Gull er frumefni, öll atómin í því eru gull-atóm (þ.e.a.s. ef það er hreint gull, ekki blandað). Gull hefur efnatáknið Au, og sætistöluna 79. Það þýðir að í hverju gull atómi eru 79 róteindir, atómmassi Gulls er eins vegar 197, sem segir okkur að einnig séu 118 nifteindir í kjarnanum, þar sem bæði róteind og nifteind hafa u.þ.b. sama massa sem er einn atómmassi. Í hverju atómi eru svo jafn margar rafeindir og róteindir, svo að í hverju Gull atómi eru 79 rafeindir, þar af eru 2 svokallaðar...