Hinn frægi barnabókahöfundur Dr. Seuss, fékkst líka við skopteikningar í dagblöð.
Í mynd frá 1941 beinir hann skörpu háði sínu að Charles Lindbergh, fyrrum flugkappa. Lindbergh hafði fyrstur manna flogið “sóló” yfir Atlantshafið árið 1927, og orðið þjóðhetja fyrir vikið.
Með afskiptum sínum af pólitík náði hann að margra mati að þvo af sér þann glans. Hann gerðist talsmaður einangrunarsinna í Bandaríkjunum, og var svo ákafur í hugsjón sinni að mörgum grunaði að hann væri hreinlega hallur undir nazista og gengi erinda þeirra. Þó svo væri ekki, þá urðu heimsóknir hans til Þýskalands fyrir stríðið síst til að draga úr þessum grunsemdum. Eins og þessi mynd sýnir klárlega.
Wikipedia-linkar:
http://en.wikipedia.org/wiki/Charles_Lindberghhttp://en.wikipedia.org/wiki/Dr._Seuss