1965, og Ameríkanar eru komnir til Víetnam, harð-ákveðnir í að bjarga þeirri kotungaþjóð frá kúgun kommúnismans!
Verst var bara að Víetnamskt sveitafólk vill fremur lifa í friði og rækta sína hrísgrjóna-akra en að láta “bjarga sér” undan einum eða neinum. Bandaríkin, með allan sinn mátt, urðu að játa á sig hryllilegt klúður, og lúta í lægra haldi.
…og það lítur jafnvel út fyrir að svipað kynni að gerast í dag, ef ekki á Huey þyrlum, þá á Black Hawk!