Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

Re: Adam Trommusett /m diskum 10 þús. eða besta boð.

í Hljóðfæri fyrir 17 árum
Er að leitast við að losa mig við allt í einu þar sem ég er nú ekki að biðja mikið um þetta. Ég ætti hinsveger að eiga til annað statíf fyrir þig af tama setti sem ég á sem ég gæti selt þér…

Re: Græjurnar

í Hljóðfæri fyrir 17 árum, 1 mánuði
Sýndist það.. :) Er með svona grip einnig… snilldar transistor græja…. Hver er svo aðalgítarinn hjá þér?

Re: gítar til sölu !

í Hljóðfæri fyrir 17 árum, 1 mánuði
Þú berð þetta ekki saman við notaðan bíl… Aldur hljóðfæra skiptir engu máli um söluverðmæti, öllufremur útlit og ástand. Ekkert að þessu verði ef gítarinn er vel með farinn og í góðu standi. Bætt við 12. janúar 2008 - 22:09 Bara sem dæmi, þá keypti ég fyrir einhverjum árum síðan Ibanez JEM gítar á 20 þús. kr. Þýðir það þá að allir slíkir gítarar eiga að seljast á því verði bara vegna þess að ég gerði þvílík reyfarakaup á einum slíkum? Þetta er bara gott dæmi um hvað maður getur verið heppinn...

Re: Græjurnar

í Hljóðfæri fyrir 17 árum, 1 mánuði
Helvíti svalar stæður… Gítararnir eru ekki alveg minn tebolli… en eflaust fínustu gripir. Forvitinn með Marshall combo-inn… er þetta ekki Master Lead Combo 30 watta? Bætt við 12. janúar 2008 - 22:02 Gítararnir eru ekki alveg minn tebolli… en eflaust fínustu gripir.* *Fyrir utan kassagítarinn… :)

Re: Marshall AVT series??

í Hljóðfæri fyrir 17 árum, 1 mánuði
Hef ekki hugmynd… mæli með að hringja í Rín og kanna það…

Re: Marshall AVT series??

í Hljóðfæri fyrir 17 árum, 1 mánuði
Skv. official heimasíðu Marshall þá er kominn nýrri lína sem heitir AVTX sem er búin að taka við af AVT. Virðist ekki vera neinn svaka munur á þeim. www.marshallamps.com

Re: lampar

í Hljóðfæri fyrir 17 árum, 1 mánuði
þú þarft eftirfarandi lampa í þennan magnara: 4 stk. 12AX7 4 stk. 6L6GC Ódýrast að panta að utan. www.eurotubes.com www.thetubustore.com www.tubedepot.com Annars hægt að fá lampa í helstu hljóðfæraverslunum og síðan í Miðbæjarradíó. Gætir kannað kannski www.tubes.is einnig. Myndi skjóta á svona 7-8 þús kr. ef þú pantar að utan og svona 15 þús. hér heima… (gróflega skotið)…

Re: Fender??

í Hljóðfæri fyrir 17 árum, 1 mánuði
Jazzmaster er einmitt einn af fáum japönskum hljóðfærum sem dúkka upp á klakann í Hljóðfærahúsinu.

Re: Fender??

í Hljóðfæri fyrir 17 árum, 1 mánuði
Fender Jazzmaster er ekki framleiddur í Mexíkó, hann er Japanskur, sá gripur kostar 80 þús. í hljóðfærahúsinu vs. USA gítarinn sem þú nefndir einnig.

Re: Gibson Les paul standard faded

í Hljóðfæri fyrir 17 árum, 1 mánuði
Ef þeir vita það ekki sjálfir þá er erfitt að meta hvað þeir myndu setja á hann. Finnst líklegasta skýringin að Rín hafi ekki flutt svona gítar sjálfir inn og þ.a.l. ekki til verð á hann. Myndi samt skjóta á svipaða tölu og hann 170-180 miðað við álagningu. Elvis2 hér á spjallinu á svona gítar sem hann keypti og var í þessum verðflokki, veit samt ekki hvernig sá gítar rataði á klakann.

Re: lampar

í Hljóðfæri fyrir 17 árum, 1 mánuði
Ef það þarf ekki að Bias stilla hann þá bara gerir þú þetta sjálfur… lang ódýrast…

Re: Fender??

í Hljóðfæri fyrir 17 árum, 1 mánuði
Fender eru ennþá framleiddir í Japan. Þeir eru hugsaðir fyrir innanlandsmarkað í Japan sem orsakar það að lítið brot af þeim er til sölu annarsstaðar í heiminum, oftast til Jaguar/Jazzmaster/Mustang frá Japan í hljóðfæraverslunum þar sem Mexíkó hljóðfærin sjá um restina (Strat, Tele o.sfrv.) þó með nokkrum undantekningum.

Re: Fender??

