Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

psycho
psycho Notandi frá fornöld 44 ára karlmaður
8.434 stig
******************************************************************************************

Jónas og Magga 280 (0 álit)

í Húmor fyrir 23 árum, 8 mánuðum
Jónas og Guðmundur voru góðir vinir. Þeir ræktuðu saman kartöflur, plöntuðu trjám, spiluðu saman um helgar og fóru stöku sinnum saman á hverfiskrána. Báðir voru giftir. Jónas átti sjö börn, en Guðmundur á aðeins eitt, þó þeir hefðu verið giftir í svipaðan tíma. “Segðu mér, Guðmundur minn,” sagði Jónas, “hvernig ferðu að því að eiga bara eitt barn á sama tíma og ég er búinn að eignast sjö?” “Jú, sko, ég nota örugga tímabilið,” sagði Guðmundur. “Örugga tímabilið?” segir Jónas, “hvenær er það?”...

Jónas og Magga 279 (1 álit)

í Húmor fyrir 23 árum, 8 mánuðum
Jónas og Guðmundur voru eitt sinn að spila golf og voru um það bil að fara af stað á 5. braut (dræva) þegar nakin stúlka skaust allt í einu út úr rjóðri rétt hjá – og á eftir henni komu nokkrir virðulegir menn í hvítum úsloppum. Aftasti maðurinn hélt á tveim fötum fullum af sandi. Þeir félagarnir héldu áfram að spila, en sama sjón mætti þeim á tveim næstu brautum. Að lokum stóðst Jónas ekki mátið, stoppaði einn slopp- klæddan og spurði hann hvað hér væri um að vera. “Hún er sjúklingur okkar...

Jónas og Magga 278 (0 álit)

í Húmor fyrir 23 árum, 8 mánuðum
Í kennslustofunni: Kennarinn: “Jónas! Nefndu mér tvö fornöfn!” Jónas: “Hver? Ég?” <br><br><b>****************************************************************************************** I do what I do, I am who I am, if you don´t like it……PISS OFF -psycho 2001</b> líttu á heima síðuna mína <a href="http://kasmir.hugi.is/psycho“ target=”_blank“>hér</a> skrifaðu mér <u><b>HATE MAIL</u></b> <a href=”http://pub.alxnet.com/guestbook?id=2197398“ target=”_blank">hérna</a

Jónas og Magga 277 (0 álit)

í Húmor fyrir 23 árum, 8 mánuðum
Jónas fór að hitta prest sinn og var mikið niðri fyrir. “Heyrðu mig, Séra Guðmundur,” sagði hann. “Sko, eins og þú veist, þá erum við, konan mín og ég, búin að vera gift í nokkrar vikur, og um daginn gerði ég svolítið, sem ég held að ég hefði ekki átt að gera. Heldurðu nokkuð að við verðum rekin úr kirkjunni?” “Ja, ég veit ekki,” sagði presturinn, “hvað var þetta sem þú gerðir?” “Jú, sjáðu til, um daginn, þá kom ég að konu minni þar sem hún var að bogra svolítið og … ja, ég veit eiginlega...

Jónas og Magga 276 (0 álit)

í Húmor fyrir 23 árum, 8 mánuðum
Jónas fór var að leita að jólagjöf handa konu sinni og fór því inn í verslun sem selur nærfatnað fyrir konur. Hann skoðaði ýmislegt spennandi, en spurði að lokum afgreiðslukonuna hvort ekki væri til náttkjóll með loðbryddingu á faldinum. Afgreiðslukonan varð því miður að segja honum að slíkt væri ekki til, þær ættu alls konar undirföt, náttkjóla og sloppa, en ekkert með loðbryddingu á faldinum. “Til hvers viltu fá náttkjól með loðbryddingu á faldinum?” spurði hún forvitin. “Svo konu minni...

Jónas og Magga 275 (0 álit)

í Húmor fyrir 23 árum, 8 mánuðum
Vinirnir Jónas og Guðmundur áttu það báðir sameiginlegt að þeir voru bæklaðir. Guðmundur var með stóra og ljóta kryppu, en Jónas var með klumpufót. Þeir lögðu það í vana sinn að drekka nokkra bjóra á hverju kvöldi í krá einni og ganga síðan heim eftir lokun. Þannig háttaði til að á milli heimila þeirra og kráarinnar var gamall kirkjugarður og þar sem þeir voru báðir mjög hjátrúarfullir gengu þeir alltaf hringinn í kringum kirkjugarðinn í staðinn fyrir að fara í gegnum hann. Kvöld eitt var...

Jónas og Magga 274 (0 álit)

í Húmor fyrir 23 árum, 8 mánuðum
Jónas og Guðmundur voru komnir á efri ár og voru að rifja upp gömlu góðu dagana á stríðsárunum þegar þeir voru í Bretavinnunni. “Mannstu,” sagði Jónas, “þegar Bretarnir settu saltpétur í kaffið okkar til að draga úr kynhvötinni, svo við héldum okkur betur að vinnunni?” “Já,” sagði Guðmundur. “Hvað með það?” “Jú,” sagði Jónas, “ég held að hann sé farinn að virka á mig!” <br><br><b>****************************************************************************************** I do what I do, I am...

Jónas og Magga 273 (0 álit)

í Húmor fyrir 23 árum, 8 mánuðum
Jónas fór eitt sinn á veitingahús og bað þjóninn að færa sér flösku af víni. “En,” sagði Jónas, “þetta verður að vera alveg sérstakt vín. Það VERÐUR að vera rauðvín, árgerð 1944, gert úr vínberjum sem uxu í brekku sem snýr í austurátt!” Þjónninn kom með flösku og gaf Jónasi að smakka. “Nei,” sagði Jónas, “þetta er árgerð 1942 úr suðurbrekku.” Þjónninn athugaði á flöskuna og, mikið rétt, þetta var einmitt eins og Jónas sagði. Þá fór þjónninn og náði í aðra flösku, sem hann opnaði og gaf...

Jónas og Magga 272 (0 álit)

í Húmor fyrir 23 árum, 8 mánuðum
Jónas tók upp á því allt í einu að fara í heilsurækt. Hann stóðst ekki lengur allan þann yfirþyrmandi áróður sem er fyrir því að fara í eina af þessum líkamsræktarstöðvum og brá sér inn á eina mjög vel tækjum búna. Eftir að hafa dúllað við tækin í dálítinn tíma ákvað okkar maður að nú væri nóg komið og hélt í sturtuna. En vegna þess að hann var ókunnugur í ræktinni viltist hann inn í kvennaklefann. Því miður var enginn þar, svo að Jónas varð ekki var við þessa yfirsjón sína fyrr en hann var...

Jónas og Magga 271 (0 álit)

í Húmor fyrir 23 árum, 8 mánuðum
Jónas sat í makindum heima hjá sér þegar konan hans tók hann allt í einu tali: “Jónas minn,” sagði hún, “ef ég dæi allt í einu, heldurðu að þú mundir gifta þig aftur?” “Ja, ég veit ekki,” sagði Jónas. “Ég er nú hvorki svo gamall eða svo ljótur að ég gæti ekki hugsað mér að kvænast aftur, svo - jú, ég mundi ekki telja það alveg óhugsandi.” “En Jónas,” spurði hún aftur, “mundir þú koma með hana hérna í fallega húsið okkar?” “Tjahh,” sagði Jónas, “ég er nú búinn að streða fyrir þessu húsi,...

Jónas og Magga 270 (0 álit)

í Húmor fyrir 23 árum, 8 mánuðum
Jónas var einn daginn að fara yfir bókhald sonar síns, sem var nýlega orðinn 18 ára. Þá sá hann eftirfarandi færslu: Gjafir til Maríu: 50.000,- Gjafir til Júlíu: 75.000,- Gjafir til Margrétar: 60.000,- Nú blöskraði Jónasi og hann tók son sinn á eintal. “Sjáðu nú til, drengur minn. Í fyrsta lagi, þá ertu að borga allt of mikið fyrir kynlífið. Þú átt að takmarka útgjöldin svo þú verðir ekki gjaldþrota fyrir aldur fram. Í öðru lagi þá áttu að fela færslurnar í bókhaldinu. Þú gætir til dæmis...

Jónas og Magga 269 (0 álit)

í Húmor fyrir 23 árum, 8 mánuðum
Fyrir skömmu dvaldi Jónas í nokkrar vikur í ónefndri stórborg í Evrópu. Eftir nokkra daga þar ákvað hann að fara á hóruhús og valdi það stærsta og flottasta sem hann fann. Þar valdi hann sér þokkafulla, brjóstgóða og vel lærða ljósku og fór með hana upp á herbergi. Hálftíma seinna kom hann niður og ætlaði að fara að borga maddömmunni, en hún vildi ekki taka við peningum af honum. Þess í stað lét hún hann hafa peninga, um 10.000 íslenskar krónur í allt. Viku seinna kom Jónas aftur í þetta...

Jónas og Magga 268 (0 álit)

í Húmor fyrir 23 árum, 8 mánuðum
Jónas var á árlegri skoðunarferð sinni um elliheimilið. Hann kom við í matsalnum og hitti þar þrjá gamla og hruma menn. Hann spurði þann fyrsta hve gammall hann væri. “Ég er nú orðinn áttatíu og tveggja ára gamall!” sagði sá gamli. “Hvað þakkar þú það að hafa náð þessum aldri?” spurði Jónas. “Ja, ég trúi því að algert bindindi á tóbak og vín og konur hafi orsakað það að ég er orðinn þetta gamall.” sagði sá gamli. Jónas fór til næsta manns og spurði hann að aldri. “Ég er áttatíu og þriggja...

Jónas og Magga 267 (0 álit)

í Húmor fyrir 23 árum, 8 mánuðum
Jónas var í heimsókn á Akureyri og þurfti að fara með leigubíl á milli enda í bænum. Á leiðinni sagði leigubílstjórinn við hann:BR “Heyrðu, á ég að segja þér smá gátu?” Jónas var alveg á því að fá hana. “Hver er það,” sagði leigubílstjórinn, “sem er barn foreldra minna, en er ekki bróðir minn og ekki systir mín?” Jónas hugsaði um þetta í smá tíma, en sagði svo “Ég veit það bara ekki.” “Jú,” sagði leigubílstjórinn, “það er ég sjálfur!” Þegar Jónas kom heim til Hafnarfjarðar aftur sagði hann...

Jónas og Magga 266 (0 álit)

í Húmor fyrir 23 árum, 8 mánuðum
Jónas litli kom til mömmu sinnar einn daginn og sagði við hana: “Mamma, veistu hvað ég sá pabba og au-pair stelpuna vera að gera í rúminu í gær?” “Svona, ekki trufla mig,” sagði mamma hans, en hugsaði sig svo um og sagði: “Bíddu þangað til mamma biður þig um að segja frá þessu.” Við kvöldverðarborðið, þegar pabbi Jónasar var að háma í sig lambalærið, sagði svo mamman allt í einu: “Jónas, hvað var það sem þú ætlaðir að segja mér áðan?” “Bara það,” sagði Jónas, “að pabbi og au-pair daman voru...

Jónas og Magga 265 (0 álit)

í Húmor fyrir 23 árum, 8 mánuðum
Félagarir sátu og spiluðu á spil þegar Guðmundur stóð allt í einu upp og sagði “Þó það sé leiðinlegt að spilla þessu skemmtilega spili, þá bara verð ég að fara núna. Ef ég er ekki kominn heim fyrir klukkan ellefu þá verður konan mín alveg spólandi spinne-gal!” “Svona nú,” sagði Jónas, “mér sýnist þú ekki hafa nógu gott skipulag á hlutunum, vinur minn.” “Ekki nógu gott skipulag?” hváði Guðmundur. “Ég skal nú bara segja þér hvaða skipulag ég er með á þessu. Í hvert sinn sem við ætlum að spila...

Jónas og Magga 264 (0 álit)

í Húmor fyrir 23 árum, 8 mánuðum
Jónas kom heim af Læóns-fundi og sagði við konuna sína: “Það gerðist dálítið skemmtilegt á Læónsfundinum. Formaðurinn stóð upp og sagðist ætla að gefa nýjan hatt hverjum þeim sem gæti staðið upp og svarið við heiður sinn að hann hefði ekki haldið fram hjá konu sinni frá því þau giftust. Og ekki einn einasti maður stóð upp!” “Mjög skemmtilegt,” sagði konan hans. “Hvar er nýi hatturinn þinn?” <br><br><b>******************************************************************************************...

Jónas og Magga 263 (0 álit)

í Húmor fyrir 23 árum, 8 mánuðum
Jónas var á ferðalagi um Asíu og kom við í ferðum sínum í Hong Kong. Þar sá hann götusala sem var að selja mjög framandleg austurlensk djásn og hann keypti nokkrar fallegar nælur. Þegar hann kom heim valdi hann stærstu og falegustu næluna og gaf tengdamóður sinni til að halda henni góðri. Tengdó var mjög hrifin af kínversku nælunni og bar hana hvar og hvenær sem færi gafst og sagði “Sjáiði bara hvað hann Jónas er góður við tengdamóður sína. Það hefðu nú ekki allir tengdasynir gefið...

Jónas og Magga 262 (0 álit)

í Húmor fyrir 23 árum, 8 mánuðum
Jónas var kvaddur fyrir dómstóla um daginn og honum gefið að sök að hafa stolið reiðhjóli af ungri konu. “En ég stal ekki hjólinu,” sagði Jónas, “hún gaf mér það. Sko ég var á gangi eftir götunni þegar hún kom hjólandi og bauð mér far. Ég var orðinn þreyttur í fótunum, svo ég þáði það og settist á böglaberann. Þá hjólaði hún með mig inn í skóg og stoppaði þar. Hún klæddi sig úr öllum fötunum og henti sér á jörðina og sagði mér að taka það sem ég vildi. Nú, fötin pössuðu ekki á mig, svo ég...

Jónas og Magga 261 (0 álit)

í Húmor fyrir 23 árum, 8 mánuðum
Jónasi gekk bara vel í viðskiptum og fyrirtæki hans blómstraði. Bráðlega var svo komið að hann gat ekki séð um allan reksturinn einn og tók inn meðeiganda, ungan pilt fullan af eldmóði og áhuga. Pilturinn var þar að auki ný-útskrifaður úr viðskiptadeild HÍ og kunni allt. Ungi maðurinn gerði fljótlega ýmsar breytingar á fyrirtækinu og það gekk enn betur en áður og gróðinn jókst til muna, Jónasi til mikillar ánægju. Það var bara eitt í sambandi við unga manninn sem fór í taugarnar á Jónasi og...

Jónas og Magga 260 (0 álit)

í Húmor fyrir 23 árum, 8 mánuðum
Jónas skellti sér í sumarfrí á frönsku Rivieruna. Daginn sem hann kom þangað var mjög gott veður, heitt, og sterkt sólskin, svo okkar maður þræddi á sig sundskýluna og fór á baðströndina. Þegar hann var búinn að vera þar í smá tíma tók hann eftir því að ung og fönguleg stúlka í allt of litlum baðfötum fylgdist náið með honum. Hann brosti til hennar. Hún brosti á móti. Hún gekk yfir til hans og spurði “Viltu kaupa?” “Ja, fjandinn hafi það, því ekki það?” Stúlkan heimsótti hann nokkrum sinnum...

Jónas og Magga 259 (0 álit)

í Húmor fyrir 23 árum, 8 mánuðum
Um daginn fór Jónas í norður í land með Flugleiðum. Hann reyndi að láta sér líða vel í sætinu, hallaði því aftur og reyndi að sofa. Fyrir aftan hann sátu tvær föngulegar konur á miðjum þrítugsaldri, vel klæddar og vel til hafðar, og ræddu fatnað. Þegar önnur þeirra lýsti þeirri skoðun sinni að föt væru bara allt of dýr kom hin með þá tillögu að hún ætti bara að taka sér viðhald. “Hann gefur þér svona fimmtíu þúsund á mánuði – nokkuð sem maðurinn þinn mundi aldrei gera,” sagði hún. “En ef ég...

Jónas og Magga 258 (0 álit)

í Húmor fyrir 23 árum, 8 mánuðum
Jónas var akandi úti á landi og kom við í litlum bæ á ónefndum landshluta ekki allfjarri. Þar ekur allt í einu stór svartur bíll í veg fyrir hann á mikilli ferð, svo að bifreið Jónasar skellur á honum og endar síðan úti í skurði. Að svo búnu ók svarti bíllinn burt á enn meiri hraða. Jónas fór náttúrulega ösku-illur á næstu lögreglustöð til að kæra ökumanninn. Þegar hann hafði sagt varðstjóranum númerið á bílnum varð varðstjórinn hörkulegur á svipinn og sagði: “Og þú ætlar, sem sagt, að kæra...

Jónas og Magga 257 (0 álit)

í Húmor fyrir 23 árum, 8 mánuðum
Síðast þegar Jónas var í Hamborg fór hann í heimsókn í hóruhús sem stærði sig af því að hafa stúlkur frá næstum öllum löndum í heimi. Það var mikið að gera þegar hann kom þar inn, svo hann átti í erfiðleikum með að fá afgreiðslu. Eftir nokkurt þóf ákvað hann að taka málin í sínar eigin hendur og fór inn í næsta herbergi sem hann sá. Þar lá ung kona á rúmi og Jónas tók sér fræga sögupersónu til fyrirmyndar og sarð fraukuna. Þegar Jónas hafði lokið sér af fór hann aftur fram á gang. Þar sem...

Jónas og Magga 256 (0 álit)

í Húmor fyrir 23 árum, 8 mánuðum
Konan hans Jónasar kom óvænt heim einn daginn og kom þá að Jónasi í rúminu með ungri, laglegri stúlku með sítt hár. Hún varð æfareið, eins og gefur að skilja, og tók upp þungan skrautmun og ætlaði að kasta í þau. “Bíddu, bíddu,” sagði Jónas, “þú skilur ekki. Sko, hún er bara putta- ferðalangur,” útskýrði hann, “sem ég sá úti á þjóðveginum og ég tók hana upp í bílinn minn. Hún hafði ekki fengið neitt að borða í langan tíma, svo ég fór með hana heim og gaf henni mat. Þá sá ég að sandalarnir...
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok