það gerir barninu ekkert betra að hafa foreldra saman þegar þau eiga ekki samleið. Andrúmsloftið væri nú ekki gott og ekki gott fyrir barn að alast upp í þvingandi andrúmslofti. Sumir gætu þetta eflaust, búið saman en vera ekki saman. En fyrir mína parta mundi ég frekar búa í sitthvoru lagi og hafa góða umgengni á báða foreldra. Því fyrr sem er byrjað á því, því minni áhrif hefur þetta á börnin. Mun verra að bíða með þetta þegar barnið fer að hafa meiri tilfinningar og skilning á lífinu.