Formáli: Einhvern tímann fyrir langa löngu var ég að vinna á agnarsmárri veitingastofu. Hún var svo lítil að við buðum bara upp á kaffi, kakó, gos, safafernur og vöfflur. Þarna vann ég 2-2-3 vaktir á móti ungri stúlku. Einn daginn, fyrsta dag minnar vaktar, vildi svo leiðinlega til að kaffið kláraðist. Ég náttúrulega hringi og bið um sendingu (Þetta var einskonar útibú frá stærri veitingastofu þannig að það var ekki langt að fara með kaffið), en af einhverjum ástæðum kom það ekki. Kúnni...