Þegar ég las fyrirsögnina á greininni “Það dýrmætasta í lífinu” þá var það fyrst sem mér datt í huga það sama og gumma: Kærleikurinn. Kærleikurinn er undirstaða alls, hann er hugarástand sem við getum kallað fram hvar sem við erum stödd, undir hvaða kringumstæðum sem er. Hann er alls staðar nálægur og okkur nægir eiginlega bara að “anda” honum að okkur til að skynja hann. Hann sefar ótta, illsku, vanmátt, hatur, fyrirgefur allt, þarf ekkert en gefur allt… enda engin furða þótt...