Gleymt lykilorð
Nýskráning
Bardagaíþróttir

Bardagaíþróttir

3.896 eru með Bardagaíþróttir sem áhugamál
17.094 stig
372 greinar
2.872 þræðir
7 tilkynningar
5 pistlar
797 myndir
504 kannanir
33.254 álit
Meira

Ofurhugar

HwaRang HwaRang 2.584 stig
loco loco 1.014 stig
Freestyle Freestyle 674 stig
qeySuS qeySuS 332 stig
Nekron Nekron 328 stig
seungsang seungsang 314 stig
Khan Khan 302 stig

Stjórnendur

Öðruvísi armbar (6 álit)

Öðruvísi armbar Jeremy Horn tappar Chael Sonnen á flottum modified triangle armbar. Þessi útgáfa af lásnum sést sjaldan í MMA.

UFC 95 á laugardaginn (8 álit)

UFC 95 á laugardaginn Margir efnilegir bardagar þarna.Keppnin fer fram í O2 höllinni í London og hefst kl. 21.

Joe Stevenson vs. Diego Sanchez
Dan Hardy vs. Rory Markham
Nate Marquardt vs. Wilson Gouveia
Demian Maia vs. Chael Sonnen
Josh Koscheck vs. Paulo Thiago

Terry Etim vs. Brian Cobb
Junior Dos Santos vs. Stefan Struve
Mike Ciesnolevicz vs. Neil Grove
Per Eklund vs. Evan Dunham
Paul Kelly vs. Troy Mandaloniz

Stevenson vs. Sanchez gæti auðvitað farið hvernig sem er en ég ætla að spá Joe sigri. Sennilega decision fight.
Hardy tekur síðan Markham held ég á TKO og ég ætla að spá Gouveia decision sigri á Marquardt.
Maia submittar Sonnen í annarri lotu.
Koscheck vs. Thiago gæti orðið hörkubardagi. Thiago er með recordið 10-0 en ég held að Josh setji blett á það núna og sigri með decision.

Á undercardinu held ég að Terry Etim sigri Brian Cobb því þrátt fyrir flott record hjá Cobb og hann hafi unnið sigra í síðustu 9 viðureignum sínum þá hefur hann ekki mætt í UFC áður. Þessi bardagi getur þó auðvitað farið á hvorn veginn sem er en ég spái Etim sigri á TKO.
Það verður fróðlegt að sjá Santos gegn Struve því þó Santos sé sjálfur 194cm á hæð þá er Struve 211cm! Ég spái samt þeim smærri sigri á TKO.
Mike Ciesnolevicz gegn Neil Grove gæti orðið hörku bardagi. Báðir eru sennilega lítt þekktir en ég hef t.d. séð Grove í Cage Rage og hann er nagli. Sama má segja um Ciesnolevicz sem var í liði Miletich í IFL. Tvö af þremur töpum hans eru gegn Andre Gusmao sem æfir með Gunna í NY og var í liðinu hjá Renzo Gracie. Hitt tapið hans var split decision. Þannig að ég ætla að spá honum sigri gegn Grove. Sennilega með TKO.Loks held ég að Dunham sigri Eklund á submission og Kelly taki Mandaloniz með TKO.

Hnefaleikakeppni í Keflavík laugardaginn 31. jan. (3 álit)

Hnefaleikakeppni í Keflavík laugardaginn 31. jan. Þetta verða 18 bardagar og Árni Ísaksson þar fremstur í flokki gegn #3 rankaða boxaranum í Danmörku. Sjá nánar frétt um keppnina á vefsetri Mjölnis:
http://mjolnir.is/wordpress/?p=158

Fyrsta innanfélgasmót F.F.C. í BJJ lokið (3 álit)

Fyrsta innanfélgasmót F.F.C. í BJJ lokið Mótið gekk mjög vel og hægt að sjá video af því á korknum eða inná www.fjolnirfightclub.tk.

Sigurvegarar voru

Í léttari flokki: Sigurgeir Hreiðarsson
Í þyngri flokki: Helgi Rafn
Í opnum flokki: Helgi Rafn

Klippur frá mótinu
http://www.youtube.com/watch?v=XYAcQlw0Emk

UFC 94 ST-PIERRE VS PENN 2 (9 álit)

UFC 94 ST-PIERRE VS PENN 2 UFC 94 mun fara fram í MGM Grand Garden Arena í Nevada í nótt. Þar mundu þeir Georges St-Pierre og BJ Penn berjast um UFC titilinn í veltivigt (170 pund).

Svona aðeins til upprifjunar þá börðust þeir Georges St-Pierre og BJ Penn í UFC (veltivigt - 170 pund) í UFC 58 í mars 2006 um það hvor myndi fá að berjast við þáverandi meistara Matt Hughes. Bardaginn var æsispennandi og hnífjafn og endaði með split decision GSP í vil. Kanandamaðurinn gerði ség svo lítið og tryggði sér UFC meistartitilinn með því að sigra Matt Hughes á TKO. BJ Penn droppaði niður í 155 pundin og tryggði sér síðan UFC titilinn í þeim flokki. BJ Penn hefur ásamt mörgum öðrum ávallt verið ósáttur við dómaraúrskurðinn gegn GSP 2006 og hann hefur nú aftur þyngt sig uppí 170 pund þannig að nú verður barist til þrautar.

Hér er mín spá:

Maincard

Georges St-Pierre vs. BJ Penn
Mér er til efs að það hafi áður verið slík eftirvænting eftir bardaga og þessum. Ég ætla að spá GSP sigri. Held hann hafi meira extreme work ethic en BJ. Hins vegar gæti BJ komist inn í hausinn á honum og þá er GSP í hættu. Gunni spáir BJ sigri þannig að það er fínt að við feðgarnir skiptum þessari spá á milli okkar.

Lyoto Machida vs. Thiago Silva
He ´rll yea!!! Hvílíkur bardagi sem þetta getur orðið. 13-0 vs. 13-0. Ja, það er ljóst einn einhver fær fyrsta “blettinn” á recordið sitt. Baáðir frábærir fighterar en ég ætla að spá Lyoto sigri (TKO), kannski bara af því að ég fíla karate stílinn hans þó mér leiðist pínu hversu margir af bardögunum hans fara í decision. Og make no mistake, Silva er magnaður fighter einnig og ekkert fyrir decision. Og það er mikið í húfi, ekki bara hreint record heldur fær sá sem vinnur þennan bardaga næstum því örugglega að berjast um titilinn næst. Og ég þykist vita að BJ Penn vilji gjarnan fá að takast á við Lyoto aftur, nú í UFC.

Stephan Bonnar vs. Jon Jones
Ok, Jones er ósigraður og allt það en hann hefur aldrei mætt neinum af Bonnar kaliberi áður. Bonnar tekur þetta á submission!

Karo Parisyan vs. Dong Hyun Kim
Ok, ég viðurkenni það. Ég þoli ekki Karo Parisyan. Hann er fábjáni per exelant eins og Manny frændi hans. Og ég vona og spái því að DHK lemji hann í klessu eins og Thiago Alves gerði á 30 sekúndum. DHK á TKO.

Nate Diaz vs. Clay Guida
Úff. hvað ég vona að Clay TKO þennan hasshaus. Spái Clay sigri en samt á submission.

Undercard

Jon Fitch vs. Akihiro Gono
Að öllu jöfnu á Gono lítinn sjens í Fitch. Þetta er samt svakalega líklegur decision bardagi. Spái sem sagt Fithc sigri á decision.

Manny Gamburyan vs. Thiago Tavares
Þetta gæti orðið hörku bardagi. Vona samt að Thiago taki þetta og spái honum sigri á TKO.

Chris Wilson vs. John Howard
Wilson á dómaraúrskurði

Jake O'Brien vs. Christian Wellisch
Erfitt að segja. O'Brian búinn að tapa síðustu tveimur bardögum í röð í UFC en ég held hann nái að snúa þessu við núna og sigri á TKO.

Matt Arroyo vs. Dan Cramer
Hvorugur náði nú að heilla mann í TUF. Gef Matt sigur á submission.

Urijah Faber VS Jens Pulver (19 álit)

Urijah Faber VS Jens Pulver Sunnudaginn 1. júní nk. mæstast þeir Urijah Faber og Jens Pulver í titilbardaga í fjaðurvigt í WEC sem er dótturkeppni UFC. Þetta er að mínu mati einn áhugaverðasti fjaðurvigtarbardagi í sögu MMA. Þess má geta að Urijah undirbjó sig m.a. fyrir þennan bardaga á Hawaii hjá BJ Penn og þeim Gunna varð vel til vina en þeir bjuggu heima hjá cardioþjálfara BJ meðan Faber dvaldi á Hawaii. Ég spái Faber sigri í 4. lotu.

Hér að neðan er slóð að myndum af Gunna og Faber í Hawaii við æfingar.
http://combat.blog.is/blog/combat/

Fedor vs Jahve (2 álit)

Fedor vs Jahve Eftir sterka sigra gegn Gretti Sterka, King Kong, T. Rex og Verðbólgudraugnum setti Fedor punktinn yfir i-ið og tryggði sér titilinn “skapari himins og jarðar” af Jahve “Guð” Almáttugum. Verður það að teljast ansi góður árangur þar sem Jahve hafði haldið þessu beltí lengur en nokkur annar, ca. 6.000 ár.

Ekkert hefur verið gefið upp um hvort rematch sé í kortunum, en talsmenn fyrrum nemanda Guðs, Lúsifer “Lygaprins” segja engan fót fyrir þeim sögusögnum að hann hugsi sér að skora á Fedor, en Guð hafði einmitt verið sakaður um að hafa duckað Lúsifer undanfarnar þúsaldir.

“Hann er kannski holdgervingur hins illa en hann er ekki heimskur strákurinn” sagði Guð þegar útsendarar Huga.is höfðu samband við hann. “Hann á ekki séns í Fedor, ekki meðan ground-gameið hans er ekki betra en það er”

Gunnar Nelson með MMA námskeið í Mjölni 24.-25. janúar (3 álit)

Gunnar Nelson með MMA námskeið í Mjölni 24.-25. janúar Helgina 24.-25. janúar verður Gunnar Nelson með MMA æfingabúðir í Mjölni.

Æfingarnar eru frá kl. 13:00-15:00 báða dagana.

Verð:
5.000 kr. báðir dagarnir
3.500 kr. annar dagurinn

Það er takmarkaður fjöldi á námskeiðið þannig að ef menn vilja tryggja sér pláss þá ættu þeir að gera það sem fyrst.

Skráning fer fram í Mjölni við Mýrargötu 2, Símar: 534 4455 og 692 4455.

Hér er plakatið á stærra sniði:
http://www.internet.is/nelson/mjolnir/Gunnar-Nelson-jan08.jpg

Byrjendanámskeið Mjölnis hefjast 5. janúar (8 álit)

Byrjendanámskeið Mjölnis hefjast 5. janúar Byrjendanámskeið Mjölnis hefjast mánudaginn 5. jan. Eins og í vor býður Mjölnir upp á byrjendatíma í Brasilísku Jiu-Jitsu alla virka daga, eða fimm sinnum í viku. Einnig verða hinir geysivinsælu byrjendatímar í MMA kickboxi (MMA-Standup) á þriðjudögum og fimmtudögum.

Myndin að ofan var tekin þegar Renzo Gracie var með námskeið á vegum Mjölnis sl. sumar.

Grímnir Bujinkan Ninjutsu (6 álit)

Grímnir Bujinkan Ninjutsu …Og sælt veri fólkið,

Nú er aldeilis verið að fjölga í flokknum og - þó plakatið gefi ekki heildarmyndina til kynna - búið að bæta við miðvikudagsæfingum kl. 20:00, en einnig stendur til að koma föstudögum/-kvöldum á kortið bráðlega.

Æfingagjöldin mun þó haldast sem 6 þúsund krónur á mánuði.

Þeman hjá okkur verður nokkuð í samræmi við ársáætlun Honbu Dojo í Japan, en nú skal einblína á samræmingu líkama og vopns (Ken Tai Ichi Yo) þar sem Soke Hatsumi vill að líkamstilburðir Taijutsu ásamt Kenjutsu sverðlist liggi í fyrirrúmi.

Það og margt fleira í gangi; Gyokko Ryu stíllinn, stuttstafsnotkun Hanbojutsu og hreyfiaðferðir Taihenjutsu Ukemi Gata. Nóg að gera…;-)

Kv,

D/N
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok