Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

Verðbólguþróun á Íslandi 1971-1991 (5 álit)

í Sagnfræði fyrir 22 árum, 8 mánuðum
Verðbólguþróun á Íslandi 1971-1991 Aðfararorð Nú um stundir er verðbólga eitt af aðalmálunum í umræðunni hér á landi og datt mér því í huga að birta hér hagsögulegt yfirlit í stórum dráttum um þróun verðbólgu hér á landi á ákveðnu tímabili sem var til umræðu í einum tíma í sagnfræðinni í HÍ nú fyrir skemmstu. Til að geta áttað sig á því efni sem hér er til umfjöllunar er fyrir það fyrsta nauðsynlegt að gera sér grein fyrir því hvað hugtakið “verðbólga” gengur út á. Hugtakið “verðbólga” felur...

Skýrsla um innflytjendamál í Danmörku gefin út (93 álit)

í Deiglan fyrir 22 árum, 8 mánuðum
Opinber skýrsla um stöðu innflytjendamála í Danmörku gefin út www.framfarir.net Þann 31. janúar sl. var gefin út í Danmörku opinber skýrsla um stöðu innflytjendamála þar í landi sem samin var af nefnd sérfræðinga fyrir ríkisstjórn landsins. Í skýrslunni er bæði fjallað um núverandi stöðu innflytjendamála í Danmörku og einnig hver staðan verði eftir tuttugu ár ef áfram heldur líkt og undanfarin ár. Í skýrslunni er gert ráð fyrir að heildaríbúafjöldi Danmerkur muni aukast um 6,1% frá 2001 til...

Móðurmálskennsla fyrir útlendinga aflögð í Danmörk (32 álit)

í Deiglan fyrir 22 árum, 8 mánuðum
Móðurmálskennsla fyrir útlendinga aflögð í Danmörku www.framfarir.net Danska ríkisstjórnin hyggst fella niður alla móðurmálskennslu fyrir útlendinga í ríkisreknum grunnskólum landsins. Er þetta m.a. liður í viðleitni ríkisstjórnarinnar til að minnka gífurlegan kostnað ríkisins af innflytjendamálum. Ein aðalástæða þessa er ennfremur, að sögn talsmanns ríkisstjórnarflokksins Venstre Gitte Lillelund Bech, sú reynsla Dana að móðurmálskennsla útlendinga dragi verulega úr líkunum á því að þeir...

Bandaríkjamenn hafðir að algerum fíflum? (32 álit)

í Deiglan fyrir 22 árum, 8 mánuðum
Sæl öll, Ef þetta er satt sem fram kemur í þessari grein hafa Bandaríkjamenn verið hafðir að algerum fíflum. Þeir hafa rekið stanslausan áróður heima fyrir að þeir muni brátt handsama Bin Laden en þetta er rosalegt kjaftshögg ef þetta reynist á rökum reist. ———————————————————– Bar fé á menn og fékk að fara Osama bin Laden slapp úr klóm Bandaríkjamanna í Afganistan sökum mistaka, sem gerð voru í leitinni að Sádi-Arabanum. Þannig bjuggu Bandaríkjamenn alls ekki yfir fullnægjandi upplýsingum...

Sömu laun fyrir sömu vinnu (27 álit)

í Stjórnmál fyrir 22 árum, 8 mánuðum
Sömu laun fyrir sömu vinnu Nokkuð virðist bera á því að útlendingum, sem koma hingað til lands til að vinna í lengri eða skemmri tíma, sé ekki greidd laun samkvæmt ráðningarsamningum sínum né samkvæmt gildandi kjarasamningum. Ennfremur ber á því í þessum tilfellum að umræddum útlendingum sé ekki afhent afrit af ráðningarsamningnum eftir að þeir undirrita hann. Svona lagað gengur auðvitað ekki enda er þetta ekki bara ósanngjarnt gagnvart hinu erlenda vinnuafli sem fyrir slíku verður heldur...

Þjóðverjar herða innflytjendalöggjöf landsins (20 álit)

í Deiglan fyrir 22 árum, 8 mánuðum
Þjóðverjar herða innflytjendalöggjöf landsins www.framfarir.net Þjóðverjar hafa nú bæst í hóp þeirra Evrópulanda sem hafa að undanförnu hert innflytjendalöggjafir sínar eða viðrað hugmyndir um slíkt. Var lagafrumvarp þess efnis samþykkt í neðri deild þýska þingsins 1. mars sl. og er megintilgangur þess að takmarka mjög aðgang annarra innflytjenda að landinu en þeirra sem eru menntaðir á einhverju sviði. Umrædd lög eru þau fyrstu sem sett eru um innflytjendur í Þýskalandi eftir lok Síðari...

Tónaflóð - Heilbrigð þjóðernishyggja gegn nasisma (3 álit)

í Kvikmyndir fyrir 22 árum, 8 mánuðum
Tónaflóð - Heilbrigð þjóðernishyggja gegn nasisma Margir kannast eflaust við kvikmyndina “Sound Of Music” (Tónaflóð) frá árinu 1965 enda um að ræða sígilt verk. Þessi kvikmynd er í miklu uppáhaldi hjá mér, bæði einfaldlega vegna þess hversu góð myndin er sem slík en einnig fyrir þær sakir að í henni má sjá gerðan skýran greinarmun á heilbrigðri þjóðernishyggju og nasisma. Myndin gerist í Austurríki rétt áður en landið er innlimað í Þýskaland nasismans árið 1938. Önnur aðalsöguhetjan er...

Evrunni gæti fylgt aukin verðbólga og hærri vextir (3 álit)

í Deiglan fyrir 22 árum, 8 mánuðum
Evrunni gæti fylgt aukin verðbólga og hærri vextir www.framfarir.net Nefnd þekktra sænskra hagfræðinga hefur gefið út skýrslu þar sem varað er við því að upptaka evrunnar í Svíþjóð gæti orðið til þess að auka á efnahagslegan óstöðugleika í landinu. Niðurstaða fræðimannanna er sögð vera mikið áfall fyrir sænska Evrópusambandssinna og þá einkum og sér í lagi fyrir Göran Person forsætisráðherra Svíþjóðar. Kemur þetta m.a. fram í breska dagblaðinu The Daily Telegraph. Nefnd þessari var falið að...

Finnar óánægðir með þróunina innan ESB (41 álit)

í Stjórnmál fyrir 22 árum, 8 mánuðum
Finnar óánægðir með þróunina innan Evrópusambandsins www.framfarir.net Finnar eru farnir að ugga um hag sinn innan Evrópusambandsins vegna þess að stóru ríkin í sambandinu, Bretland, Frakkland, Þýskaland og Ítalía, hafi of mikil völd innan þess. Séu stóru ríkin í auknum mæli farin að sýna vilja í þá átt að skara eld að eigin köku á kostnað hagsmuna minni aðildarríkja sambandsins. Sagði Paavo Lipponen, forsætisráðherra Finnlands, í nýlegu viðtali að aukið samstarf á milli einstakra...

Orrustan við Kursk: Mestu skriðdrekaátök sögunnar (25 álit)

í Sagnfræði fyrir 22 árum, 9 mánuðum
Orrustan við Kursk: Mestu skriðdrekaátök sögunnar Orrustan við Kursk er minnistæð af fjölmörum ástæðum en mun mun sennilega lengst vera minnst sem stærstu skriðdrekaátökum sögunnar. Sumir hafa jafnvel kallað orrustuna mestu landátök sem átt hafi sér stað. Það eina sem hægt er að bera saman við þau eru átök Ísrales og Arabalandanna á sjöunda og áttunda áratugnum. Í orrustunni var m.a. beitt um 2,2 milljónum manna, 5.300 skriðdrekum, og 4.400 flugvélum. Þar af beittu Rússar um 1,3 milljónum...

Robert E. Lee hershöfðingi Suðurríkjanna (8 álit)

í Sagnfræði fyrir 22 árum, 9 mánuðum
Robert E. Lee hershöfðingi Suðurríkjanna Robert Edward Lee var fæddur 19. janúar 1807 í Stratford, Virginíu. Hann var sonur Lighthorse Harry Lee sem var stríðshetja úr Frelsisstríði Bandaríkjanna. Lee var menntaður í herskóla Bandaríkjahers í West Point og útskrifaðist þaðan 1829 og var skipaður undirliðsforingi í verkfræðisveitum hersins. Hann var hækkaður í tign 1836 og skipaður yfirliðsforingi og aftur 1838 þegar hann var gerður að höfuðsmanni. Lee gat sér frægðar í stríði Bandaríkjamanna...

Svokölluð "ærumorð" valda óhug á Norðurlöndum (63 álit)

í Deiglan fyrir 22 árum, 10 mánuðum
Svokölluð “ærumorð” valda óhug á Norðurlöndum Gríðarlegur óhugur hefur gripið um sig á Norðurlöndum eftir að sá atburður átti sér stað í Svíþjóð í upphafi vikunnar að kúrdískur faðir myrti dóttur sína fyrir að eiga í ástarsambandi við sænskan mann. Morðið hefur verið fordæmt harðlega á Norðurlöndunum. Hafa ráðamenn þar m.a. lýst því yfir að hvorki menningarlegar né trúarlegar ástæður geti réttlætt morð og ennfremur að innflytjendur, múslimar sem og aðrir, verði að aðlaga sig að þeim gildum...

Bush ætlar að stórefla bandaríska herinn (11 álit)

í Deiglan fyrir 22 árum, 10 mánuðum
Bush Bandaríkjaforseti tilkynnti bandarískum hermálayfirvöldum í gær að hann hyggst biðja þingið um mestu aukningu í fjárframlögum til varnarmála frá því á fyrsta kjörtímabili Ronalds Reagans (1980-1984) eða í um 20 ár) Umrædd aukning nemur 379 milljörðum dollara (tæpar 40 billjónir króna - 40.000.000.000.000 kr.) og á að ná fram á næsta ár, 2003. Um er að ræða 14% aukningu á framlögum til varnarmála miðað við núverandi útgjöld. Bush sagðist í ræðu fyrir skömmu vera reiðubúinn að eyða hverju...

Hætturnar sem leynast í notkun spjallrásanna (19 álit)

í Deiglan fyrir 22 árum, 10 mánuðum
Sæl öll, Ég var að lesa frétt í Fréttablaðinu í dag um að verið sé að hrinda af stað átaki í því skyni að fræða grunnskólabörn um hætturnar sem geta leynst í notkun hinna svokölluðu spjallrása á internetinu (mirc). Ég held að þetta sé ekki seinna vænna og hefði átt að eiga sér stað fyrr ef eitthvað er. Gallinn er auðvitað sá að af einhverjum ástæðum þurfa slysin yfirleitt að gerast til að gripið sé til einhverra ráðstafana. Ástæða þess að verið er að hrinda þessu átaki af stað er nefnilega...

Verður Rudy Guiliani forseti Bandaríkjanna? (11 álit)

í Deiglan fyrir 22 árum, 10 mánuðum
Verður Rudy Guiliani forseti Bandaríkjanna? Rudy Guiliani, fyrrv. borgarstjóri New York var kosinn maður ársins í Bandaríkjunum fyrir árið 2001. Það er e.t.v. ekki einkennilegt vegna framgöngu hans varðandi atburðina 11. september á síðasta ári. Líklegt þótti reyndar að annar maður tengdur þeim atburðum myndi hugsanlega vera kosinn, Osama bin Laden. Nú hefur Guiliani lokið tveimur kjörtímabilum sem borgarstjóri New York og mátti ekki njóða sig fram í það þriðja í röð skv. lögum. Mér skilst...

Hugleiðingar um málefni aldraðra á Íslandi (39 álit)

í Stjórnmál fyrir 22 árum, 10 mánuðum
Hugleiðingar um málefni aldraðra á Íslandi Það sjónarmið virðist vera nokkuð algengt hér á landi að þegar fólk kemst á ellilífeyrisaldur þá sé hlutverki þeirra hreinlega lokið í þjóðfélaginu og þetta fólk bara sett í einhvers konar biðstöðu. Það má segja að með slíku sjónarmiði sé hreinlega búið að grafa þetta fólk löngu áður en það er látið. Ég tel að það þurfi að eiga sér stað mikil hugarfarsbreyting varðandi málefni aldraðra í íslensku þjóðfélagi. Við þurfum að gera ráðstafanir til að...

Öryggi grunnskólabarna í Reykjavík stefnt í hættu (251 álit)

í Stjórnmál fyrir 22 árum, 10 mánuðum
Öryggi grunnskólabarna í Reykjavík stefnt í hættu (www.framfarir.net) Víða í grunnskólum Reykjavíkur er ýmist fólk af erlendu bergi brotið við ýmis störf sem ekki er talandi á íslensku og jafnvel ekki ensku heldur. Fræðslustjóri Reykjavíkur, Gerður Óskarsdóttir, var spurð álits á því í Útvarpi sögu sl. fimmtudag hvort ekki væru gerðar þær kröfur til starfsmanna grunnskóla Reykjavíkur að þeir gætu tjáð sig á íslensku. Gerður svaraði því til að ekki þætti nein sérstök ástæða til að gera þær...

Hugleiðingar um anarkisma (28 álit)

í Stjórnmál fyrir 22 árum, 10 mánuðum
Þær eru sennilega ófáar hugmyndafræðirnar sem eiga lítið sem ekkert erindi við raunveruleikann og eru mestmegnis draumórar einir. Ein slík hugmyndafræði er óneitanlega svokölluð stjórnleysisstefna, eða anarkismi. Reyndar eru víst til tvær gerðir anarkisma, hægrisinnaður og vinstrisinnaður svo notast sé við annars úrelt pólitískt mælitæki. Hægrisinnaður anarkismi, einnig nefnd öfgafrjálshyggja, gengur út á að einstaklingurinn eigi að ráða sér algerlega sjálfur og enginn eigi að hafa vald til...

Karl mikli Frankakonungur (13 álit)

í Sagnfræði fyrir 22 árum, 10 mánuðum
Karl mikli Frankakonungur Þau eru mörg stóru nöfnin í mannkynssögunni en þó hafa aðeins nokkrar manneskjur fengið þá einkunn að hafa verið miklar. Dæmi um slíkt er Alexander mikli, Pétur mikli, Katrín mikla og Friðrik mikli. Hér er ætlunin að gera einni af þessum manneskjum nokkur skil sem svo sannarlega átti ekki síst þessa einkunn skilda, Karli mikla Frankakonungi. Nafn Karls er vissulega mjög stórt í sögunni og má segja að það tímabil í Evrópu sem hann er uppi á einkennist af honum og...

Grafið undan réttindum íslenskra ríkisborgara (34 álit)

í Stjórnmál fyrir 22 árum, 11 mánuðum
Grafið undan réttindum íslenskra ríkisborgara Nú liggur fyrir á Alþingi frumvarp Samfylkingarinnar til breytinga á sveitarstjórnarlögum sem kveður á um að erlendir ríkisborgarar hér á landi fái að kjósa í sveitarstjórnarkosningunum í vor. Flutningsmenn frumvarpsins eru sex þingkonur Samfylkingarinnar; Svanfríður Jónasdóttir, Guðrún Ögmundsdóttir, Þórunn Sveinbjarnardóttir, Bryndís Hlöðversdóttir, Jóhanna Sigurðardóttir og Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir. Flutningsmenn frumvarpsins byggja mál...

Skapa fjölþjóðasamfélög sundrungu eða samstöðu? (39 álit)

í Stjórnmál fyrir 22 árum, 11 mánuðum
Skapa fjölþjóðasamfélög sundrungu eða samstöðu? (www.framfarir.net) Þann 27. nóvember sl. skrifaði ég grein hér á Framfarir.net um þá einkennilegu ákvörðun stúdentaráðs að samtvinna hátíðarhöld stúdenta vegna fullveldisdagsins 1. desember og umræðu um fordóma í þjóðfélaginu. Í kjölfar hennar óskaði ég síðan eftir skýringum á þessu uppátæki frá formanni Stúdentaráðs. Sem svar við þessu erindi mínu sendi formaðurinn mér afrit af ræðu þeirri sem hann hélt í tilefni af fullveldisdeginum. Ræða...

Innflytjendamál: Morgunblaðið beitt hótunum? (42 álit)

í Stjórnmál fyrir 22 árum, 11 mánuðum
Þjóðernissinnuðuðum sjónarmiðum úthýst í Morgunblaðinu? (www.framfarir.net) Tjáningarfrelsið er eitt af grundvallaratriðum lýðræðisins og er það skylda fjölmiðla í lýðræðislegur þjóðfélagi að sjá til þess að sem flest sjónarmið fái að njóta sín varðandi þau mál sem þau eiga við um. Annað heitir ritskoðun og þekkist alla jafna aðeins í einræðisríkjum. Thomas Jefferson, forseti Bandaríkjanna, sagði eitt sinn að þegar fjölmiðlar væru frjálsir, og hver maður væri fær um að lesa og skrifa, þá...

Sigmaður varnarliðsins verði sæmdur fálkaorðunni (45 álit)

í Deiglan fyrir 22 árum, 11 mánuðum
Sæl öll, Ég vil gera það að tillögu minni að sigmaður bandaríska vanrnarliðsins, sem bjargaði skipverjanum af Svanborgu SH nú nýlega, verði sæmdur fálkaorðunni, eða annari opinberri viðurkenningu, fyrir björgunarafrek sitt og hetjudáð við hrikalegar aðstæður. Hann mun hafa lagt líf sitt í mikla hættu við björgunina og segja þeir sem séð hafa myndband varnarliðsins af björgunarafrekinu að ótrúlegt sé að þetta skuli hafa tekist. Skipverjinn segir að þegar hann hafi séð sigmanninn síga til sín...

Kröfur Flokks framfarasinna einungis hófsamar (6 álit)

í Stjórnmál fyrir 22 árum, 11 mánuðum
Kröfur Flokks framfarasinna litlar miðað við ýmis önnur vestræn ríki (www.framfarir.net) Fjölmenningarsinnar hafa sumir gagnrýnt Flokk framfarasinna fyrir að vilja gera þær kröfur til innflytjenda að þeir læri íslensku, íslenska sögu og um íslenska menningu. Staðreyndin er þó sú að umræddar kröfur eru litlar miðað við þær kröfur sem ýmis önnur vestræn ríki gera til innflytjenda sinna. Alls staðar í heiminum eru einhver skilyrði sett fyrir því að útlendingum sé veittur ríkisborgararéttur í...

Flokkur framfarasinna og forverar hans (104 álit)

í Stjórnmál fyrir 22 árum, 12 mánuðum
Flokkur framfarasinna og forverar hans Stundum hafa forsvarsmenn Flokks framfarasinna verið inntir svara við því hvaða fyrirmyndir flokkurinn hafi í stjórnmálasögunni. Þó raunin sé sú að eiginlegar fyrirmyndir flokksins séu engar eru þó ákveðin íslensk stjórnmálaöfl í sögunni sem flokkurinn lítur á sem forvera sína. Þar er efst á blaði Hið íslenzka þjóðvinafélag sem upphaflega var stofnað sem stjórnmálasamtök árið 1871. Hið íslenzka þjóðvinafélag, eða Þjóðvinafélagið eins og það er einnig...
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok