Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

psycho
psycho Notandi frá fornöld 44 ára karlmaður
8.434 stig
******************************************************************************************

Jónas og Magga 230 (0 álit)

í Húmor fyrir 23 árum, 8 mánuðum
Jónas var hjá sálfræðingnum sínum. “Ég held að tengdamóðir mín sé hægt og rólega að missa vitið,” sagði hann við sálfræðinginn. “Hvað viltu að ég geri í því?” spurði sálfræðingurinn. “Ég var að velta fyrir mér hvort þú vissir hvernig ég get aukið hraðann á þessu.” sagði Jónas. <br><br><b>****************************************************************************************** I do what I do, I am who I am, if you don´t like it……PISS OFF -psycho 2001</b> líttu á heima síðuna mína <a...

Jónas og Magga 229 (0 álit)

í Húmor fyrir 23 árum, 8 mánuðum
Jónas fór eitt sinn í veiðitúr með tveim guðsmönnum, sem skulu ekki nefndir hér, frekar en að annar skal kallast Herra ÓS en hinn Séra FK. Þeir héldu á árabáti út á mitt vatn og sátu síðan í makindum og dorguðu í sólskininu. Nú gerðist það að náttúran kallaði Herra ÓS, svo hann afsakaði sig við félaga sína, sté út úr bátnum, gekk upp á land og fór þar á bakvið stein til að ganga erinda sinna. Að þeim loknum gekk hann aftur út að bátnum, steig um borð og hélt áfram að dorga. Séra FK þurfti...

Jónas og Magga 228 (0 álit)

í Húmor fyrir 23 árum, 8 mánuðum
Jónas var hjá hjónabandsráðgjafa og sagði farir sínar ekki sléttar. Þegar hann var búinn að útlista raunir sínar í rúman hálftíma, stanslaust, sagði hann, “Ég held að þessi vandamál stafi einna helst af því að tengdamóðir mín býr hjá okkur. Hún gerir mig alveg geggjaðan.” Ráðgjafinn hugsaði sig um í smá stund en sagði svo, “Þetta er náttúrulega bara okkar á milli, en hefurðu reynt eitur?” <br><br><b>****************************************************************************************** I...

Jónas og Magga 227 (0 álit)

í Húmor fyrir 23 árum, 8 mánuðum
Jónas var hjá sálfræðingnum sínum, fram úr hófi áhyggjufullur. “Ég er orðinn einhvers konar skeppna eða skrýmsli,” sagði hann. “Konan mín er svo hrædd við mig að hún þorir ekki að opna munninn á meðan ég er nálægur og hún gerir hvað sem ég segi henni í lotningarfullri undirgefni. Og tengdamóðir mín – sem er búin að búa hjá okkur í níu ár – hún fór með allt sitt hafurtask um daginn og sagðist aldrei koma inn í húsið okkar á meðan ég væri þar.” Sálfræðingurinn hnyklaði brýrnar í góða stund í...

Jónas og Magga 226 (0 álit)

í Húmor fyrir 23 árum, 8 mánuðum
Jónas var vitni í líkamsárásarmáli. Dómarinn var að spyrja hann útúr. “Ert þú að segja réttinum að þú hafir horft á hinn ákærða berja tengdamóður sína til óbóta án þess að hreyfa legg eða lið? Hvers vegna reyndir þú ekki að koma til aðstoðar?” “Sjáðu til, herra dómari,” sagði Jónas, “mér sýndist honum bara ganga ágætlega.” <br><br><b>****************************************************************************************** I do what I do, I am who I am, if you don´t like it……PISS OFF -psycho...

Jónas og Magga 225 (0 álit)

í Húmor fyrir 23 árum, 8 mánuðum
Jónas var á leið hem úr jólaglöggi. Með honum í bílnum voru Magga, konan hans og Siggi litli, fimm ára gamall sonur þeirra. Á miðri leið heim stoppaði löggan hann og bað hann um að blása í alkóhólmæli. Mælirinn sýndi að Jónas var vel við skál. “Mér sýnist að þú verðir að koma með mér á stöðina til að láta taka úr þér blóð,” sagði lögregluþjónninn. “Bíddu aðeins,” sagði Jónas. “Það hlýtur að vera eitthvað að. Ég hef ekki smakkað dropa í allt kvöld! Prófaðu bara að láta barnið blása í tækið.”...

Jónas og Magga 224 (0 álit)

í Húmor fyrir 23 árum, 8 mánuðum
Jónas tók að sér að leika jólasvein fyrir nokkra vini sína og eitt af því sem hann gerði var að læðast inn til þeirra að næturlagi og koma gjöfum fyrir við jólatréð. Þetta gekk bara ágætlega þar til hann kom í stofuna hjá Guðmundi. Þar tók hann eftir að á sófanum svaf ljóshærð og löguleg stúlka á tvítugsaldri. Henni brá skiljanlega þegar þessi skeggjaði maður kom allt í einu inn, en róaðist fljótt þegar hún sá hver þetta var. Jónas tók eftir, þegar sængin hennar rann niður á gólf, að hún var...

Jónas og Magga 223 (0 álit)

í Húmor fyrir 23 árum, 8 mánuðum
Jónas kom að máli við Möggu, konuna sína og sagði: “Magga mín, hefurðu tekið eftir því að hún Sigga dóttir okkar er farin að prjóna barnaföt?” “Það var mikið að hún fór að gera eitthvað annað en að eltast við stráka,” sagði Magga. <br><br><b>****************************************************************************************** I do what I do, I am who I am, if you don´t like it……PISS OFF -psycho 2001</b> líttu á heima síðuna mína <a href="http://kasmir.hugi.is/psycho“...

Jónas og Magga 222 (0 álit)

í Húmor fyrir 23 árum, 8 mánuðum
Jónas opnaði þurrhreinsun og fyrsti viðskiptavinurinn var að sækja frakkann sinn úr hreinsun. “Nei, heyrðu mig,” sagði viðskiptavinurinn. “Það er stór blettur á hægri erminni!” “Þú getur ekki kennt mér um það,” sagði Jónas. “Bletturinn var þarna þegar þú komst með frakkann!” <br><br><b>****************************************************************************************** I do what I do, I am who I am, if you don´t like it……PISS OFF -psycho 2001</b> líttu á heima síðuna mína <a...

Jónas og Magga 221 (0 álit)

í Húmor fyrir 23 árum, 8 mánuðum
Jónas var úti að aka í bílnum sínum með vin sinn sem farþega. Hann ók nokkuð greitt, eins og venjulega, svo vininum var um og ó, en þó tók steininn úr, þegar Jónas fór yfir á rauðu ljósi. “Af hverju stoppaðir þú ekki?” spurði vinurinn. “Sko,” útskýrði Jónas, “bróðir minn fer alltaf yfir á rauðu ljósi og hann hefur aldrei orðið fyrir slysi. Jónas ók nú áfram og fór tvisvar í viðbót yfir á rauðu ljósi. Þegar hann kom að fjórðu gatnamótunum þá skipti ljósið yfir í grænt … og Jónas stoppaði með...

Jónas og Magga 220 (0 álit)

í Húmor fyrir 23 árum, 8 mánuðum
Pabbi Jónasar dó og mamma hans tók því mjög illa. Hún var óhuggandi í marga daga og sat inni hjá sér og talaði ekki við nokkurn mann. Loks tók hún sér tak og fór að blanda geði við aðra. Þá sá Jónas sér til hrellingar að gamla konan var farin að ganga með buxurnar af pabba hans um hálsinn. Hann kom því að máli við prestinn og bað hann um að gera eitthvað í málinu. Séra Guðmundur kom þá að máli við gömlu konuna og reyndi að fá hana til að sleppa buxunum, en það var sama hvað hann sagði, sú...

Jónas og Magga 219 (0 álit)

í Húmor fyrir 23 árum, 8 mánuðum
Jónas gaf út héraðsmálablað og fyrsta tölublaðið átti að ná athygli. Hann setti sem fyrirsögn á forsíðuna: “Helmingur bæjarfulltrúa eru glæpamenn!” Skiljanlega voru bæjaryfirvöld ekki ánægð með þetta og báðu hann um að taka þetta til baka í næsta blaði, sem hann gerði. Í öðru tölublaði var flennistór fyrirsögn á forsíðu þar sem stóð “Helmingur bæjarfulltrúa eru ekki glæpamenn!” <br><br><b>****************************************************************************************** I do what I...

Jónas og Magga 218 (0 álit)

í Húmor fyrir 23 árum, 8 mánuðum
Það kviknaði í olíuborpalli í eyðimörkinni og Arabarnir hringdu í Red Adair, frægan olíuslökkvara, og báðu hann um að koma og redda þeim. Á meðan þeir biðu kom gamall og slitinn sendiferðabíll á mikilli ferð út úr eyðimörkinni og ók á miklum í loftköstum beint inn í mökkinn þar sem hann var þykkastur og eldurinn var mestur. Sex hafnfirðingar stukku út úr bílnum og réðust að eldinum með gamlar Heklu-úlpur og Nokia stígvél ein að vopni. Hálftíma seinna voru þeir búnir að slökkva eldinn og...

