Þetta gengur svona í bylgjum. Einn daginn eru allir sammála um gæði þess að sameina fyrirtæki, stofnanir og sveitafélög og bera fyrir sig gildum rökum eins og hagkvæmni stórra eininga og samleiðaráhrif. Næsta dag eru allir yfir sig hrifnir af hugmyndinni að hafa einingar smáar, styðja tryllukarla, kaupmanninn á horninu og einyrkja, og bera fyrir sig hagkvæmni sérhæfingarinnar, aukin fölbreytni og heilbrigðara þjóðfélag. Hingað til hafa flestir á huga verið gagnteknir af því að stofna æ...