Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

Adddi
Adddi Notandi frá fornöld 41 ára karlmaður
208 stig
Betur sjá augu en eyru

Re: Stærsta hryðjuverk sögunnar

í Sagnfræði fyrir 19 árum, 11 mánuðum
Hvernig er þetta meira en þegar Dresden var jöfnuð við jörðu með hefðbundnum sprengjum? Það tók vissulega lengri tíma, og var erfiðara í framkvæmd, en mannfall var miklu meira og eiginlega ógeðfeldara líka. Málið er líka að í seinni heimsstyrjöldinni gerðust hlutir sem láta nútíma stríð, eins og í Írak og Víetnam t.d. líta út fyrir að vera beinlínis hlýleg og góð. Aðgerðir framkvæmdar af báðum hliðum, þó Nasistarnir hafi líklega verið aðeins úthugsaðari og samviskulausari í sinni mannvonsku....

Re: Character Building Keppni II Tilraun 2

í Spunaspil fyrir 19 árum, 11 mánuðum
Ég er hér að endursetja character úr hinni keppninni, þarsem engin niðurstaða fékkst þaðan. Þetta er semsagt D&D 3.5, spilað í góðri pakka-sögu sem heitir “City of the Spider Queen” og gerist í Forgotten Realms. Smá tölfræði upplýsingar fyrst. Kassandra Soelgard LE Human female, Rogue7/Assassin7. str.14 dex.16 con.14 int.20 wis.9 cha.17 Feat: Quick draw, Combat Expertise, Improved Feint, Iron Will, Two Weapon Fighting og Weapon Finesse Síðan ég póstaði á hinum þræðinum hefur útbúnaðurinn...

Re: að gera morrowind að áhugamáli

í Hugi fyrir 20 árum, 2 mánuðum
Heldurðu virkilega að það sé nógu mikill áhugi hér til að halda uppi áhugamáli? Nógu mikill til að menn séu að skrifa greinar, korka og senda inn skoðanakannanir? Í einhvern lengri tíma? Þessi leikur er orðinn gamall nú þegar, ég efast um að áhugamál um hann yrði langlíft. Þetta er ástæðan fyrir því að það eru til sameinuð áhugamál fyrir svona leiki. Ég held einmitt að Huga fólkið sé frekar að reyna að fækka áhugamálunum akkúrat núna.

Re: Viggo er alvöru leikari!

í Kvikmyndir fyrir 20 árum, 3 mánuðum
Viggo er einn af mínum uppáhalds leikurum, sem er mikill heiður(af minni hálfu), þar sem ég held bara upp á tvo aðra leikara, Sean Connery og John Cleese.

Re: Viggo er alvöru leikari!

í Kvikmyndir fyrir 20 árum, 3 mánuðum
Viggo er einn af mínum uppáhalds leikurum, sem er mikill heiður(af minni hálfu), þar sem ég held bara upp á tvo aðra leikara, Sean Connery og John Cleese.

Re: Ghost in the shell

í Anime og manga fyrir 20 árum, 3 mánuðum
Las teiknimyndasöguna, frekar góð.

Re: Michael Moore áróður.

í Deiglan fyrir 20 árum, 3 mánuðum
Michael Moore kemur með nauðsynlega gagnrýni, það veit það hver maður að vitræn gagnrýni er nauðsynleg í lýðræðisríkjum. Það þýðir samt ekki að það sé neitt gáfulegra að taka öllu sem hann segir sem heilögum sannleik en að kokgleypa allt sem George W. Bush segir. Það sem Moore segir er þarmeð einn af mörgum þáttum sem maður á að taka tillit til við að mynda sér álit. Persónulega hef ég áhuga á því sem hann segir, því margt af því er satt og rétt og nauðsynlegt að komist á framfæri. Á hinn...

Re: Character Building Keppni

í Spunaspil fyrir 20 árum, 3 mánuðum
Fer ekkert að styttast í að við fáum úrslitin?

Re: Mitt uppáhald.

í Spunaspil fyrir 20 árum, 4 mánuðum
Edith minnir mig soldið á Doc Holliday.

Re: My favorite one :)

í Spunaspil fyrir 20 árum, 4 mánuðum
Augljóst að DMinn þinn hefur gaman af R.A. Salvatore. Artemis Entreri er æðislegur character. Þinn var fínn líka. Hefði verið gaman að fá meiri bakgrunnssögu samt, þó sögur af spilinu sjálfu séu alveg ágætar.

Re: Barnaníðingar og Biblían

í Stjórnmál fyrir 20 árum, 4 mánuðum
I fyrsta lagi trúir því engin vísindamaður að Adam og Eva sagan sé sönn bókstaflega. Í öðru lagi væri samt ekki hægt að nota þetta sem rök fyrir einu eða neinu lögfræðilega, ég neita að búa í ríki sem byggir sín lög á trúarbrögðum, og í raun finnst mér endalaust bögg að það sé ekki löngu búið að aðskilja ríki og kirkju endanlega. Í þriðja lagi er það hárrétt hjá þér að það er svívirðilegt hvað barnaníðingar komast langt, og hvað þeir nást seint og illa. Við megum samt ekki gleyma því að...

Re: Character Building Keppni

í Spunaspil fyrir 20 árum, 4 mánuðum
Takk fyrir það. ójá, kannski ég taki fram að hún berst með tveimur +1 Acidic Daggers, og notar +1 studded leather brynju sem gefur +5 bónus í hide og move silently. Fékk hnífana af tveimur drow priestesses sem voru með fyrstu óvinunum sem við lentum á.

Re: Sál til sölu

í Tilveran fyrir 20 árum, 4 mánuðum
Auðvitað er ég bróðir Guðjóns. Hvernig spyrðu?<br><br>Betur sjá augu en eyru

Re: Sál til sölu

í Tilveran fyrir 20 árum, 4 mánuðum
Ástæðan fyrir því að maður ætti aldrei að selja sál sína er tvískipt. Annaðhvort er sálin til eða ekki. Ef sálin er ekki til ætti maður ekki að reyna að selja hana, því að það eru svik að reyna að selja eitthvað sem ekki er til. Ef sálin er til ætti maður ekki að selja hana því hún gæti komið að gagni.<br><br>Betur sjá augu en eyru

Re: Character Building Keppni

í Spunaspil fyrir 20 árum, 4 mánuðum
Datt í hug að senda inn character sem ég er að nota í spili þessa dagana, við erum að spila D&D 3.5, með góða pakka-sögu sem heitir “City of the Spider Queen” og gerist í Forgotten Realms. Smá tölfræði upplýsingar fyrst. Kassandra Soelgard LE Human female, Rogue7/Assassin7. str.14 dex.16 con.14 int.20 wis.9 cha.17 Helstu skills eru bluff tengdar, en einnig ágætlega mikið í search, disable og open lock og reyndar heilum helling af skills (sjá int:20) Sagan sjálf gengur út á það að hún ólst...

Re: Skyldleiki.

í Deiglan fyrir 20 árum, 4 mánuðum
Þú mátt ekki giftast einhverjum ef þið eruð systkini, og heldur ekki ef annað ykkar er beinn afkomandi hins. Næstum allir Íslendingar eru skyldir í 7. eða 8. lið í mesta lagi, flestir í 4.-5. lið. Ef fólk vill skal ég segja nákvæmlega af hverju það er óæskilegt að skyldir einstaklingar eignist saman börn, en nú er ég þreyttur svo ég nenni ekki að skrifa það nema ég viti að einhver ætli að lesa það.

Re: Enterprise, síðari hluti af Season 3

í Sci-Fi fyrir 20 árum, 6 mánuðum
Þú hefðir átt að horfa á allt season 3 í einu eins og ég. Vinur minn náði í það á netinu og við fórum frá þætti 1 upp í þátt 20 á einni helgi, og fórum svo upp í þátt 23 tveim gögum síðar. Nú erum við bara að bíða eftir síðasta þættinum. Ég veit hvað þú átt við, þáttur endar og maður hugsar bara “AAARRRGGG ÉG VERÐ AÐ SJÁ NÆSTA ÞÁTT STRAX!!!” sem betur fer gátum við það alltaf…þartil núna :( Þetta er drulluspennandi. Þetta er besta serían ennþá af Enterprise, miklu betri en Voyager og kemst...

Re: Um Anarkisma

í Stjórnmál fyrir 20 árum, 6 mánuðum
Gallinn við menn er að fæstir treysta sér til að takast á við lífið og tilveruna einir og sér… þess vegna hefur alltaf verið og mun alltaf vera hópamyndun. Ef engar væru ríkisstjórnir myndu þeir sterku geta gert hvað sem þeir vildu. Alveg þartil þeir sem eru ekki jafn sterkir myndu fatta að mynda hópa til að standa upp á móti þeim. Þá myndu þeir sterku mynda hópa til að standa upp á móti hópunum sem voru myndaðir til að standa upp á móti þeim. Þá erum við komin með fullt af “factions” sem...

Re: Stríð og friður (en sú klisja að velja svona nafn)

í Sagnfræði fyrir 20 árum, 6 mánuðum
hehe, já, hugsaðu þér, þessi langloka átti upphaflega að vera svar, en varð svo langt að ég gerði það að sér grein. Og jafnvel sem grein er hún aðeins of löng.

Re: Hvert er þitt álit á stuttm.k. sem vann í PoppTV ?

í Kvikmyndagerð fyrir 20 árum, 6 mánuðum
Slappaðu af. Þetta var um hjón sem fóru að sofa, og konan var að tyggja tyggjó. Um nóttina eða morguninn eftir, man ekki hvort, vaknar kallinn og getur ekki hreyft vinstri hendina og heldur að hann sé að fá hjartaáfall. Eftir þónokkrar fortölur trúir konan hans að hann sé ekki að grínast og fer og hringir í sjúkrabíl. Á meðan kemur sonur þeirra inn og þarf að tala við pabba sinn um eitthvað. En meðan þeir eru að tala kemur konan hlaupandi inn, ýtir stráknum svo hann dettur í jörðina og...

Re: Hvert er þitt álit á stuttm.k. sem vann í PoppTV ?

í Kvikmyndagerð fyrir 20 árum, 6 mánuðum
Ég var að búast við einhverju frekar góðu, Íslendingar eru yfirleitt frekar fyndnir, og ég átti von á því að a.m.k. þeir sem ynnu myndu gera fyndið myndband. Ég varð fyrir þó nokkrum vonbrigðum, atriðið var langdregið, hugmyndin asnaleg og ekki fyndið á nokkurn hátt. Sorrí ef sá sem gerði myndbandið er að lesa, ég er ekkert að reyna að vera leiðinlegur, en mér fannst þetta bara alveg ótrúlega leiðinlegur sketch. Ef það er einhver bót þá fannst mér hann ágætlega leikinn samt, miðað við að...

Re: Stríð og friður (en sú klisja að velja svona nafn)

í Sagnfræði fyrir 20 árum, 6 mánuðum
Og það má ekki heldur gleyma því að þeir bandaríkjamenn sem seldu Írökum vopn voru aðrir Bandaríkjamenn en fóru og gerðu innrás. Það er ekki beinlínis hægt að nota lélegar ákvarðanir fyrri ríkisstjórna sem rök gegn sitjandi ríkisstjórn, þetta eru aðrir menn.

Re: Stríð eru aldrei nauðsynleg

í Heimspeki fyrir 20 árum, 6 mánuðum
Apahópar berjast um landssvæði og mat, og kvenapa. Ljónahópar eru líka mjög terretorial

Re: Stríð og friður (en sú klisja að velja svona nafn)

í Sagnfræði fyrir 20 árum, 6 mánuðum
Góðar pælingar Moondance

Re: Stríð og friður (en sú klisja að velja svona nafn)

í Sagnfræði fyrir 20 árum, 6 mánuðum
Hvað ertu gamall Hrói? Ekkert til að móðga þig eða neitt, mér finnst bara soldið eins og þú hafir bara kokgleypt það sem andstæðingar innrásarinnar hafa sagt án þess að hugsa fyrir sjálfan þig. Það væri Alveg jafn heimskulegt að kokgleypa allt sem Bush segir, enda er maðurinn fífl. Það sem lesa má úr mínum skrifum er að ég er sáttur við innrásina í Írak þrátt fyrir að Bush sé fífl, og þrátt fyrir að alls kyns rangupplýsingar og vitleysur, einfaldlega vegna þess að ástandið í Írak fyrir...
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok