki sammála meirihlutanum? Hoppa bara í sjóinn? Gerirðu þér...

Re: Samkeppni: sumum skylda, öðrum bönnuð

í Deiglan fyrir 21 árum, 9 mánuðum
“þar með er markaðurinn ekki lengur frjáls” Þú ert að misskilja hvað frjáls markaður er. Það brýtur ekki frelsi neins að það fyrirfinnist aðilar í einokunarstöðu. Markaðurinn er frjáls á meðan valdi er ekki beitt í staðinn fyrir viðskipti. “Eina valið sem við höfum er hvort valdið yfir markaðnum sé í höndum stærsta aðilanns hverju sinni eða ríkisvaldsins.” Það er ekkert til sem heitir “við”. Og valið stendur alls ekki þarna á milli. Viðskiptaaðili á markaði hefur ekkert vald yfir markaðnum,...

Re: Samkeppni: sumum skylda, öðrum bönnuð

í Deiglan fyrir 21 árum, 9 mánuðum
“Hvað verður til næst? Jafnréttisstofa sem gerir skort á kynjamismunun, kvenfólki í hag, að glæp? Nei hættu nú alveg!” Góður! Hvernig stendur annars á því að ekkert nafn er við svarið hjá þér?

Re: Samkeppni: sumum skylda, öðrum bönnuð

í Deiglan fyrir 21 árum, 9 mánuðum
“Jú, svo er ég líka þvingaður til þess að stela ekki.” Þetta er hreinn útúrsnúningur. Þjófnaður er þvingun. Þvingun á þjófum er því í rétti því þjófurinn er í órétti. Þ.e.a.s. hann hefur brotið eignarrétt annars. Ég ætti kannski að svara þessu með frekari útúrsnúningum. Því að vísu er það ekki rétt að nokkur sé þvingaður til að stela ekki. Þú ert aðeins þvingaður ef þú ert staðinn að því að stela.

Re: Samkeppni: sumum skylda, öðrum bönnuð

í Deiglan fyrir 21 árum, 9 mánuðum
“Hvað ef að öll olíufélögin myndu bara ákveða saman að hækka í næsta mánuði verðið á líter upp í 300 krónur ?” Líklega seldu þeir ekki mikið af eldsneyti þann daginn. Þeir sem selja verða einnig að gera sér grein fyrir hversu hátt verð kaupendur eru tilbúnir að borga. Ef bensínlíterinn er kaupendunum 300 króna virði, þá er ekkert að því að selja líterinn á 300 krónur. Það býður því hins vegar heim að aðrir sjái sér færi á að flytja bensín inn ódýrar. “Hvar á að draga mörkin ?” Hvergi.

Re: Samkeppni: sumum skylda, öðrum bönnuð

í Deiglan fyrir 21 árum, 9 mánuðum
“C'mon, hver er að beita hvern þvingunum?” Þegar Iceland Express kærir til samkeppnisstofnunar þá er það fyrirtæki ekki að beita viðskiptum. Þeir eru að gera upptækar eignir Icelandair og segja “við viljum að þið verðleggið ykkar þjónustu svona en ekki hinsvegin”. Iceland Express leggur ekkert til í staðinn og engin skipti eiga sér stað. Eigendur Icelandair eru þannig þvingaðir til að lúta vilja annarra. Ekki í skiptum fyrir neitt, heldur með valdi.

Re: Samkeppni: sumum skylda, öðrum bönnuð

í Deiglan fyrir 21 árum, 9 mánuðum
“miða við t.d. 1000 á tímann væri einstaklingurinn að tapa 4000 krónum ef hann væri að vinna lengur í stað þess að hjóla í vinnuna” Já merkilegt nokk. Er það þá ekki vægt verð að greiða 100 krónur eða svo fyrir bensínlítrann sem flytti þig sömu leið á tíu sinnum minni tíma? “og jafnvel valda verðbólgu til þess að græða meira sjálfir” Verðbólga er meðvituð ákvörðun stjórnvalda. Að skapa verðbólgu er ekki í valdi fyrirtækja. “en ég vil að ríkið skipti sér af fyrir hag þjóðarinnar ” Það sem þú...

Re: Samkeppni: sumum skylda, öðrum bönnuð

í Deiglan fyrir 21 árum, 9 mánuðum
“Hins vegar ef að stóru fyrirtækin eiga auðvelt með að kæfa smærri samkeppnisaðilana er það ekki gott fyrir hvorki einstaklings- eða þjóðarefnahaginn” Það geturðu ekki vitað fyrr en eftirá. Og það skiptir heldur engu máli. Hvorki einstaklingur né þjóð hefur rétt til að beita aðra aðila þvingunum, stóra eða smáa. Gildir þá einu hvort slíkar þvinganir hafa jákvæð áhrif á persónulegan efnahag þinn eða allrar þjóðarinnar.

Re: Samkeppni: sumum skylda, öðrum bönnuð

í Deiglan fyrir 21 árum, 9 mánuðum
“þá nota þeir sér bara gróðann úr öðrum hlutum samsteipunnar á meðan þeir kæfa fyrirtækið, væri það sanngjarnt?” Já. Athugaðu að þarna á sér engin þvingun stað, aðeins viðskipti. Ekkert ofbeldi, bara verðlækkanir og tilfærslur á fjármunum. Bónus haslaði sér völl á sínum tíma þrátt fyrir harða samkeppni bæði frá Hagkaupum og frá minni aðilum á borð við Plúsmarkaðina sálugu og einnig KEA. Ástæðan fyrir að Bónus haslaði sér völl er ekki að Bónus var verndað undir samkeppnislögum, heldur vegna...

Re: Samkeppni: sumum skylda, öðrum bönnuð

í Deiglan fyrir 21 árum, 9 mánuðum
“Þegar fyrirtæki notar sér aðstöðu sína til að undirbjóða og ganga þannig frá smærri keppendum er það ósanngjörn samkeppni” Hvað með þegar smærri keppendurnir nýta sér ríkisvaldið til að beita stærri keppendurna þvingunum? Er það sanngjarnara? Sanngjarnast væri að réttur allra væri virtur og hver og einn aðili væri frjáls til að bjóða það verð sem vill.

Re: Samkeppni: sumum skylda, öðrum bönnuð

í Deiglan fyrir 21 árum, 9 mánuðum
“Það þurfa allir bensín til þess að keyra bílana sína og bíll er lífsnauðsin í dag ” Það er undir þér komið hvort þú keyrir bílinn þinn eða ekki, hvort þú drekkur mjólk eða borðar kornflex. Margir hjóla til vinnu, ganga eða nýta fjöldasamgöngur. Eldsneyti á bifreið er ekki lífsnauðsyn, og þó svo væri þá eru olíufélögin ekki skyldug til að framfleyta lífi þínu á einn eða annan hátt. Þér er frjálst að afla þér eldsneytis á bifreið þína með öðrum leiðum en gegnum olíufélögin, en það er nærri...

Re: Samkeppni: sumum skylda, öðrum bönnuð

í Deiglan fyrir 21 árum, 9 mánuðum
Samkeppni er hvorki góð né slæm, enda er ekki samkeppnin sem skiptir máli heldur samkeppnisfrelsið.

Re: Refsum olíufélögunum

í Deiglan fyrir 21 árum, 9 mánuðum
“Eins og þeir noti tækifærið til þess að auka gróðann…” Það er nákvæmlega það sem þeir eru að gera. Enda þjónar olíufélag engum tilgangi öðrum en að græða.

Re: Bensínlausi dagurinn

í Deiglan fyrir 21 árum, 9 mánuðum
“Fáið lánaðan sláttuvéla brúsann hjá nágrannanum ef tankurinn er galtómur!” Kemur það ekki í sama stað niður? Einhver greiddi fyrir bensínið í brúsanum. “Menn geta þá bara fyllt bílinn á fimmtudeginum ef þeir eru að fara eitthvað………” Aftur, kemur það ekki í nákvæmlega sama stað niður? Eina leiðin til að borga minna fyrir bensín er að einfaldlega kaupa minna bensín. Ekki bara einn daginn, heldur alla daga.
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok