Gleymt lykilorð
Nýskráning
Sagnfræði

Sagnfræði

4.208 eru með Sagnfræði sem áhugamál
17.290 stig
708 greinar
845 þræðir
44 tilkynningar
3 pistlar
890 myndir
388 kannanir
27.169 álit
Meira

Ofurhugar

DutyCalls DutyCalls 1.156 stig
STAVKA STAVKA 1.090 stig
ritter ritter 576 stig
br75 br75 266 stig
Rembrandt Rembrandt 206 stig
ornbj ornbj 192 stig
MooMoo MooMoo 162 stig

Stjórnendur

Maxim Vélbyssan (16 álit)

Maxim Vélbyssan Þetta er Maxim Vélbyssan. Hún var fyrsta fjöldaframleidda vélbyssa í heimi og ein af aðal ástæðum yfirburða Breta í Afríku.
Á myndini sérð þú byssuna í höndum skapara síns Sir Hiram S. Maxim.
Myndin var tekinn 1882

Benito Mussolini (0 álit)

Benito Mussolini Þarna er leiðtogi ítalíu 1922-1943, hann leiddi ítalska fasistaflokkinn og hans markmið var að búa til nútíma rómaveldi þeirra tíma :)

Benito Mussolini (16 álit)

Benito Mussolini Þann 27. apríl 1945 flúði Mussolini fyrrverandi einræðisherra Ítalíu undan bandamönnum á bíl í átt að Austurríki.Kommúnískir skæruliðar sátu fyrir bílnum nálægt bænum Dongo. Mussolini var klæddur í hermannafrakka með stálhjálm og í fínu nýbónuðu leðurstígvélnum sínum. Þau komu upp um hann. Skærluliðarnir fóru með hann á bóndabæ nálægt og einnig Clarettu Petacci hjákonu hans sem hafði beðið um að hitta hann. Næsta dag fór einn skæruliðanna með þau á nálægt sveitasetur. Þar skipaði hann þeim að fara út úr bílnum og miðaði vélbyssu á þau. Byssan stóð á sér. Þá náði hann í aðra vélbyssu og skaut banvænni skothríð á Clarettu.
Þá fletti Mussolini frá sér jakkanum og sagði: “Skjóttu mig í brjóstið”. Skæruliðinn skaut tvisvar og Mussolini var allur.

Svo nokkrum dögum síðar voru lík Mussolinis og Clarettu hengt upp til sýnis. Þarna sjást lík þeirra auk þriggja annara fasista.
Ég er ekki viss en mér sýnist hann vera annaðhvort annar frá vinstri eða lengst til hægri.

Óvenjulegir "Þjóðverjar" (14 álit)

Óvenjulegir "Þjóðverjar" Er þetta ekki eitthvað skrýtið?

…í raun eru þetta ekki Þjóðverjar, heldur liðsmenn kínverskra þjóðernissinna (Kuomintang), fyrir Seinni heimsstyrjöldina.

Þjóðernissinnar undir forystu Tsjang-Hai Sheks, börðust gegn kommúnistum Maós formanns, en eftir innrás Japana í landið börðust bæði liðin við þá.

Útskýringin á þessum þýsku einkennisbúningum er sú að á tímabili fengu þjóðernissinnar hernaðaraðstoð (í formi vopna, útbúnaðar, ráðgjafar og þjálfunar) frá Þýskalandi. Að öðru leyti voru tengsl þeirra við Þýskaland lítil, helsti stuðningsaðili þeirra (sérstaklega eftir WWII) var Bandaríkin.

Svo fór að lokum að Kanar gáfust upp á stuðningi sínum við stríð Tsjangs og manna hans á meginlandi Kína, og kommúnistar Maós tóku þar völd árið 1949. Tsjang flúði með leifarnar af her sínum til Taiwan, og gerði afdrifarík mistök með því að lýsa ekki yfir sjálfstæði, heldur þykjast vera útlægur leiðtogi alls Kína.

Öxulveldin (11 álit)

Öxulveldin Hér sést Adolf Hitler, Benito Mussolini og fleiri háttsettir þýskir og ítalskir embættismenn, meira að segja styrtimennið Göring á góðvirðisdegi.

Þjóðverjar græddu ekki mikið á bandalagi sínu við Ítali og Japani. Þeir áttu jú allir sameginlega óvini, og voru allir fasistar.Þjóðverjar höfðu unnið sér inn stríð við bandamenn með innrás sinni í Pólland og Japanir voru í stríði við þá í herför sinni fyrir sameinaðri A-Asíu undir japanskri fasistastjórn og Ítalir vildu eigna sér N-Afríku og endurbyggja rómverska keisaradæmið. En Þjóðverjar sem lögðu áherslu á innrásina í Sovétríkin í krossferð sinni gegn bolsévisma töpuðu á þessu bandalagi.

Mussolini fanst hann vera minni maður þegar Hitler var búinn að leggja undir sig Pólland og niðurlöndin, og innlimaði Albaníu og réðst á Grikkland. En hin nýji rómverski her fór halloka í baráttu sinni gegn Grikkjum og Þjóðverjar komu niður og björguðu þeim en,Ítalir höfðu dregið athygli bandamanna að balkanskaganum og Þjóðverjar komnir með nýja vígstöð til að verja.
Svo ég tali nú ekki um þegar Ítalir réðust inn í Egyptaland og Túnis frá Lýbíu og byrjuðu að tapa kom Hitler aftur til aðstoðar með Afrika korps til að það myndu nú ekki opnast dyr til S-Þýskalands.

Japanir sem voru greinilega að gera allt annað en þjóðverjar (eins og Ítalir) áttu auðvitað að hjálpa til með innrásina í Sovétríkin eða bara koma ekki nálægt þjóðverjum. Eftir að njósnarar Sovétmanna komust að því að Japanir myndu alls ekki gera alsherjarárás á Síberíu gátu þeir sent um það bil sexhundruð þúsund manna varðlið frá síberíu alla leið vestur fyrir Úralfjöll og skiptu sköpum við sigurinn við Stalingrad. Svo ekki sé talað um Pearl harbor sem dró Bandaríkjamenn í stríðið.

En mér er spurn? Hvað græddi Þýskaland, leiðtogi öxulveldanna á þessu bandalagi?

Riddarakross járnkrossins (10 álit)

Riddarakross járnkrossins Þetta er mynd af riddarakrossi járnkrossins með eikalaufum, sverðum og demöntum.
Hann var fyrst kinntur 28. september 1941.
Þetta er næst hæsta orðan í þessum flokki og voru aðeins veittar 27 svona orður(Erwin Rommel var einn af þeim).Enginn af þessum 27 eru á lífi í dag og 33% eða 9 af þeim dóu í bardaga.

Hin nýja Berlin (1 álit)

Hin nýja Berlin Uppúr rústum Berlinar átti að rísa hin nýja Berlin. Albert Speer sem teiknaði margar byggingar fyrir Foringjann teiknaði þennan draum Hitlers um hvernig Berlin liti út eftir stríð.

Erwin Johannes Eugen Rommel (4 álit)

Erwin Johannes Eugen Rommel Frægur Þýskur hershöfðingi fékk viðurnefnið The Desert Fox í Seinni Heimstyrju öldinni. Hann átti þátt í að reyna myrða Hitler en það brást svo af því hann var svo vinsæll meðal þýsku þjóðinni gaf Hitler honum tvo möguleika að drepa sig eða fara fyrir rétt. Romel svifti lífi sínu þann 14 október 1944.

Nasistagullið (16 álit)

Nasistagullið Hérni sjái þið mynd af Nasistagullinu sem Hitler hafði safnar sér upp.

Hitler hafði sér flokk eða hóp sem sá um að ræna banka , gull , silvri , skartgripum og gjaldmiðli.

Þessu safnaði hann upp í Þýska ríkisbankanum.

Talið er að gullið hafi verið uppá $2.7 til $2.8 billion.

Hægt er að tala endalaust um þetta , hætti bara hér meigið commenta restina um hvernig partar af því fundust og hvað er talaið vera enþá í felum.. :)

Battle of Rourke's drift (13 álit)

Battle of Rourke's drift Þetta er málverk sem sýnir breska hermenn skjóta á Zulu hermenn við Rorke's drift, þar sem 139 breskir hermenn vörðu Rorke's drift á móti 4000 til 5000 zulu hermönnum.
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok