Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

U-21 árs liðið sigraði Möltu (1 álit)

í Knattspyrna fyrir 23 árum, 6 mánuðum
U-21 árs landslið Íslands tók á móti Maltverjum á KR-velli nú áðan. Mörkin þrjú komu öll á skömmum tíma, fyrst skoraði Veigar Páll Gunnarsson á 40. mínútu, Bjarni Guðjónsson skoraði á 45. og Orri Hjaltalín á þeirri 46. Maltverjar léku allan síðari hálfleikinn einum færri, en leikmaður þeirra fékk að líta rauða spjaldið þegar skammt var eftir af fyrri hálfleik.

Þriðja umferð í hnotskurn (0 álit)

í Knattspyrna fyrir 23 árum, 6 mánuðum
Þriðja umferð Símadeildarinnar hófst á sunnudag í Kaplakrika þar sem nýliðarnir í FH tóku á móti Íslandsmeisturum KR. Fyrstu tíu til fimmtán mínúturnar var KR öllu sterkari aðilinn, sótti meira, en þó án nokkurrar uppskeru. Sigþór Júlíusson átti hörkuskot að marki eftir sendingu frá Þórhalli Hinrikssyni, auk þess sem Arnar Jón og Guðmundur Benediktsson saumuðu sig oft gegnum vörn FH-inga og sköpuðu töluverðan usla. En leikmenn Fimleikafélagsins tóku öll völd á vellinum eftir um tuttugu...

Hermann ekki með gegn Möltu? (2 álit)

í Knattspyrna fyrir 23 árum, 6 mánuðum
Landsliðsmaðurinn Hermann Hreiðarsson, sem leikur með Ipswich, meiddist þegar hann var á æfingu með Fylki á mánudagskvöld. Á mbl.is kemur fram að hann hafi meiðst á kálfa, en á vísi.is segir að hann hafi hlotið skurð á hné. En ólílklegt er talið að hann verði orðinn leikfær á laugardag, þegar Ísland leikur gegn Möltu. Þá á Ísland leik gegn Búlgörum 6. júní.

Hvernig er NBA deildin eftir að Jordan hætti? (0 álit)

í Körfubolti fyrir 23 árum, 6 mánuðum

Þriðja umferðin hafin (0 álit)

í Knattspyrna fyrir 23 árum, 6 mánuðum
Þriðja umferð Símadeildarinnar hófst í dag með fjórum leikjum. Klukkan fjögur áttust við Fimleikafélag Hafnarfjarðar og Knattspyrnufélag Reykjavíkur, í knattspyrnuleik. Það voru nú samt leikmenn Fimleikafélagsins sem báru sigur úr bítum, enda leikur Íslandsmeistaranna afspyrnu slakur. FH-ingar áttu einfaldlega miklu meira í leiknum og áttu sigurinn fyllilega skilinn, þó svo að bæði mörkin hafi komið algerlega upp úr þurru. Fyrra markið skoraði Atli Viðar Björnsson á 22. mínútu og Jóhann...

Stórleikur þriðju umferðar (0 álit)

í Knattspyrna fyrir 23 árum, 6 mánuðum
Mest spennandi leikur þriðju umferðar held ég að verði viðureign ÍA og Keflavíkur. Keflvíkingar hafa komið á óvart í upphafi móts, unnið tvo fyrstu leiki sína, á móti þeim liðum sem spáð er öðru og þriðja sæti, Grindavík og Fylki. Haukur Ingi Guðnason hefur skorað eitt mark í báðum þessum leikjum og hefur verið skæður í fremstu víglínu Keflvíkinga. Skagamenn hafa hins vegar bara krækt sér í eitt stig það sem af er, og það gegn FH-ingum á Skipaskaga, er þeir gerðu 2:2 jafntefli. Í annarri...

Tveir leikmenn Símadeildar í bann (0 álit)

í Knattspyrna fyrir 23 árum, 6 mánuðum
Tveir leikmenn Símadeildarinnar í knattspyrnu hafa verið sendir í leikbann sökum brottreksturs. Þeim Magnúsi P. Gunnarssyni, Breiðabliki, og Aleksandar Ilic, ÍBV, en þeir hlutu brottrekstur í leik liðanna í fyrstu umferð. Þá var einn leikmaður 1. deildar, Stjörnumaðurinn Benedikt B. Hinriksson, einnig sendur í bann vegna brottreksturs sem hann hlaut í leik gegn Tindastóli á dögunum. Þar sem Stjarnan fékk alls sjö áminningar í þeim leik hefur aganefnd KSÍ gert þeim að greiða heilar tvö þúsund...

Símadeild kvenna hafin (2 álit)

í Knattspyrna fyrir 23 árum, 6 mánuðum
Fyrsta umferð Símadeildar kvenna í knattspyrnu er afstaðin. Að Hlíðarenda áttust við liðin sem spáð er tveimur efstu sætunum, Valur og Breiðablik, og lauk þeirri viðureign með 2:2 jafntefli. Blikar komust yfir á 11. mínútu leiksins með marki frá Evu S. Guðbjörnsdóttur eftir fyrirgjöf Bryndísar Bjarnadóttur. Blikarnir voru sterkari aðilinn í fyrri hálfleik, en í upphafi þess síðari jöfnuðu Valsstúlkur með marki Katrínar H. Jónsdóttur, sem kom inn á sem varamaður í leiknum. Katrín kom...

Dejan Djokic til Eyja (1 álit)

í Knattspyrna fyrir 23 árum, 6 mánuðum
Júgóslavneski sóknarmaðurinn Dejan Djokic er kominn til landsins Eyjamanna og verður löglegur með þeim þegar þeir mæta Fram í þriðju umferð Símadeildarinnar. Það gekk ekki snuðrulaust fyrir sig að fá atvinnuleyfi fyrir kappann en þau mál eru nú leyst. Tómas Ingi Tómasson hefur er einnig orðinn löglegur og má því segja að Eyjamenn muni blása til sóknar á mánudaginn þegar þeir taka á móti Safamýrarliðinu.

Hvort er deildin skemmtilegri í ár eða í fyrra? (0 álit)

í Knattspyrna fyrir 23 árum, 6 mánuðum

Kvennalið KR í Evrópukeppnina (4 álit)

í Knattspyrna fyrir 23 árum, 6 mánuðum
Evrópukeppni meistaraliða kvenna, sem nú verður haldin í fyrsta sinn, hefst í haust og verða KR-ingar fulltrúar Íslands í keppninni, þrátt fyrir sigur Breiðabliks í Landssímadeild kvenna í fyrra. Breiðablik ákvað að senda ekki lið til keppninnar, þar sem margir af lykilmönnum félagsins hafa yfirgefið liðið. Undankeppni mótsins fer fram um mánaðarmótin september - október.

Komandi landsleikir (0 álit)

í Knattspyrna fyrir 23 árum, 6 mánuðum
Liðið sem leikur gegn Maltverjum og Búlgörum í undan keppni Heimsmeistarakeppninnar 2002 mun verða kunngert af Atla Eðvaldssyni á föstudag. Ísland leikur gegn Möltu laugardaginn 2. júní og Búlgaríu miðvikudaginn 6. þess mánaðar. Að sögn Atla hefur enginn leikmannanna frá síðasta leik afboðað þátttöku vegna meiðsla, en þó er Andri Sigþórsson tæpur, en hann lék ekki með liði sínu, Salzburg, um síðustu helgi vegna meiðsla. Salzburg á leik á morgun og munu þá línur skýrast hvað varðar hans...

Ríkharður óánægður með dvölina í Stoke (2 álit)

í Knattspyrna fyrir 23 árum, 6 mánuðum
Ríkharður Daðason, landsliðsmaður í knattspyrnu, segir í viðtali við norska blaðið Rogalands Avis að hann sé argur og óánægður með tímabil sitt hjá Stoke, og sjái mikið eftir því að hafa ekki framlengt samning sinn við Viking í Noregi. Hann segir að Guðjón hafi lofað sér að sóknarleikur liðsins myndi verða byggður upp með hann í fremstu víglínu, en það hafi hann ekki gert. “5:3:2 leikaðferð liðsins hefur ekki hjálpað mér við að skora mörk” segir kappinn. Ríkharður er nú í Portúgal, en þangað...

2. umferð í hnotskurn (0 álit)

í Knattspyrna fyrir 23 árum, 6 mánuðum
Fyrstu þrír leikir annarrar umferðar unnust á heimavelli. Fyrsti leikurinn var viðureign Blika og Framara í Kópavogi. Fyrsta markið leit dagsins ljós eftir hornsspyrnu Kristófers Sigurgeirssonar á 17. mínútu og var það Þorsteinn Sveinsson sem skoraði markið með vinstri fæti, óverjandi fyrir Fjalar Þorgeirsson í marki Fram, sem stóð sig ekki sem best í þessum leik. Strekkingsvindur og rigning settu mark sitt á leikinn, sem annars einkenndist af mikilli hörku, en fimm leikmenn fengu að líta...

KR-sigur í Vesturbænum (0 álit)

í Knattspyrna fyrir 23 árum, 6 mánuðum
KR-ingar sigruðu í kvöld Skagamenn með tveimur mörkum gegn einu í bráðfjörugum leik. Stemmningin á fyrsta heimaleik KR var með besta móti. Það voru Skagamenn sem náðu forystunni í leiknum með marki Grétars Rafns Steinssonar undir lok fyrri hálfleiks. Skagamenn sóttu öllu meira í fyrri hálfleik, enda að leika undan sterkum vindi. Fyrr í leiknum hafði ÍA gert harða hríð að marki KR og eitt af skotunum hafnaði í þverslá KR. Í upphafi síðari hálfleiks sóttu KR-ingar af miklum krafti og hefðu...

Stórleikur annarrar umferðar (9 álit)

í Knattspyrna fyrir 23 árum, 6 mánuðum
Stórleikur annarrar umferðar verður að teljast viðureign KR og ÍA, sem fram fer í Vesturbænum í kvöld. Leikurinn hefst klukkan 20. Skagamenn hafa ekki sótt gull í greipar KR-inga síðastliðin misseri, en Skaginn hefur tapað fyrir KR í Vesturbænum síðan 1994, þegar liðin gerðu markalaust jafntefli.. Síðast skoruðu Skagamenn í Vesturbænum árið 1995, en þá fór leikurinn 3:2 og var það eina tap Skgans það árið. En alls hafa liðin mætst 92 sinnum í efstu deild. Úr þeim leikjum hafa Skagamenn sótt...

Fyrsti toppslagurinn í kvöld (0 álit)

í Knattspyrna fyrir 23 árum, 6 mánuðum
Önnur umferð Símadeildarinnar hefst í kvöld með fjórum leikjum. Í Kópavogi taka Blikar á móti Frömurum, en í fyrstu umferðinni unnu Blikar Eyjamenn, 1:0. Framarar töpuðu hins vegar sínum leik gegn Val, 2:3. Eyjamenn taka á móti FH í Eyjum, en eins og fyrr kemur fram töpuðu Eyjamenn í fyrstu umferð, á meðan FH-ingar gerðu 2:2 jafntefli við Skagamenn á Skipaskaga. Valsmenn, sem unnu Framara í fyrstu umferð, tak á móti Grindavík, en þeir töpuðu í fyrstu umferðinni á móti Keflavík, 1:2....

Neðri deildirnar hefjast í kvöld (2 álit)

í Knattspyrna fyrir 23 árum, 6 mánuðum
Í kvöld hefjast 1. og 2. deild Íslandsmótsins í knattspyrnu. Í 1. deild eru þrír leikir, Þróttur - Víkingur, Þór - Leiftur og Tindastóll - Stjarnan. Allir leikirnir hefjast klukkan 20. Önnur deild hefst í kvöld á tveimur leikjum, á Selfossi taka heimamenn á móti Skallagrími og á Garðsvelli eigast við heimamenn í Víði og Haukar. Þjálfarar liða í fyrstu deild spáðu fyrir um sumarið, líkt og ævinlega, og spá þeir Stjörnunni og KA upp í úrvalsdeild. Tindastóli og KS spá þeir falli í aðra deild....

Mörk í öllum leikjum fyrstu umferðar (3 álit)

í Knattspyrna fyrir 23 árum, 6 mánuðum
Fyrstu umferð Símadeildarinnar í knattspyrnu lauk í gær með fjórum leikjum. Á Skipaskaga áttust við Skagamenn og FH, í Kópavogi tóku Blikar á móti Eyjamönnum, í Grindavík mættu heimamenn Keflvíkingum og á Valbjarnarvelli í Laugardalnum sóttu Valsarar Framara heim. Mikið af mörkum var skorað í fyrstu umferðinni að þessu sinni, eða alls 14 talsins. Á þriðjudag sigruðu Fylkismenn KR eins og kunnugt er með einu marki gegn engu í opnunarleiknum. Í Grindavík leit fyrsti útisigur Keflvíkinga á...

Leikmaður frá Trinidad hjá KR (1 álit)

í Knattspyrna fyrir 23 árum, 6 mánuðum
KR-ingar eru enn að fá til sín erlenda leikmenn og nú er til reynslu hjá þeim 18 ára gamall sóknarmaður frá Trinidad og Tobago, en sem kunnugt er kræktu Fylkismenn í sóknarmann þaðan, McFarlane, fyrir skömmu. Nýlega höfnuðu KR-ingar Skotanum Sean Sweeney, sem kom til reynslu til þeirra, en sá er varnarmaður. Annar erlendur leikmaður sem KR hefur fengið til sín er sóknarmaðurinn Moussa Dagnogo, en hann lék með liðinu gegn Fylki á þriðjudag. Að sögn Leifs Grínssonar, framkvæmdarstjóra...

Flugvélakaup Schumacher bræðranna (0 álit)

í Formúla 1 fyrir 23 árum, 6 mánuðum
Ralf og Michael Schumacher hafa undanfarið keypt sér einkaþotur fyrir samtals um fjóra milljarða króna. Ralf Schumacher mun hafa keypt sér Hawker Horizon þotu með eldhúsi, baði, setustofu, fataskápum o.s.frv., sem kemst upp í 900 km hraða á klukkustund. Hann á fyrir eina Canadian Challenger, sem hann er að hugsa um að selja. Stóri bróðir hans, Michael Schumacher er heldur ekki þotulaus, en hann hefur keypt sér Falcon þotu fyrir 19 farþega á tæpa tvo milljarða króna.

Árbæingar lögðu KR (3 álit)

í Knattspyrna fyrir 23 árum, 6 mánuðum
Í gærkvöldi hófst Íslandsmótið í knattspyrnu karla í 90. skiptið. Opnunarleikurinn var stórleikur Fylkis og KR og var leikurinn háður í Árbæ. Fylkismenn léku undan strekkingsvindi í fyrri hálfleik og sóttu öllu meira í honum. Þó áttu KR-ingar fyrsta almennilega færið, þegar Arnar Jón Sigurgeirsson skaut rétt yfir markið úr þröngu færi, eftir mikinn hamagang inni á teig Fylkismanna. Skömmu áður hafði Frakkinn í liði KR, Moussa Dagnogo, stimplað sig inn í leikinn með skoti af um 15 metra færi,...

Tómas Ingi til KR eða ÍBV? (0 álit)

í Knattspyrna fyrir 23 árum, 6 mánuðum
Tómas Ingi Tómasson, leikmaður dansa knattspyrnuliðsins AGF, hefur samið við liðið um að fá að hætta og ætlar sér að spila hér á landi í sumar. Tómas hefur átt við langvarandi meiðsli að stríða og er það ástæða þess að hann hefur lítið sem ekkert fengið að spreyta sig með danska liðinu. Óstaðfestar heimildir segja að hann sé í viðræðum við ÍBV og KR, en hvorki hann né forráðamenn liðanna vildu játa það. Tómas Ingi hefur áður leikið bæði með KR og ÍBV. Hann gekk til liðs við AGF árið 1998 og...

Upphafsleikurinn verður í Árbæ (1 álit)

í Knattspyrna fyrir 23 árum, 6 mánuðum
Í morgun var það ákveðið að upphafsleikur Símadeildarinnar, leikur Fylkis og KR mun fara fram á heimavelli Fylkismanna, í Árbæ, en ekki á Varmárvelli eins og til hafði staðið. Árbæjarvöllurinn er ekki upp á sitt besta enn sem komið er og má búast við því að boltinn skoppi eitthvað vitlaust til og frá, en það fylgir jafnan upphafi deildarinnar. Í fyrra þegar liðin mættust skyldu þau jöfn, 1:1 eftir að Einar Þór Daníelsson hafði komið KR-ingum yfir en Gylfi Einarsson jafnað á síðustu mínútum leiksins.

Coulthard sigrar í Austurríki (0 álit)

í Formúla 1 fyrir 23 árum, 7 mánuðum
Þá er Austurríkiskappaksturinn afstaðinn og stóð David Coulthard uppi sem sigurvegari. Annar varð Michael Schumacher og félagi hans, Barichello varð þriðji. Barichello vék fyrir Schumacher þegar nokkrir metrar voru í mark, en stjóri Ferrari skipaði svo fyrir. Á blaðamannafundinum eftir keppnina sást það greinilega að hann var hreint ekki sáttur með það, en sagðist samt hafa verið “ánægður” með það. Félagi Coulthard, Mika Häkkinen sat eftir í rásmarki þegar keppnin hófst og var hann gráti...
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok