Gleymt lykilorð
Nýskráning
Bardagaíþróttir

Bardagaíþróttir

3.896 eru með Bardagaíþróttir sem áhugamál
17.094 stig
372 greinar
2.872 þræðir
7 tilkynningar
5 pistlar
797 myndir
504 kannanir
33.254 álit
Meira

Ofurhugar

HwaRang HwaRang 2.584 stig
loco loco 1.014 stig
Freestyle Freestyle 674 stig
qeySuS qeySuS 332 stig
Nekron Nekron 328 stig
seungsang seungsang 314 stig
Khan Khan 302 stig

Stjórnendur

Sveppi og Auddi í Mjölni (8 álit)

Sveppi og Auddi í Mjölni Þeir Sveppi og Auddi mætti í Mjölni í dag og fóru m.a. í einkatíma hjá Gunna. Þeir eru áhugasamir um íþróttina og fengu hraðnámskeið í öllum helstu brögðunum. Að æfingu lokinni voru þeir svo teknir í smá iron-man glímu að Mjölnis sið ;) Auk þess fór Gunni upp í studeo til þeirra.

Þeir munu halda áfram að fylgja Gunna eftir næstu daga og ekki er ólíklegt að þeir láti sjá sig á Íslandsmótinu um helgina. Þátturinn verður svo sýndur á föstudaginn í næstu viku.

Sigurvegarar í opnum flokki karla (17 álit)

Sigurvegarar í opnum flokki karla Á Íslandsmeistaramótinu í brasilísku jiu jitsu 2009. (Ingþór - Gunnar - Sighvatur) eiga þetta innilega skilið.

Kyle Maynard (11 álit)

Kyle Maynard Kyle Maynard á ferðini hérna hefur gert góða hluti í wrestling en átti aldrei séns í MMA

BJ Penn slátrar Joe Stevenson (27 álit)

BJ Penn slátrar Joe Stevenson Frekar brutal, hver á að eiga séns í BJ í þessum þyngdarflokki?

Mjölnir Competition Team (2 álit)

Mjölnir Competition Team Í síðasta mánuði var keppnislið Mjölnis formlega stofnað. Hópurinn samanstendur af þeim iðkendum sem hafa áhuga á að keppa erlendis og eru tilbúnir til að leggja mikið á sig við undirbúning.

Mjölnir skuldbindur sig til að styðja við þá sem eru fullgildir meðlimir í keppnisliðinu með því að halda sérstakar æfingar, fá þjálfara til að halda lokaðar æfingar með liðinu og jafnframt að styrkja þau til utanlandsferða.

Til að teljast fullgildur meðlimur í keppnisliðinu þarf að mæta samviskusamlega á ákveðin fjölda æfinga og aðrar uppákomur skipulagðar af liðinu.

Nánari upplýsingar á vefsetri Mjölnis

11 ný belti í Mjölni, þar af eitt fjólublátt! (0 álit)

11 ný belti í Mjölni, þar af eitt fjólublátt! Í gær var stór dagur hjá Mjölni. Fyrst mættu um hundrað manns á æfingu kl. 18:00 þar sem alls ellefu manns voru látnir þreyta “Iron-man” þolraun þar sem þeir glímdu við nýja og ferska æfingafélaga í um tuttugu mínútur hver án þess að fá hvíld. Að því loknu var tíu þeirra gefið bláa beltið og sá ellefti, Sighvatur Helgason, fékk fjólubláa. Sighvatur er aðeins 17 ára og eins og flestir muna þá keppti hann í fullorðinsflokk á Opna Skandinavíska þar sem hann fór með sigur úr bítum.

Á myndinni eru þeir sem fengu beltin ásamt þremur þjálfurum. Á myndina vantar Tómas Gabríel sem fékk blátt belti í gær. Á myndinni eru eru:
Efri röð: Vignir Már (blátt), Sigurjón Viðar (blátt), Sighvatur (fjólublátt), Stefán Geir (blátt), Jósep Valur (blátt), Axel (blátt) og Pétur Marinó (blátt).
Neðri röð: Tómas Hrafn (blátt), Daníel (þjálfari), Bjarni (þjálfari), Gunnar (þjálfari), Halldór Már (blátt) og Davíð (blátt).


Við óskum þessum nýju blá- og fjólublábeltingum til hamingju með árangurinn.

Eftir æfinguna tilkynnti stjórn Mjölnis að von væri á James Davis aftur til Mjölnis. James er félagsmönnum vel kunnugur og kenndi þrjá mánuði hjá félaginu við miklar vinsældir í fyrra. Nú stefnir hann á að vera í a.m.k eitt ár.

Stórtíðindi kvöldsins voru svo að Mjölnir er að fara að stækka! Við höfum tryggt okkur húsnæðið við hliðina á okkar húsnæði og fáum það afhent um mánaðarmótin. Þá tökum við niður veggina og klárum að innrétta í desember ef vel gengur. Þetta er meira en 50% stækkun á æfingaplássinu!

Mjölnir er því stærsta MMA gym á Íslandi með:

* 550m2 gym.
* Tveir stórir salir. Sem hægt er að sameina í einn risa sal.
* Alvöru keppnisbúr (octagon)
* Fullkomin aðstaða fyrir réttstöðu, hnébeygju og bekkpressu.
* 200 Ketilbjöllur
* Pro aðstaða fyrir MMA
* Stór Clinch veggur
* Ótal önnur æfingartæki tengt bardagaíþróttum og functional strength
* Gufubað
* Búningsklefar og sturtur
* Setustofa með flatskjá þar sem hægt er að horfa á alla helstu MMA og BJJ viðburði.

Sjá nánar frétt á vefsetri Mjölnis.

Marius Pudzianowski kominn í MMA (24 álit)

Marius Pudzianowski kominn í MMA Fimmfaldur sterkasti maður heims, pólska tröllið Marius Pudzianowski er búinn að staðfesta það að hann mun allavega testa MMA, og mun fyrsti bardaginn hans verða í pólska batteríinu KSW.

Marius er ekki bara hrottalega sterkur, heldur hefur æft box og full-contact(Kyokushin) karate frá unga aldri meðfram kraftasportinu. Einnig hefur hann keppt í rúgby með góðum árangri þannig að þolið ætti að vera í lagi.

Ég verð að segja það að ég er MJÖG spenntur fyrir að sjá hvernig þetta fer.

Alltaf fjör í MJÖLNI (3 álit)

Alltaf fjör í MJÖLNI Það er alltaf nægt stuð í Mjölni. Klúbburinn er ekki bara með frábæra meðlimi (kennar og nemendur) í bardagaíþróttum heldur einnig með afar öflugt félagsstarf. Næsta föstudag (23. okt.) verður sameginleg æfing fyrir alla hópa í Mjölni. Æfingin byrjar kl. 18:00 og mun standa til kl. 19:30. Hvetjum við ALLA meðlimi Mjölnis til þess að mæta! Gunnar Nelson mun stjórna æfingunni og verður hún ekki með hefbundnu sniði.

Eftir æfinguna mun stjórn Mjölnis koma með tvær stórar tilkynningar.

Nánir upplýsingar um kvöldið er hægt að finna á Mjölnispjallinu.

Á sunnudaginn er svo UFC kvöld að vanda enda MACHIDA VS SHOGUN nóttina áður. Sýninginn í Mjölni byrjar kl. 20:00 og allir Mjölnismeðlimir eru velkomnir! Sjá einnig nánar um það á Mjölnisspjallinu.

Keppnislið Mjölnis á Scandinavian Open (10 álit)

Keppnislið Mjölnis á Scandinavian Open Keppnislið Mjölnis flaug til Stokkhólms í morgun til að keppa í Opna Norðurlandameistaramótinu í BJJ (Scandinavian Open) um helgina. Tíu keppendur fara frá Mjölni og er hópurinn búinn að vera við strangar æfingar síðustu vikurnar. Það eru tæplega sex hundruð keppendur skráðir til þátttöku í mótinu en Mjölnir er eini íslenski klúbburinn sem sendir keppendur að þessu sinni.

Á myndinni eru f.v.: Gunnar Nelson, Þráinn Kolbeinsson, Bjarni Kristjánsson, Auður Olga Skúladóttir, Hreiðar Már Hermannsson, Vignir Már Sævarsson, Sigurjón Viðar Svavarsson, Sighvatur Helgason og Jóhann Helgason. Á myndina vantar Bjart Guðlaugsson.

Nelson vs Monson (7 álit)

Nelson vs Monson Svipurinn á Gunna alveg frábær.
Alveg eins og hann hafi vakið einhvern risa úr vetrardvalanum :D
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok