Einu sinni var dáldið um það að það væri snobbað fyrir svokölluðum hreinum vísindum, sem þóttu einhverra hluta vegna æðri en blönduð eða praktísk vísindi sem þóttu plebbaleg. Núna er þetta kannski búið að snúast aðeins við, fólk virðir og skilur praktískar fræðigreinar en hnussar yfir hreinum vísindum sem virðast aðeins hafa tilgang í sjálfu sér. Kannski vegna þess að fólk á yfirhöfuð erfitt með að kaupa afurðir slíkra fræðimanna eftir fastmótaðri verðskrá, en gæðamat margra virðist...