Hvað er eiginlega þjóðernishyggja? Margur sjálfskipaður spekingurinn telur sig sjálfsagt vera með það á hreinu og ekki þurfa neinnar fræðslu við í þeim málum. Þjóðernishyggja er engu að síður sennilega einhver misskildasta hugmyndafræði okkar tíma. E.t.v. er það fyrsta sem mörgum dettur í hug, þegar hugtakið þjóðernishyggja er nefnt, orð eins og “gyðingahatur”, “útrýmingarbúðir”, “nasismi” eða eitthvað því um líkt. En nákvæmlega hvað er þjóðernishyggja? „Þjóðernishyggja er hugmyndafræði sem...