Steve Maxwell er í heimsókn á Íslandi og mun kenna alla BJJ æfingar Mjölnis á mánudaginn. Steve er með Masterspróf í þjálfunarfræðum frá West Chester State University og hann var fyrsti Bandaríkjamaðurinn til að fá svart belti í BJJ en hann er svart belti undir Relson Gracie. Steve er fyrrum heimsmeistari öldunga í BJJ og sonur hans, Zack Maxwell, sigraði sinn flokk á síðasta heimsmeistaramóti í BJJ. Hann vann jafnframt í gullverðlauna á Pan Am á þessu ári og US National síðustu helgi! Þetta er einstakt tækifæri sem býðst Mjölnisfólki að kosntaðarlausu.
Steve mun kenna:
Meistaraflokk kl 18:00
Framhaldsflokk kl 19:00
Byrjendaæfingu kl 20:00 (Athugið aðeins ein byrjendaæfing á mánudaginn)
Hér eru helstu afrek Steve Maxwell í BJJ gegnum árin:
1997 National Purple Belt Champion GJJTA
1998 Runner-up Purple Belt GJJTA
1999 Purple Belt Pan American Champion
2000 Brown Belt Senior World Champion
2000 Brown Belt Senior Pan American Champion
2001 Brown Belt Senior World Champion
2002 Black Belt Senior Pan American Champion
2002 Black Belt Senior World Champion
2004 Black Belt Senior Pan American Champion
Steve Maxwell dvelst hér á vegum
Kettlebells.is við þjálfun þessa vikuna.
Nánari upplýsingar um kappann eru á vefsetrinu:
http://www.maxwellsc.com