Jæja… þetta á nú reyndar frekar heima á smásögum en ég ákvað að skella þessu hingað inn til að svipað fólk muni lesa það og les ljóðin mín :) Þetta er líka doldið ljóðrænt… -Kvöldgolan- …konan hallar sér að manninum á afskekktri strætóstoppistöð og hvíslar undurlágt í eyra hans. heit ástarorð, loforð um nýjabrum í kynlífinu og ferskleika í matreiðslu. maðurinn brosir, hallar sér að konunni til baka, lofar hreinleika í bílskúrnum, alnuddi á kvöldin og rósum á fimmtudögum. þau brosa. í bland...