Mér finnst í fyrsta lagi að það eigi að aðskilja ríki og kirkju, alveg strax í gær. Fólk ætti að geta fengið borgaralega giftingu hjá ríkinu, alveg burtséð frá kyni, en kirkjunnar menn réðu því svo alveg sjálfir hverja þeir vilja gifta, miðað við hvernig þeir túlka biblíuna. Ég er alveg sammála því að ef biblían mótmælir því að fólk sofi hjá öðrum af sama kyni, þá er hún líklega á móti því að gifta fólk af sama kyni. En þar sem ég er gagnkynhneigður og trúlaus, þá gæti mér ekki verið meira sama.