Jónas og Magga 217 (0 álit)

í Húmor fyrir 23 árum, 8 mánuðum
Jónas kom inn í blómabúð. “Áttu nokkuð afrískar fjólur?” spurði hann afgreiðslukonuna. “Nei, því miður,” sagði hún, “en við eigum alveg gullfalleg Maríulauf.” “Nei, það gengur ekki,” sagði Jónas. “Það var afrísk fjóla sem ég átti að vökva á meðan Magga var í burtu.”<br><br><b>****************************************************************************************** I do what I do, I am who I am, if you don´t like it……PISS OFF -psycho 2001</b> líttu á heima síðuna mína <a...

Jónas og Magga 216 (0 álit)

í Húmor fyrir 23 árum, 8 mánuðum
Farandsölumaður sem var að selja sjónvarpstæki af nýjustu og bestu gerð bankaði uppá hjá Jónasi og Möggu. Hann sýndi þeim tækið sem hann vara að selja og m.a. til að sýna þeim hvað fjarstýringin var öflug þá fór hann inn á klósettið og notaði hana þaðan. Það er óþarfi að taka það fram að Jónasi og Möggu leist svo vel á tækið að þau keyptu það strax. Núna finnst þeim mjög gaman að horfa á 50 tommu sjónvarp í lit, dólbí steríó, surránd hljóði og hvað sem nöfnum tjáir að nefna. Það eina sem fer...

Jónas og Magga 215 (0 álit)

í Húmor fyrir 23 árum, 8 mánuðum
Jónas fann upp alveg skothelda aðferð til að losa sig við stress dagsins. Á hverju kvöldi þegar hann fór að hátta settist hann á rúmið sitt, tók af sér annan skóinn og hennti honum af öllu afli í gólfið. Síðan tók hann af sér hinn skóinn og henti honum af öllu afli í gólfið. Með þessu fann hann stress og streitu dagsins líða af sér með skónum. Dag nokkur kom maðurinn á hæðinni fyrir neðan að máli við hann og sagði honum að það væri óþægilegt fyrir hann og konuna hans að þurfa að búa við...

Jónas og Magga 214 (0 álit)

í Húmor fyrir 23 árum, 8 mánuðum
Magga ók hring eftir hring í kringum hringtorg. Að lokum kom lögreglumaður og stoppaði hana og sagði við hana: “Ég er búinn að fylgjast með þér þó nokkuð lengi og á þeim tíma ert þú búin að fara 247 sinnum í kringum hringtorgið hérna.” “Ég veit,” sagði Magga. “En það er ekki mér að kenna. Stefnuljósið mitt er bilað!” <br><br><b>****************************************************************************************** I do what I do, I am who I am, if you don´t like it……PISS OFF -psycho...

Jónas og Magga 213 (0 álit)

í Húmor fyrir 23 árum, 8 mánuðum
Jónas kom til Reykjavíkur og fékk sér herbergi á Hótel Sögu. Seint um kvöldið kom hann niður tröppurnar niður í móttökuna, greinilega mjög drukkinn, reyndi að ganga eins beint og hann gat og gaf sig á tal við afgreiðslumanninn í móttökunni. “Heyrðu, elsku kallinn minn,” drafaði hann, orðinn vel pæklaður af innihaldinu á mini-barnum. “Sko, veistu, með þetta herbergi sem þú lést mig í, ég bara verð að fá annað.” “Því miður,” sagði afgreiðslumaðurinn. “Það vill bara svo til að það er dálítið...

Jónas og Magga 212 (0 álit)

í Húmor fyrir 23 árum, 8 mánuðum
Jónas fór til læknis síns og kvartaði við hann um kyngetu sína, sem var í algeru lágmarki. Hann nefndi einnig að konan hans hefði mikið kvartað undan þessu ástandi, eða réttara sagt skorti á slíku. Læknirinn rétti Jónasi stórt box með pillum og sagði “Taktu þrjár svona á hverjum degi. Þetta efni virkar alveg rosalega vel á menn með þin einkenni.” Mánuði seinna kom Jónas aftur til læknisins og bað um fleiri pillur. “Þær eru alveg stórkostlegar, læknir!” sagði Jónas. “Ég er búinn að fá það...

Jónas og Magga 211 (0 álit)

í Húmor fyrir 23 árum, 8 mánuðum
Jónas og Magga, konan hans, voru að ræða saman. “Er þetta ekki stórkostlegt, hvernig náttúran jafnar aðstöðu manna sem eiga við einhverja fötlun að stríða. Ef maður er heyrnarlaus, þá verður sjón hans miklu skarpari og ef maður er blindur þá verður lyktarskyn hans svakalega næmt.” “Já,” sagði Magga, “það er alveg rétt hjá þér. Og ef maður er með annan fótinn styttri, þá er hinn alltaf aðeins lengri!”...

210 (0 álit)

í Húmor fyrir 23 árum, 8 mánuðum
Jónas var að tala við mann sem safnaði gömlum, verðmætum bókum. “Það er skemmtileg tilviljun að ég skildi hitta þig,” sagði Jónas. “Bara í síðustu viku henti ég gamalli bók, stórri biblíu sem einhver Guten-eitthvað prentaði.” “Guð min almáttugur,” sagði safnarinn. “Þetta hefur þó ekki verið biblía sem Gutenberg prentaði?” “Jú, akkúrat, Gútenberg, það var nafnið,” sagði Jónas. “Veistu hvað?” sagði safnarinn. “Síðasta Gutenberg biblía sem kom á markað seldist fyrir meira en tíu miljónir.” “Ja,...

Jónas og Magga 209 (0 álit)

í Húmor fyrir 23 árum, 8 mánuðum
Jónas var að grobba sig við Guðmund vin sinn af því hann var í öldungadeild í framhaldsskóla. “Hver er Marconi?” spurði Jónas. “Það veit ég ekki,” sagði Guðmundur. “Hann fann upp þráðlaus samskipti,” sagði Jónas. “Sjáðu nú bara til. Öldungadeildin eykur þekkingu manns og stuðlar að þroska og víðsýni. Þú ættir að fara í einhverja kúrsa líka, þér veitir ekki af! Geturðu til dæmis sagt mér hver Verrazano er?” “Er það einhver vínframleiðandi?” spurði Guðmundur. “Nei, aldeilis ekki,” sagði Jónas....

Jónas og Magga 208 (0 álit)

í Húmor fyrir 23 árum, 8 mánuðum
Síminn hringdi á fæðingardeildinni og æst rödd á hinum endanum sagði, “Sendiði sjúkrabíl strax. Konan mín er rétt að fara að fæða barn!” “Reyndu nú að róa þig niður,” sagði hjúkrunarkonan. “Segðu mér, er þetta fyrsta barnið hennar?” “Nei, þetta Jónas, maðurinn hennar.” <br><br><b>****************************************************************************************** I do what I do, I am who I am, if you don´t like it……PISS OFF -psycho 2001</b> líttu á heima síðuna mína <a...

Jónas og Magga 207 (0 álit)

í Húmor fyrir 23 árum, 8 mánuðum
Elsku Magga, Ég hitti þig í gærkveldi, en þú komst ekki. Næst ætla ég að hitta þig aftur, hvort sem þú kemur eða ekki. Ef ég kem á undan þér, þá skrifa ég nafnið mitt á hliðstólpann til að láta þig vita; en ef þú kemur á undan þá skaltu bara þurrka nafnið mitt út og þá veit enginn hvað hefur farið á milli okkar. Elsku Magga, ég mundi klífa hæstu fjöll fyrir þig, og synda dýpstu höf. Ég mundi þola allar raunir og ganga í gegnum hvaða ógnir sem um er hægt, bara til að vera hjá þinni hlið í...

Jónas og Magga 206 (0 álit)

í Húmor fyrir 23 árum, 8 mánuðum
Jónas og Guðmundur voru í kaffi. “Ég verð að fara eftir nokkrar mínútur,” sagði Jónas. “Ég er með alveg hræðilega tannpínu og ég ætla að fara til tannlæknisins og fá hann til að draga tönnina úr.” “Það er heimskulegt,” sagði Guðmundur. “Í gær var ég líka með tannpínu. Ég fór bara heim til mín, hafði ákafar samfarir við konuna mína og tannpínan bara hvarf eins og dögg fyrir sólu.” “Þetta er frábær hugmynd,” sagði Jónas og stóð upp. “Hringdu í konuna þína og segðu henni að ég sé á leiðinni.”...
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok