Jónas kom til Reykjavíkur og fékk sér herbergi á Hótel Sögu. Seint um kvöldið kom hann niður tröppurnar niður í móttökuna, greinilega mjög drukkinn, reyndi að ganga eins beint og hann gat og gaf sig á tal við afgreiðslumanninn í móttökunni. “Heyrðu, elsku kallinn minn,” drafaði hann, orðinn vel pæklaður af innihaldinu á mini-barnum. “Sko, veistu, með þetta herbergi sem þú lést mig í, ég bara verð að fá annað.” “Því miður,” sagði afgreiðslumaðurinn. “Það vill bara svo til að það er dálítið...