Gleymt lykilorð
Nýskráning
Sagnfræði

Sagnfræði

4.208 eru með Sagnfræði sem áhugamál
17.290 stig
708 greinar
845 þræðir
44 tilkynningar
3 pistlar
890 myndir
388 kannanir
27.169 álit
Meira

Ofurhugar

DutyCalls DutyCalls 1.156 stig
STAVKA STAVKA 1.090 stig
ritter ritter 576 stig
br75 br75 266 stig
Rembrandt Rembrandt 206 stig
ornbj ornbj 192 stig
MooMoo MooMoo 162 stig

Stjórnendur

Michael Wittman (5 álit)

Michael Wittman Michael Wittman var einn frægasti skriðdrekaforingi þiðjaríkisins. Sigurganga hanns á vígvellinum hófst með innrásinni í Rússland þar sem hann stjórnaði stuG3 en var honm svo úthlutað Tiger 1 og í orustunni við Kúrsk varð hann vel þekktur innan beggja aðila. En það er hægt að seiga að hanns mesti sigur hafi verið við Villers-Bocage en þar afrekaði hann að eiðileggja yfir 60 skriðdreka á minna en mánuði og hlaut fyrir það og annað eikarlauf en lést svo í bardaga við St. Aignan-de-Cramesnil, Normandy

National Volksarmee (4 álit)

National Volksarmee Eftir fjögurtíu ára vígbúning Sovétríkjanna og Austurblokkarinnar hafði Rauði herinn árið 1989 komið sér upp stórum og góðum her, þó ekki þeim tæknivæddasta en hann var á við þá bestu og var stöðugt dælt dýrum vígtólum niður á leppríkin. Austurþýski herinn National Volskarmee) stóð svo í viðbragðstöðu yfirvofandi innrásar Kapítalismans, eða fyrirmælum um krossferð gegn honum.

Á myndinni sést svakalegur brynvagn með langdrægum eldflaugum á hersýningu í Austur Berlín í október 1989 í tilefni af 40 ára afmæli alþýðulýðveldisins.
Nú veit ég ekki hvort myndin er tekin á sýningunni eða tekin á vettvangi gerðar myndarinnar Goodbye Lenin þar sem hersýningin var endurleikin(ef hún var endurleikin).
En ég veit ég ekki hvað vígtólið heitir.

Franski flugherinn, 1940 (5 álit)

Franski flugherinn, 1940 Málverk af fjórum frönskum flugvélum fyrir ósigurinn gegn Þjóðverjum árið 1940.

Tegundirnar eru Detwoine D.520 orrustuvél fremst, tvær Bloch MB 210 sprengjuvélar í miðið, og Breguet Bre.693 árásarvél aftast.

Þær eru þarna yfir miðri Parísarborg, Ile de France með Notre Dame þarna fyrir miðri mynd, og allir þekkja turninn þarna fjær! Það vantar sko ekki söguna í þessari borg.

Bandaríski flugherinn, 1930 (1 álit)

Bandaríski flugherinn, 1930 Hér er lýsingin…

The Boeing F4B-2 over New York City.
This is the airplane that got King Kong.

…fer ekkert að orðlengja það!

Íslenska stríðsárasafnið, Reyðarfirði (15 álit)

Íslenska stríðsárasafnið, Reyðarfirði Hér er mynd sem ég tók á Íslenska stríðsárasafninu á Reyðarfirði nýlega. Þetta safn kom mér á óvart; það er bæði stærra og flottara en ég hafði ímyndað mér, og ýmislegt að sjá. Það er staðsett í gömlum herbúðum ofan við bæinn, og ber nafnið alveg skammlaust. Það fer reyndar ágætlega á því að Íslenska stríðsárasafnið sé staðsett þarna, því að á Austfjörðum voru langflestir hermenn utan Reykjavíkursvæðisins staðsettir, og þessi landshluti varð einna helst var við ferðir þýskra flugvéla.

Ghandi (1 álit)

Ghandi Gandi…:D

Orrustan um New Orleans (9 álit)

Orrustan um New Orleans Árið 1812 lýstu hin nýstofnuðu Bandaríki yfir stríði við við Breta og marséruðu inn í Kanada sem var þá bresk nýlenda. Þeir bjuggust við hlýlegum viðtökum og fólkið í Kanada myndu taka á móti þeim með opnum örmum en svo var raunin ekki, Kanadabúar og Bretar börðust hetjulega og brutu innrásina á bak aftur, langt inn í Bandaríkin. Bandaríkjamenn áttu fullt í fangi með að verjast í mars árið 1915 þegar bretar höfðu sigrað Napoleon og gátu einbeitt sér að fullum krafti á þetta stríð. Þeir komu þá á skipum að Washington DC og réðuts inn í borgina og kveiktu í Hvíta húsinu og ætluðu að brenna alla borgina en þökk sé miklum rigninarroki sem fylgdi brann ekki nema hluti borgarinnar.

Þetta málverk er svo af því þegar bretar gengu á land í New Orleans með átta þúsund mans á móti fjögurþúsundmanna her Bandaríkjamanna. Þeir síðarnefndu sigruðu og var þetta stærsti sigur Bandaríkjamanna í þessu stríði. Þess má geta að orrustan var háð eftir að friðarsáttmálarnir höfðu verið undirritaðir en þeir kváðu um að öll hertekin lönd skildu send aftur til upphaflegra eigenda.

Gallipoli 1915-1916 (1 álit)

Gallipoli 1915-1916 Gallipoli var einn af misheppnaðari bardögum fyrri heimstyrjaldarinnar, af hálfu Bandamanna.

Á þessari mynd sjáið þið flutningsskip taka særða Breska hermenn um borð. Þetta sínir afar lítið brot af særðum hermönnum úr bardaganum við Gallipoli því 250.000 af hermönnum bandamanna annaðhvort dóu eða særðust ílla í bardaganum. Um 300.000 létust eða særðust hjá Tyrkjunum.

Waffen SS (6 álit)

Waffen SS Þetta er einhverskonar “recruitment” auglýsing þar sem er verið að fá fólk til að ganga í Waffen SS.

Ef einhver veit eða skilur hvað stendur fyrir ofan Waffen SS á myndinni má hann alveg segja mér það…

Einsatzgruppen (12 álit)

Einsatzgruppen Hér sést meðlimur af Einsatzgruppen andartaki áður en hann skýtur gyðing fyrir framan fjöldagröf í Úkraínu, 1942.
Einsatzgruppen voru hópar sem samanstóðu af starfsmönnum úr Gestapó, SS, Kripo o.fl. sem höfðu það starf að útrýma gyðingum, sígaunum, vottum og pólitískum andstæðingum Þýskalands aðallega í Austur-Evrópu.
Þeir byrjuðu í Póllandi, en stækkuðu svo fljótt og fylgdu Wehrmacht Austur í Úkraínu, Lettland, Eystland, Latvíu og ýms fleiri.

Spáð er að þeir hafi drepið yfir 1.4 milljónir á árunum 1941-1945.
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok