Það eru ófá svona dæmi.. Hefur hún bara sagt þetta svona á msn í einhverjum hálfkæringi, eða við þig augliti til auglitis? Að vilja deyja af því að þú lítur út svona eða hinsegin.. þetta er náttúrlega bara rugl, en hún er greinilega með brenglaða sjálfsmynd sem gæti orðið að þunglyndi. Er hún lögð í einelti eða eitthvað þannig? Þú getur svosem ekki neytt hana til að fara til sálfræðings eða neitt, ef hún vill það ekki. En þú getur mögulega hjálpað henni að bæta sjálfsmynd sína.