Bjarni Skúlason margfaldur Norðurlanda-, Smáþjóða- og Íslandsmeistari í JUDO og Axel Ingi Kristinsson Íslansmeistari í JUDO og landsliðsmaður (sem flestir Mjölnismenn þekkja), munu hefja kennslu í Mjölni núna í ágúst. Þeir munu kenna standandi glímu í gi.
Þeir eiga eftir að sýna okkur mikið af nýjum hlutum og erum við afar þakklátir að fá þá í þjálfarahópinn.
Planið er að hafa tvær “takedown” og “kast” æfingar/daga í mánuði í haust. Æfingarnar fara því fram annan hvern miðvikudag og munu þeir skipta þeim á milli sín. Þetta verður góður undirbúningur fyrir Norðurlandameistaramótið og Íslansmeistaramótið í BJJ.
Mjölnir fagnar því svo sannarlega að fá þessa tvo í sinn þjálfarahóp!
Hérna er smá myndskeið af Bjarna Skúla á nokkrum mótum hérna heima…
http://www.youtube.com/watch?v=Jp8qhkCsObg