Ég held einmitt að allir hafi í sér þetta, að vilja frekar varðveita eitthvað líf en ekkert, ef þess er kostur. Við erum nefnilega sjálfselsk, en það víkkar, fyrst viljum við bjarga afkvæmum okkar, svo okkur sjálfum, svo öðrum vinum og ættingjum, næst er oftast fólk frá sama landi/kynstofni/trúarbrögðum (mismunandi eftir fólki), þarnæst viljum við helst bjarga manneskjum, en svo vandast málið, við viljum frekar bjarga apa en kengúru, frekar kengúru en humri, frekar humri en býflugu, frekar...