Það er auðvitað ekki hægt að alhæfa neitt í svona málum. Strákar eru svo misjafnir og stelpur líka, ef út í það er farið. Það eru náttúrulega einhverjir, held (vona) samt ekki margir, sem fara eftir útlitinu. En útlitið er oftast líka það fyrsta sem maður tekur eftir. Þú labbar ekki niður Laugaveginn, sérð strák og hugsar: “Mikið hlýtur hann að vera með góðan persónuleika!” ;) Málið er að staðalmyndir hafa verið búnar til af stelpum um að þær eigi að líta út á einhvern sérstakan hátt, t.d....