Sko, ef að hann vill ekki hitta þig nema fá eitthvað kynferðislegt í staðinn þá er hann greinilega ekki nógu hrifinn af þér til þess að vera þess virði. Hann vill ekki láta sjást með þér, margar skíringar gætu verið á því en ég mundi ekki vilja vera með einhverjum í sambandi sem ekki mundi vilja láta sjást með mér. Mér finnst vera nokkuð ljóst að þú eigir að hætta tala við hann, þó það gæti verið erfitt ef þú ert mjög hrifin af honum, en hann kemur ekki vel fram við þig og þú átt betra skilið :)