Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

Ipswich komst yfir gegn Man. Utd. (2 álit)

í Knattspyrna fyrir 24 árum, 3 mánuðum
Það var Fabian Wilnas sem kom Ipswich yfir á móti meisturum Manchester United strax á 6. mínútu. Hermann Hreiðarsson og félagar í Ipswich héldu forystunni í rúman hálftíma, en David Beckham jafnaði á 38. mínútu, og mörkin urðu ekki fleiri í þessum leik. Svo sannarlega frábær árangur hjá nýliðunum.

Ísland tapaði fyrir Úkraínu (2 álit)

í Knattspyrna fyrir 24 árum, 3 mánuðum
Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu tapaði í kvöld fyrir Úkraínu, 2:3 í miklum baráttuleik. Íslendingar byrjuðu vel og komust yfir strax á 4. mínútu með fallegu marki Olgu. En það dugði skammt, því rúmum tíu mínútum síðar voru Úkraínsku stúlkurnar komnar yfir. Íslenska liðið jafnaði snemma í síðari hálfleik, en um miðjan síðari hálfleikinn komust þær Úkraínsku aftur yfir, með marki úr vítaspyrnu, og þar við sat. Íslendingar komast því ekki áfram í Evrópumótinu að sinni, en í stað þess að...

Íslandsmótið galopið eftir sigur KR á Fylki (2 álit)

í Knattspyrna fyrir 24 árum, 3 mánuðum
Fjórir leikir voru á dagskrá Landssímadeildar karla í kanttspynru í kvöld. Á Ólafsfirði sigruðu gestirnir úr Vestmannaeyjum heimamenn í Leiftri með einu marki gegn engu, uppi á Skipaskaga lauk viðureign ÍA og Stjörnunnar með markalausu jafntefli, í Keflavík skyldu heimamenn og Fram jöfn, 3:3 og stórleikur umferðarinnar fór fram í Vesturbænum þar sem heimamenn tóku á móti spútnikliði Fylkis. Fyrsta markið kom á 37. mínútu, þegar Þórhallur Hinriksson skallaði knöttinn laglega í netið eftir...

Hermann seldur fyrir metfé (1 álit)

í Knattspyrna fyrir 24 árum, 3 mánuðum
Hermann Hreiðarsson, landsliiðsmaður í knattspyrnu, var á dögunum seldur frá Wimbledon til Ipswich fyrir 4 milljónir punda, eða um 480 milljónir króna, sem er sama upphæð og Chelsea greiddi fyrir Eið Smára Guðjohnsen. Hann skrifaði undir fimm ára samning við Ipswich. Brentford, félagið sem Hermann lék áður en hann gekk í raðir Wimbledon, græðir vel á sölu hans til Ipswich því það var inni í samningnum milli Brentford og Wimbledon að seldi Wimbledon Hermann fengi Brentford 15% af söluverðinu....

Ólöf fékk golfsettið (0 álit)

í Golf fyrir 24 árum, 3 mánuðum
Ekki var ljóst fyrir keppni á landsmótinu hvort að Ólög María gæti hafið keppni á landsmóti kvenna vegna þess að golfsett hennar var ekki komið til landsins frá Þýskalandi. Golfsettið komst þó hingað til lands á tilsettum tíma og hún gat hafið keppni.

Andri ekki til Portsmouth (0 álit)

í Knattspyrna fyrir 24 árum, 3 mánuðum
Nú er ljóst að Andri Sigþórsson fer ekki til enska 1. deildarliðsins Portsmouth. KR og Portsmouth voru búin að semja um kaupverð upp á 45 milljónir króna en forráðamenn Portsmouth hafa ekkert haft samband við Andra. Andri ætlar að klára þetta tímabil með KR en síðan er óljóst hvað verður.

Atli kynnir liðið gegn Svíum (0 álit)

í Knattspyrna fyrir 24 árum, 3 mánuðum
Atli Eðvaldsson, landsliðsþjálfari kynnti í gær sextán leikmenn sem hann teflir fram gegn Svíum á miðvikudag. Leikurinn er hluti af Norðurlandamótinu, en Íslendingar hafa forystu eftir þrjár umferðir. Enginn nýliði er í hópnum og einungis einn sem leikur með innlendu liði. Markverðir eru þeir Birkir Kristinsson og Árni Gautur Arason og aðrir leikmenn eru: Rúnar Kristinsson, Eyjólfur Sverrisson, Arnar Grétarsson, Þórður Guðjónsson, Ríkharður Daðason, Helgi Sigurðsson, Hermann Hreiðarsson,...

Vonlítið fyrir Vestmannaeyinga (1 álit)

í Knattspyrna fyrir 24 árum, 3 mánuðum
Eyjamenn töpuðu í gærkvöldi fyrir skoska liðinu Hearts í Evrópukeppni félagsliða. Skotarnir byrjuðu leikinn betur, en þegar líða tók á fyrri hálfleikinn komust Eyjamenn meira inn í leikinn. Á fyrstu tuttugu mínútum leiksins hefðu Hearts-menn auðveldlega getað sett 1-2 mörk, en voru óheppnir að skora ekki. Staðan í hálfleik var 0-0. Snemma í síðari hálfleik fengu Skotarnir aukaspyrnu frá hægri kanti. Þaðan barst boltinn inn á teig þar sem Scott Severin stóð einn og óvaldaður og skallaði...

McManaman til sölu (0 álit)

í Knattspyrna fyrir 24 árum, 3 mánuðum
Spænska stórliðið Real Madrid setti á dögunum enska landsliðsmanninn Steve McManaman á sölulista. Ástæðan er að öllum líkindum fjárhagsörðuleikar, en félagið er stórskuldugt, m.a. eftir kaupin á Luis Figo.

Toppbaráttan nær hámarki (0 álit)

í Knattspyrna fyrir 24 árum, 3 mánuðum
Tvö lið berjast nú um Íslandsmeistaratitil karla í knattspyrnu, það eru Fyklkir og KR. Fylkismenn hafa 5 stiga forskot á KR, en KR-ingar eiga leik til góða. Sunnudaginn 20. ágúst nk. verður leikur KR og Fylkis í Frostaskjólinu. Vinni KR-ingar þann leik verður aðeins tveggja stiga munur á félögunum og þá þurfa KR-ingar að sigra Leiftursmenn þrem dögum síðar til þess að krækja í toppsætið í deildinni. Það verður sannkallaður úrslitaleikur í Vesturbænum 20. ágúst. Mætum á völlinn og styðjum...

Meiðsli Winnie alvarleg (0 álit)

í Knattspyrna fyrir 24 árum, 3 mánuðum
David Winnie, varnarmaðurinn sterki í liði KR, meiddist á æfingu með liðinu í Bröndby. Hann spilaði ekki í Evrópuleiknum gegn Bröndby og lék fyrst með KR gegn Breiðabliki í gær. Brotið var á honum eftir um 20 mínútna leik í gær og fór hann sárþjáður af leikvelli. Meiðsli hans eru það alvarleg að hann getur líklega ekki leikið meira með KR-ingum í sumar.

KR sigraði Breiðablik naumlega (0 álit)

í Knattspyrna fyrir 24 árum, 3 mánuðum
Í kvöld lauk 14. umferð Landssímadeildar karla. Fram fóru fjórir leikir, í Árbænum tók Fylkir á móti Fram, þar sem heimamenn unnu 1:0, í Grindavík mættust heimamenn og Leiftursmenn, lokatölur þar 2:2, í Garðabæ skyldu Stjarnan og Keflavík jöfn, 1:1 og í Vesturbænum mættu Blikar KR-ingum í bráðfjörugum leik. Blikarnir byrjuðu að krafti og komust strax í nokkuð hættulega sókn, en KR-ingar voru fljótir að vakna til lífsins. Þeir brutu sóknir gestanna á bak aftur og á 11. mínútu lék Guðmundur...

Tvísýnt með Andra Sigþórsson (0 álit)

í Knattspyrna fyrir 24 árum, 3 mánuðum
Enn er ekki ljóst hvort af kaupum Portsmouth á Andra Sigþórssyni verði. Félögin tvö, KR og Portsmouth, voru búin að semja um kaupverð, sem hljóðaði upp á um 45 milljónir króna, en nú vilja Portsmouth-menn fresta kaupunum. Þeir vildu fá Andra til sín til reynslu áður en þeir keyptu hann, en KR-ingar neituðu því.

ÍA tapaði fyrir Gent (0 álit)

í Knattspyrna fyrir 24 árum, 3 mánuðum
Skagamenn töpuðu fyrr í kvöld á móti belgíska liðinu Gent, 0:3. Fyrsta markið skoruðu þeir eftir hálftíma leik, en fram að því hafði verið jafnræði með liðunum. Belgarnir tvíefldust við markið og áttu allan leikinn eftir þetta. Skagamenn mega teljast heppnir með að tapið hafi ekki verið stærra, því Belgarnir misnotuðu vítaspyrnu, auk þess sem þeir áttu hvert færið á fætur öðru í síðari hálfleik. Sanngjarn sigur gestanna, 0:3.

Andri til Portsmouth (0 álit)

í Knattspyrna fyrir 24 árum, 3 mánuðum
KR-ingar hafa samið við enska 1. deildar liðið Portsmouth um væntanlegt kaupverð á sóknarmanninum snjalla, Andra Sigþórssyni. Söluverð hljóðar upp á um 40 milljónir króna, að því er fram kemur í breska fréttamiðlinum Sky. Í samtali við Andra sjálfan segist hann ekki vita neitt um málið nema KR sé búið að samþykkja tilboð sem í hann barst. Andri hefur ekkert heyrt frá Portsmouth og enn síður er hann búinn að skrifa undir samning varðandi sölu til enska 1. deildar félagsins. Það er því ekki...

Fowler frá í 2-3 vikur (0 álit)

í Knattspyrna fyrir 24 árum, 3 mánuðum
Robbie Fowler, fyrirliði Liverpool meiddist á ökla í æfingaleik við Glentoran í gær. Fowler lenti í árakstri við markvörð Glentoran með fyrrgreindum afleiðingum. Hann verður að öllum líkindum frá keppni í næstu 2 til 3 vikurnar. Liverpool-menn unnu leikinn, 4-0, og náði Fowler að læða inn einu marki áður en hann fór útaf, á 32. mín.. Liverpool seldi á dögunum miðvallarleikmanninn David Thompson til Coventry fyrir um 300 milljónir króna.

Real Madrid vill Zidane (0 álit)

í Knattspyrna fyrir 24 árum, 3 mánuðum
Real Madrid hefur gert tilboð í franska leikmanninn Zinadine Zidane. Zidane leikur nú með Juventus. Tilboðið hljóðar upp á 4 milljarða króna og myndi brasilíski tengiliðurinn Flavio Conceicao fylgja með. Conceicao er reyndar ekki genginn í raðir Real Madrid en spænska liðiðmun að ölllum líkindum kaupa hann af Deportivo La Coruna fyrir 1,3 milljarða króna. Menn hugleiða þó hvernig Real ætlar að fjármagna kaupin, en félagið er stórskuldugt, m.a. vegna kaupanna á Luis Figo fyrir 4,5 milljarða króna.

Amsterdam-mótið: Barcelona efstir (0 álit)

í Hugi fyrir 24 árum, 3 mánuðum
Í tilefni af 100 ára afmæli Ajax í Hollandi heldur félagið mót í Amsterdam. Fjögur lið taka þátt í mótinu en þau eru, auk Ajax, Barcelona, Arsenal og Lazio. Stigagjöf mótsins er ekki með hefðbundnum hætti, en lið fá 3 stig fyrir sigur, 1 fyrir jafntefli og ekkert fyrir tap, en eitt stig er gefið fyrir hvert mark sem lið skorar. Í dag voru tveir leikir, Ajax og Lazio gerðu markalaust jafntefli og Barcelona vann Arsenal 2:1. Barcelona eru því efstir með 5 stig, og Ajax, Lazio og Arsenal eru...

Eyjamenn í 2. sætið (0 álit)

í Knattspyrna fyrir 24 árum, 3 mánuðum
13. umferð Landssímadeildarinnar í knattspyrnu hófst í kvöld með fjórum leikjum. Í Keflavík unnu Eyjamenn góðan sigur á Keflvíkingum, 2:1. Steingrímur Jóhannesson kom gestunum yfir strax á 10. mín. leiksins. Þannig var staðan í hálfleik. Keflvíkingar komu ákveðnir til síðari hálfleiks og jöfnuðu leikinn á 67. mín.. Rétt undir lok leiksins skoraði Hlynur Stefánsson og tryggði Eyjamönnum 1:2 sigur. Í Laugardalnum áttust við Framarar og botnlið Stjörnunnar. Framarar komust yfir eftir 16 mín....

Rivaldo launahæstur (0 álit)

í Knattspyrna fyrir 24 árum, 3 mánuðum
Brasilíski knattspyrnumaðurinn Rivaldo hefur skrifað undir nýjan þriggja ára samning við Barcelona. Hann er hér með orðinn launahæsti knattspyrnumaður heims með um 400 milljónir króna í laun á ári eftir að búið er að draga skatta frá. Rivaldo sagðist vera hamingjusamur núna og að hann vildi aldrei yfirgefa Barcelona.

Ríkustu félög Evrópu (0 álit)

í Knattspyrna fyrir 24 árum, 3 mánuðum
Franska íþróttatímaritið L'Equipe gaf nýlega út lista yfir ríkustu knattspyrnufélög Evrópu. Það skal engan undra að enska stórliðið Manchester United er þar efst á lista með 10 milljarða króna í veltu á ári. Bayern München er í 2. sæti með 9,2 milljarða, Real Madrid í því 3. með 7,9 milljarða, Barcelona er í 4. sæti með 7,7 og ítalska liðið Juventus er í 5. sæti með 6,5 milljarða veltu á ári.

Renfurm genginn til liðs við KR (0 álit)

í Knattspyrna fyrir 24 árum, 3 mánuðum
Hollenski sóknarmaðurinn Maikel Renfurm hefur verið lánaður frá hollenska liðinu NEC Nijmegen. Hann verður hjá KR út tímabilið. Hann lék sinn fyrsta leik með KR gegn ÍA á sunnudag og höfðu sumir það á orði að hann væri dálítið hægfara, karlinn.

KR-ingar úr leik (0 álit)

í Knattspyrna fyrir 24 árum, 3 mánuðum
Í kvöld áttust við KR og Brøndby í síðari leik liðanna í Laugagrdalnum. KR-ingar sóttu mest allan leikinn, en Danirnir lögðust aftur og beyttu skyndisóknum. KR-ingar fengu ekki mikið af opnum færum, Andri Sigþórsson slapp nokkrum sinnum í gegn en ekkert datt fyrir KR-ingana í dag. Færi Brøndby-manna voru öllu hættulegri og áttu þeir m.a. skot sem hafnaði í stöng. KR-ingar eru því dottnir úr leik í Meistaradeild Evrópu.

Bayern München deildarbikarmeistarar (0 álit)

í Hugi fyrir 24 árum, 3 mánuðum
Hertha Berlin og Bayern München áttust við í úrslitaleik þýsku deildarbikarkeppninnar í kvöld. Leikurinn fór fram í Leverkusen og voru um 10.000 áhorfendur á leiknum. Eyjólfur Sverrisson og félagar í Herthu Berlín fengu dágóðan skell, því leiknum lauk með 5:1 sigri Bayern eftir að staðan hafði verið 0:0 í hálfleik. Eyjólfur Sverrisson skoraði sjálfsmark í leiknum.

Hjörtur ólöglegur með Keflavík gegn KR (0 álit)

í Knattspyrna fyrir 24 árum, 3 mánuðum
Hjörtur Fjelsted, sem lék með Keflvíkingum gegn KR sunnudaginn 23. júlí sl. var ólöglegur með liðinu. Þetta kom fram í kvöldfréttum Ríkisútvarpsins. Hjörtur spilaði með Skallagrími fyrri part sumars en gekk til liðs við Keflavík fyrir leikinn. Hann var þó ekki skráður hjá KSÍ fyrr en 27. júlí og var því ekki löglegur í leiknum. KR-ingar eru of seinir til að kæra leikinn núna því kærufrestur er runninn út. Framkvæmdarstjóri KR, Magnús Orri Schram, sagði að KR-ingar hefðu ekki vitað að Hjörtur...
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok