Ég lenti einmitt í þessu áðan, heyrði The Long Face í útvarpinu og komst svo að því að ég var með stillt á FM 957. Það kom mér samt ekkert voðalega á óvart, því að það koma alltaf einhver lög frá þessum frægu rokkhljómsveitum inn á milli á FM.. Eins og t.d. var St. Anger spilað dáldið mikið þegar það kom í tísku. Ætli Mínus séu ekki bara “inn” núna? Ég meina, þeir hituðu upp fyrir Metallica og svona. Þú mátt nöldra eins og þú vilt, en Mínus ræður ekkert hvort að The Long Face er spilað á FM...