Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

Re: Björn Sigurðsson og www.dopsalar.tk

í Deiglan fyrir 20 árum, 1 mánuði
Það er fullt af saklausu fólki á þessum lista, ég þekki einn Hauk Guðmundsson og hann hefur aldrei komið nálægt eiturlyfjum, samt er hann á þessum lista. Já ég hef neitt eiturlyfja eins og tugþúsunir annara íslendinga, er næsta skref kannski að birta mánaðarlega lista í morgunblaðinu yfir þá sem hafa farið í meðferð á Vogi?

Re: Björn Sigurðsson og www.dopsalar.tk

í Deiglan fyrir 20 árum, 1 mánuði
Það eru bara nokkrir handrukkar á þessum lista, eiga hinir skilið að vera dregnir í svaðið fyrir eitthvað sem einhver annar gerði?

Re: 10.000 kr seðill ?

í Tilveran fyrir 20 árum, 1 mánuði
Hefur þetta fólk gert þér eitthvað, þetta er frekar óþroskaður húmo

Re: 10.000 kr seðill ?

í Tilveran fyrir 20 árum, 1 mánuði
Eins og ég segi, þú ert sorglegu

Re: 10.000 kr seðill ?

í Tilveran fyrir 20 árum, 1 mánuði
Ég er ekki að tala um það, heldur að fá einhverja fullnægingu við að bögga afgreiðslufólk í sjoppum og verslunum, ákaflega sorglegt

Re: 10.000 kr seðill ?

í Tilveran fyrir 20 árum, 1 mánuði
Vááááá, hvað þú ert sorglegu

Re: 10 áhrifamestu hljómsveitir sögunnar.

í Músík almennt fyrir 20 árum, 1 mánuði
Ég átti einusinni hund sem hét Kolur… Hann var svartur…. Ert þú svartur?

Re: Smáís auglýsingin!

í Tilveran fyrir 20 árum, 1 mánuði
Ætli það hafi eitthvað farið framhjá þeim að menn hafa verið að stela myndum með svokölluðum “vhs myndbandstækjum” síðustu 30 árin eða svo? Makes you wonder….

Re: Villt ÞÚ kjósa í bandarísku forsetakosningunum?

í Tilveran fyrir 20 árum, 1 mánuði
Auðvitað segist hann ekki vera á móti stríðinu þar sem fullt af bandaríkjamönnum ery fylgjandi því, þessvegna fer hann hálfgerða millileið til að reyna ná kjósendum úr báðum fylkingum, þetta er kallað - pólitík….

Re: Pú og Pa

í Tilveran fyrir 20 árum, 1 mánuði
Mér finnst t.d. fyndin þessi pæling þeirra um að kannski séu þeir bara í helvíti, það er mjög svartur undirliggjandi húmor í þessum sögum, ádeila á trúarbrögð og trúgirni fólks

Re: Það að vera Goth

í Tíska & útlit fyrir 20 árum, 1 mánuði
Ég hlusta ekki á svona bull, ef þú klæðir þig upp í þeim eina tilgangi að vera “öðruvísi” og fokka öllum í kringum þig, þá er ekkert hægt að vera væla ef þú færð það sem þú sækist eftir.

Re: Hvað er í gangi?

í Netið fyrir 20 árum, 1 mánuði
Ef einhver annar hefði verið að nota notendanafnið þitt og lykilorð þá hefðir þú stöðugt verið að detta út þegar viðkomandi hefur tengt sig inná þitt notendanafn, þða hefði ekkert farið fram hjá þér og þú værir löngu búinn að hringja í margmiðlun til að fá lausn á þannig vandamáli

Re: Opið bréf til heilbrigðisráðherra, Jóns Kristjánssonar

í Stjórnmál fyrir 20 árum, 1 mánuði
Hvar sagði ég að reykingar væru í lagi? Ég er bara að mótmæla þessari forræðishyggju, það kemur þér ekkert við hvort ég annaðhvort reyki sígarettur eða borða óhollan mat… Það er mitt val, það er líka mín ákvörðun hvort það má reykja heima hjá mér, eða á skemmtistaðnum mínum…

Re: Misskilin pólitík? - uf.is- Che guevara

í Deiglan fyrir 20 árum, 1 mánuði
Ég persónulega myndi ekki vilja eyða ævinni í að gera ekki neitt, hef meiri metnað en það. Ætli það sé ekki ástæðan hjá mörgum. En það er samt ekki mikið talað um það, en það er umtalsverður fjöldi flóttamanna sem snúa aftur til Kúbu þegar þeir sjá að þeir þurfa virkilega að hafa fyrir hlutunum hinu megin við hafið, ameríski draumurinn hoppar ekki í fangið á þeim. Þá er gott að vera undir verndarvæng kommúnismans

Re: Misskilin pólitík? - uf.is- Che guevara

í Deiglan fyrir 20 árum, 1 mánuði
Það er alveg rétt, en á móti kemur að þeir eru með mjög fullkomið ókeypis heilbrigðis og menntakerfi (næst lægsta ungbarnatíðni í heimi, á eftir íslandi að sjálfsögðu) Þar sveltur enginn, allir hafa þak yfir höfuðið og vinnuvikan eru einhverjir 20-30 klukkutímar. Sumum þykir það ágætt, en ef þú vilt eitthvað meira þá verðuru að komast eitthvað annað því að þú ert alltaf fastur í sama farinu.

Re: Opið bréf til heilbrigðisráðherra, Jóns Kristjánssonar

í Stjórnmál fyrir 20 árum, 1 mánuði
Viljið fara inná suma staði….. þú verður bara að skilja það að það skiptir engu helvítis máli, þessi staðir eru ekki ríkisreknir og eru ekki opinberir. Þeir eru reknir af einstaklingum sem EIGA þá sjálfir og mega ráða því hvað fer fram þar inni, þeir eru ekki bundnir af neinum lögum um að þeir verði að henta öllum… Annars mæli ég með því eins og bent er á hérna fyrir neðan - LESTU BRÉFIÐ þar eru svör við öllu sem þú ert að halda fram hérna

Re: Opið bréf til heilbrigðisráðherra, Jóns Kristjánssonar

í Stjórnmál fyrir 20 árum, 1 mánuði
Lögin eru ekkert sammála þér, ekki enn allavega. Reykingar eru löglegar, það er bæði löglegt að selja þær, kaupa þær og neyta þeirra. Þessvegna samræmist það ekki lögum að ætla banna mér að neyta þeirra á minni eign, ekki nema með því að banna þær með öllu.

Re: Opið bréf til heilbrigðisráðherra, Jóns Kristjánssonar

í Stjórnmál fyrir 20 árum, 1 mánuði
Það kemur þér heldur ekkert við ef ég sit inná kaffihúsi sem leyfir reykingar og reyki og þú situr inná stað sem bannar þær og reykir ekki. Ég er alveg sammála því að það er ógeðslegt að reykja yfir börnin sín, enda held ég að enginn með fullu viti geri það

Re: Opið bréf til heilbrigðisráðherra, Jóns Kristjánssonar

í Stjórnmál fyrir 20 árum, 1 mánuði
Ég er að bera saman offitu og reykingar, sem eiga það saman valda flestum dauðsföllum á ári í BNA og fljótlega hér líka. Rökin þín fyrir því að banna mér að reykja eru þau að það sé skaðlegt og drepi mig en samt neitaru að sjá samhengið í því að ef ég er of feitur og geri ekkert í mínum málum þá drepur það mig líka. Ég get bara ekki séð hvað er fáránlegt við þessi rök… Það þykir sjálfsagt að ráðast á fólk sem reykir og benda þeim á hvað þetta er skaðlegt o.s.frv. ókunnugt fólk segir þetta...

Re: Opið bréf til heilbrigðisráðherra, Jóns Kristjánssonar

í Stjórnmál fyrir 20 árum, 1 mánuði
Þú verður að fyrirgefa en ég skil ekki þetta svar. Ég er ekkert að bera saman ólíka hluti, þín rök fyrir því að það eigi að banna þetta eru þau að þetta sé lífshættulegt og ég bendi í staðinn á að offita er lífshættuleg líka, samt er hún ekki bönnuð. Ekki koma með þvæluna um þetta skaði aðra því eins og oft hefur komið fram hérna þá er enginn neyddur til að fara inná staði þar sem fólk er að reykja, ekkert frekar en hamborgurum er troðið ofan í fólk, þetta er val einstaklingsins

Re: Opið bréf til heilbrigðisráðherra, Jóns Kristjánssonar

í Stjórnmál fyrir 20 árum, 1 mánuði
Það kemur umræðunni alveg helling við, ég þoli ekki þetta eilífa væl um forræðishyggju sem er alveg óþolandi. Ef ÉG kýs að setjast inná kaffihús eða skemmtistað þar sem EIGANDI þess staðar hefur kosið að leyfa mér að reykja þar inni, þá kemur það þér sem reyklausum manni ekkert við, þú getur bara farið á einn af þeim fjölmörgu stöðum sem eru reyklausir og látið mig í friði. Hvað starfsfólkið varðar þá veit það alveg að það er reykt inná staðnum þegar það ræður sig í vinnu og það veit að það...

Re: Opið bréf til heilbrigðisráðherra, Jóns Kristjánssonar

í Stjórnmál fyrir 20 árum, 1 mánuði
Það neyðir enginn hvorki gesti til að koma inná þessa staði eða fólk til að vinna á þeim, þessi rök eiga einfaldlega ekki við…..

Re: Opið bréf til heilbrigðisráðherra, Jóns Kristjánssonar

í Stjórnmál fyrir 20 árum, 1 mánuði
“Í lýðræðisríki þá ræður stundum meirihlutinn hvernig hlutunum er hagað. Í þessu tilfelli þá á að setja reykingabann. Reykingamaður getur farið hvert sem hann vill og ekki reykt.” Í Bandaríkjunum á sínum tíma var meirihluta manna fylgjandi þrælahaldi, þýðir það að það hafi verið í lagi - Nei, snýst um frelsi einstaklingsins Á sínum tíma var meirihluti fólks á móti rokktónlist, taldi hana koma frá djöflinum. (fólk var meira segja stundum neytt til að hlusta á hana) - Þýðir það að rokktónlist...

Re: Opið bréf til heilbrigðisráðherra, Jóns Kristjánssonar

í Stjórnmál fyrir 20 árum, 1 mánuði
Afhverju opnar þú þá ekki bara reyklausan skemmtistað, fyrst að 75% fólks er hlynnt þessu banni þá hljóta þau að flykkjast inná staðinn til þín og þú græðir miljónir, er það ekki?

Re: Opið bréf til heilbrigðisráðherra, Jóns Kristjánssonar

í Stjórnmál fyrir 20 árum, 1 mánuði
“Verð að segja að þetta eru alveg skelfilegar líkingar hjá þér, hlægilegar, allt þetta sem þú nefndir getur ekki orsakað að annað fólk deyji, eða stytt líf þess.” Hann kom með ekki færri en tvær tillögur þar sem koma alveg í veg fyrir að reykingafólk sé að reykja ofan í aðra en sjálfa sig svo ferð þú eitthvað að væla um óhollustu, ég reiknaði bara með að þú værir að tala um það sem reykingamenn gerðu sjálfum sér, alveg eins og feitt gerir sjálfum sér líka. Svo er það nú oft þannig að börn...
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok