Í þínum sporum myndi ég kanna hjá hljóðfæraverslunum hvað þeir eiga af hljóðfærum á gömlu verði. Einnig myndi ég skoða notað. Það er bara ekkert vit í að vera að kaupa sér nýjar græjur í dag :/ því miðu
Þú lækkar volumið á annaðhvort distortion rásinni á magnaranum, eða lækkar output volumið á distortion pedalnum. Annars er ágætt að hafa cleanið dash-hærra en distortionið, því oft ertu að spila fastar (harðari kafla) með distortionið á. While you're at it lækkaðu líka gainið/distortionið. Mistök sem eiginlega allir gítarleikari sem ég lendi í að vinna með eru einfaldlega að nota alltof mikið gain! Þegar ég sándtékka bönd þarf ég oft að byrja á því að lækka gainið um svona 2/3 hjá báðum...
Þetta er alltsaman bara helvítis sarg og hávaði :@ Neinei, þetta var yndislegt, samtals var mæting um 200 manns. Aðgangseyrir rennur að langflestu leiti í að bæta æfingaraðstöðuna sem húsið býður uppá, sem er frábært.
Disturbing boner eru með “Bryndís” live video á YouTube hafðu samband við gusti (at) voice.is varðandi að fá að nota það (og fá það kanski í betri en youtube gæðum) ef þú vilt.
for the last time, eggjabakkar (eða eplabakkar ef því er að skipta) hljóðeinangra nákvæmlega ekki neitt.. Þetta í mesta lagi virkar mjög takmarkað sem absorber og mögulega diffuser fyrir hæstu tíðnirnar. Nokkrir þræðir um þetta hérna og á /hljodvinnsla
veit ekki hvernig þetta er með Ashdown, en á Eden-Nemesis þá er hægt að nota “Tuner Out” til að tengja marga magnara saman (það er mas. bent á það í manualnum. Þeas. þá úr “Tuner Out” á fyrsta magnaranum og í “Instrument In” á næsta magnara.
Nei held það ætti svosem ekki að vera vandamál, þar sem að hann er auðvitað að fá eitthvað sánd úr einhverjum magnara, það er bara tölvumagnari :P Þetta teip fremst á SM-inum er bara til að merkja hvaða SM ég á og hvað vinur minn á:P
Keilur geta samt skemmst án þess að rifna. Ég á t.d. 2x12" bassabox, og báðar keilurnar eru ónýtar, það sér ekki á þeim, en spólan í seglinum brann við of mikið álag.
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..