Ég veit ekki alveg hvort þetta er rétti staðurinn til að spyrja um þetta, en segjum það bara. Þannig er mál að vexti, að mig langar rosalega mikið til að gefa út bók. Ég er að skrifa þetta í frístundum, með námi og vinnu, og sé fram á að klára verkið bráðlega. En hvernig gerir maður þetta? Hvernig talar maður við útgefendur, er líklegt að vera hafnað, hvaða útgefendur eru bestir?? Það væri gott að fá svör við þessum spurningum frá þeim sem vita. Takk.