Hmm, Hondan mín (Civic 1500VTec, 114 hestöfl, 1080kg) er ekin 38þús á 3 árum og hefur aldrei bilað, aldrei sprengt peru, eyðir 7,5 á hundraðið innanbæjar þrátt fyrir þungan bensínfót og er alveg ágætlega spræk. Eina sem ég hef þurft að skipta um, fyrir utan olíu og síur, er öryggið fyrir rúðuupphalarana(Skrúfar upp rúðurnar þegar þjófavörnin er sett á) sem ég lét setja í. Ef það væri ekki fyrir grjótbarninginn vegna helv#%&$ malarflutninganna hérna innanbæjar, væri hann eins og nýr....