í Hljóðfæri fyrir 17 árum, 1 mánuði
1.Mexico ódýrastir 2.Japan millivegurinn 3.Usa dýrastir Mexico eru ódýrastir, getur fengið japanskan fender í alveg sama verðflokki og góður USA gítar.

Re: Getur einhver bent mér á ......

í Hljóðfæri fyrir 17 árum, 1 mánuði
www.stringnet.co.jp Pantaði Fender Jazzmaster þaðan í vetur með góðum árangri. Greiddi með PayPal og snöggur sendingartími og allt saman stóðst. www.ishibashi-music.com Linkur þar inni á þýdda vefsíðu, hef ekki reynslu af þessari en á víst að vera góð.

Re: Fender Twin Reverb til sölu

í Hljóðfæri fyrir 17 árum, 1 mánuði
Veistu hvað er að hrjá magnarann?

Re: Vantar crash/ride disk

í Hljóðfæri fyrir 17 árum, 1 mánuði
Ég á til 20" Meinl Laser ride disk sem þú getur fengið fyrir lítið. 3000 kr.

Re: Gítararnir mínir...

í Hljóðfæri fyrir 17 árum, 1 mánuði
Virkilega flottur explorer.

Re: Er að leita að Les Paul eftirlíkingu til kaups ......

í Hljóðfæri fyrir 17 árum, 1 mánuði
Sammála síðasta ræðumanni. Tradition Tele-inn (Jerry Reid) er alger snilld og er að fara fyrir lítið notaðir. Greip minn á 10 þús og sé ekki eftir þeim aur…

Re: Óska eftir gítar

í Hljóðfæri fyrir 17 árum, 1 mánuði
Alveg nóg til af epiphone les paulum… veit ekki hvað þú varst nákvæmlega að leita að… ég var t.d. með einn tilvalinn fyrir þig en hann er seldur, fór á 35 þús. með tösku. Þekki ekki með SG markaðinn en lítið mál að panta að utan fyrir 30-35 þús. gegnum shopusa.. Epiphone G400 t.d. musicman er töluvert dýrarara hljóðfæri og illfáanlegt í EVH útgáfu hér heima, man ekki eftir að hafa séð marga þannig í hljóðfærabúðum í gegnum árin þannig hann er vandfundnastur og töluvert dýrari (er ekki að...

Re: Óska eftir gítar

í Hljóðfæri fyrir 17 árum, 1 mánuði
Samt alveg magnað hvað þú breytir um skoðun… Fyrst var það Epiphone Les Paul Standard og varð að vera í ákveðnum lit.. Síðan var það SG gítar og núna music man EVH gítar… Ég myndi mæla með því að skoða þig vel um í hljóðfæraverslunum og prófa hljóðfærin, lítur dáldið út fyrir að þú sért eingöngu að spá í þessu útfrá því hvaða gítar þér finnst flottur hverja viku fyrir sig… Ekkert skot, bara vinsamleg ábending.

Re: Verðlisti á Godin í tónastöðinni??

í Hljóðfæri fyrir 17 árum, 1 mánuði
Ef það er ekki inn á www.tonastodin.is þá eru þeir ekki með þetta á netinu.

Re: Adam trommusett til sölu fyrir lítið.

í Hljóðfæri fyrir 17 árum, 1 mánuði
Endilega skjóta á mig tilboði, hef ekkert að gera með þetta sett…. Er einnig til í að selja t.d. diskana sér og trommurnar sér fyrir lítið… Annars er þetta líka tilvalið fyrir þá sem vilja leika sér með því að vera með 2 bassatrommur.

Re: My stuff

í Hljóðfæri fyrir 17 árum, 1 mánuði
Jamm, Strat Plus gítarinn er seldur. Fannst ég ekki þurfa 2 strat gítara, fékk mér Fender Jazzmaster í staðinn.

Re: Lampar í lampamagnara?

í Hljóðfæri fyrir 17 árum, 1 mánuði
Miðbæjarradíó selur lampa. Rín gæti átt lampa einnig merkta Marshall. Annars mæli ég frekar með að panta að utan, meira úrval og talsvert ódýrara. eurotubes.com tubedepot.com thetubestore.com

Re: Music 123 ?

í Hljóðvinnsla fyrir 17 árum, 1 mánuði
Stimplaðu bara verðið í shopusa.is reiknivélina þar sem þú þarft að taka þetta í gegnum shopusa hvort eð er þar sem music123 sendir ekki þessa vöru beint til Íslands. Þetta yrði í kringum 67 þús. kr. skv. shopusa. Eins og kom fram í fyrra svari, þá er mjög gott að tryggja það hvort mónitor-arnir styðji 230V rafmagn, annars þarftu að kaupa spennubreyti og það er kostnaður upp á 5-10 þús. krónur aukalega.
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok