Gleymt lykilorð
Nýskráning
Sagnfræði

Sagnfræði

4.208 eru með Sagnfræði sem áhugamál
17.290 stig
708 greinar
845 þræðir
44 tilkynningar
3 pistlar
890 myndir
388 kannanir
27.169 álit
Meira

Ofurhugar

DutyCalls DutyCalls 1.156 stig
STAVKA STAVKA 1.090 stig
ritter ritter 576 stig
br75 br75 266 stig
Rembrandt Rembrandt 206 stig
ornbj ornbj 192 stig
MooMoo MooMoo 162 stig

Stjórnendur

Austurríki-Ungverjaland (6 álit)

Austurríki-Ungverjaland Hér er kort tekið af Wikipedia, af Austurrísk-Ungverska Keisaradæminu, sem var við lýði frá 1867 til loka Fyrri heimsstyrjaldar 1918. Þetta veldi byggði fyrst og fremst af fornum völdum Hapsborgara-konungsveldisins, og eins og glöggt má sjá af þessu korti hafði það fjölmörg þjóðabrot innan landamæra sinna. (“Magyar” þýðir Ungverjar).

Þegar Hapsborgurum var velt úr sessi og þessu gríðarmikla ríki loks skipt upp við lok WWI, grétu það afskaplega fáir. Allra síst ungur hermaður að nafni Adolf Hitler, sem fæddur og uppalinn var í hinum þýskumælandi Austurríkis-hluta þess.

Allt um þetta keisaradæmi á: http://en.wikipedia.org/wiki/Austro-Hungarian_Empire

Öxulveldin (11 álit)

Öxulveldin Hér sést Adolf Hitler, Benito Mussolini og fleiri háttsettir þýskir og ítalskir embættismenn, meira að segja styrtimennið Göring á góðvirðisdegi.

Þjóðverjar græddu ekki mikið á bandalagi sínu við Ítali og Japani. Þeir áttu jú allir sameginlega óvini, og voru allir fasistar.Þjóðverjar höfðu unnið sér inn stríð við bandamenn með innrás sinni í Pólland og Japanir voru í stríði við þá í herför sinni fyrir sameinaðri A-Asíu undir japanskri fasistastjórn og Ítalir vildu eigna sér N-Afríku og endurbyggja rómverska keisaradæmið. En Þjóðverjar sem lögðu áherslu á innrásina í Sovétríkin í krossferð sinni gegn bolsévisma töpuðu á þessu bandalagi.

Mussolini fanst hann vera minni maður þegar Hitler var búinn að leggja undir sig Pólland og niðurlöndin, og innlimaði Albaníu og réðst á Grikkland. En hin nýji rómverski her fór halloka í baráttu sinni gegn Grikkjum og Þjóðverjar komu niður og björguðu þeim en,Ítalir höfðu dregið athygli bandamanna að balkanskaganum og Þjóðverjar komnir með nýja vígstöð til að verja.
Svo ég tali nú ekki um þegar Ítalir réðust inn í Egyptaland og Túnis frá Lýbíu og byrjuðu að tapa kom Hitler aftur til aðstoðar með Afrika korps til að það myndu nú ekki opnast dyr til S-Þýskalands.

Japanir sem voru greinilega að gera allt annað en þjóðverjar (eins og Ítalir) áttu auðvitað að hjálpa til með innrásina í Sovétríkin eða bara koma ekki nálægt þjóðverjum. Eftir að njósnarar Sovétmanna komust að því að Japanir myndu alls ekki gera alsherjarárás á Síberíu gátu þeir sent um það bil sexhundruð þúsund manna varðlið frá síberíu alla leið vestur fyrir Úralfjöll og skiptu sköpum við sigurinn við Stalingrad. Svo ekki sé talað um Pearl harbor sem dró Bandaríkjamenn í stríðið.

En mér er spurn? Hvað græddi Þýskaland, leiðtogi öxulveldanna á þessu bandalagi?

Erwin Johannes Eugen Rommel (4 álit)

Erwin Johannes Eugen Rommel Frægur Þýskur hershöfðingi fékk viðurnefnið The Desert Fox í Seinni Heimstyrju öldinni. Hann átti þátt í að reyna myrða Hitler en það brást svo af því hann var svo vinsæll meðal þýsku þjóðinni gaf Hitler honum tvo möguleika að drepa sig eða fara fyrir rétt. Romel svifti lífi sínu þann 14 október 1944.

Hin nýja Berlin (1 álit)

Hin nýja Berlin Uppúr rústum Berlinar átti að rísa hin nýja Berlin. Albert Speer sem teiknaði margar byggingar fyrir Foringjann teiknaði þennan draum Hitlers um hvernig Berlin liti út eftir stríð.

Battle of Kambula (3 álit)

Battle of Kambula Zulu Stríðsmenn eru að ráðast á breta í árásinni á Kambula þar sem bretar unnu sigur á Zulu mönnum

Maxim Vélbyssan (16 álit)

Maxim Vélbyssan Þetta er Maxim Vélbyssan. Hún var fyrsta fjöldaframleidda vélbyssa í heimi og ein af aðal ástæðum yfirburða Breta í Afríku.
Á myndini sérð þú byssuna í höndum skapara síns Sir Hiram S. Maxim.
Myndin var tekinn 1882

Battle of Ulundi (16 álit)

Battle of Ulundi Þetta var bardagi milli Zulu stríðsmanna (20.000) og breta (5.317).
Þetta var sá bardagi í Zulu stríðinu sem braut loksins niður hernaðar kraft Zulu manna. 10 dóu hjá bretum en 1.500+ dóu hjá zulu

Dr. Josef Mengele (9 álit)

Dr. Josef Mengele Þetta er böðullinn Dr. Josef Mengele, Hann var SS foringi/Læknir, Sem vann í fangabúðunum Auschwitz..Hann gerði hrottalegar pyntingar á föngunum þar, Og gerði ýmisar dauðlegar læknistilraunir á fólkinu…Þegar stríðinu lauk '45 flúði mengele til suður ameríku, og drukknaði í brasílíu

Hannibal (11 álit)

Hannibal Hinn mikli herforingi Hannibal

Nasistagullið (16 álit)

Nasistagullið Hérni sjái þið mynd af Nasistagullinu sem Hitler hafði safnar sér upp.

Hitler hafði sér flokk eða hóp sem sá um að ræna banka , gull , silvri , skartgripum og gjaldmiðli.

Þessu safnaði hann upp í Þýska ríkisbankanum.

Talið er að gullið hafi verið uppá $2.7 til $2.8 billion.

Hægt er að tala endalaust um þetta , hætti bara hér meigið commenta restina um hvernig partar af því fundust og hvað er talaið vera enþá í felum.. :)
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok