Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

midgardur
midgardur Notandi frá fornöld 464 stig

Re: Hatur

í Heimspeki fyrir 22 árum, 12 mánuðum
ramax: Skemmtileg greining á ástar/haturssambandi. Ég hafði ekki séð hana í þessu ljósi, en sjálfsagt er það rétt að ástar/haturssamband byggist á einhverskonar sjálfshatri og þá hatur á “dýrslegar” eðlishvatir okkar. Ég set dýrslegar innan gæsalappa því ég veit ekki hvort þær eru endilega dýrslegar, því þær eru einstaklega mannlegar þegar grant er skoðað. Hins vegar þurfa þær ekki endilega að vera í samræmi við siðareglur menningarinnar. Menningin er einmitt þekkt fyrir það að aflaga margt,...

Re: Hatur

í Heimspeki fyrir 22 árum, 12 mánuðum
VeryMuch: Í fyrsta lagi er ég ekki alveg sammála þér að tilfinningar dempa skynsemina. Ákveðnar tilfinningar geta einmitt gert skynsemina skarpari. Öryggiskennd (æðruleysi) en jafnframt tilfinning fyrir ógn kringumstæðnanna þar sem skynfæri þín eru sperrt til hins ítrasta, er held ég, dæmi þar sem skynsemi okkar virkar með mestum ágætum. Tilfinningaleysi fyrir kringumstæðunum fletur okkur út, við höfum enga sérstaka rænu fyrir því hvenær er þörf á að sýna mikla skynsemi og hvenær hún má...

Re: Það dýrmætasta í lífinu!!!

í Heimspeki fyrir 22 árum, 12 mánuðum
mancubus: “do whatever you have to do to do whatever you want to do” Fær mig til að hugsa um þá vösku sveit í þýskalandi og víðar í Evrópu sem unnu að “hinni endanlegri lausn”. Vissulega getur þetta sjónarmið þitt virkað fyrir einstakling um lengri eða skemmri tíma. Það skipar hins vegar svo mikin glundroða að það væri ómögulegt að búa í samfélagi við aðra. M.

Re: Varðandi skoðunarkönnunina (Er hægt að elska óvininn?)

í Heimspeki fyrir 22 árum, 12 mánuðum
Svarið hér er tvíþætt. Þú getur elskað mann sem hatar þig og leggur líf þitt í rúst og er þannig lagað talað þinn versti óvinur. Þú getur ekki elskað mann sem þú hatar mestan af öllum og er þannig lagað talað þinn versti óvinur því það felur í sér mótsögn. Ef þú hatar engan þá þá getur þú elskað þinn versta óvin (jafnvel án þess að vita af honum)

Re: Tilvera og dauði

í Heimspeki fyrir 23 árum
Afhverju er mannfólkið að setja sig á hærri stall yfir dýrin, þótt við eignum okkur tilgang? Ef við höfum trú á tilgang með lífinu þá nær sá tilgangur til allra lífvera og raunar allrar náttúrunnar líka. Vandamálið með tilganginn er að okkur greinir á um hann. Í þessu sambandi verðum við líka að athuga, að það að hafa engan tilgang er tilgangur í sjálfu sér. Sá tilgangur gengur yfirleitt undir heitinu tómhyggja eða níhílismi, rak augun í að hann gengur líka undir heitinu gereyðingastefna. Að...

Re: Vinnusemi vs græðgi

í Heimspeki fyrir 23 árum
“'Markaðskerfið hyglir þeim sem skara fram úr í fégræðgi'. Hvað er að því? Skv. Adam Smith njóta þegnarnir góðs að því fyrirtækin hafi í eðli sínu þá tilhneiginu að ná sem mestum hagnaði. Sem sagt, hluthafarnir græða, starfsmennirnir græða og neytendurnir græða. Hvar er vandamálið hér?” Hér greinir okkur á um túlkun á Adam Smith. Ég held að hann hafi hvergi sagt að allir eigi að vera eigingjarnir og gráðugur. Kerfið sem hann uppgötvar virkar ÞRÁTT FYRIR að sumir séu gráðugir og eigingjarnir....

Re: Vinnusemi vs græðgi

í Heimspeki fyrir 23 árum
“Þú uppskerir eins og þú sáir. Markaðskerfið hyglir þeim sem skara framúr, leggja meira á sig en næsti maður, eru betur menntaðir o.s.frv”. Markaðskerfið hyglir þeim sem skara fram úr í fégræðgi. Dæmi 1: Karl er rekinn frá stórfyrirtæki sökum þess að hann reynist óhæfur stjórnandi, en fégráðugur. Verðlaunin fyrir fégræðgina eru 35 milljónir við starfslok. Dæmi 2: Kona hjá ummönnunarstofnun, skarar fram úr í dugnaði, hæfni og námsgetu en laus við fégræðgi. Verðlaun, hugsanlega virðing...

Re: sökudólgurinn?

í Heimspeki fyrir 23 árum
Semsagt sá sem kennir þrælnum að vera óánægður með hlutskipti sitt er sekur! Jú sjálfsagt er þetta rétt hjá þér -frá sjónarhóli þrælahaldarans ;)

Re: Vinnusemi vs græðgi

í Heimspeki fyrir 23 árum
Náttúran er ekki siðleg, hún er blind eða réttara sagt, það er út í hött að gera slíkar kröfur til hennar. Það er engin kommúnismi að benda á slíkt. Eins er það ekki kommúnismi að benda á að markaðurinn er ekki siðlegur. Á frjálsum markaði er allt fallt sé rétt verð í boði. Við komum okkur saman um ákveðnar leikreglur sem gilda á markaðnum, en þá er hann ekki lengur frjáls, þar sem við höfum ákveðin boð og bönn, æðra vald, ef við viljum kalla það svo. Enn og aftur það er ekki kommúnismi....

Re: sökudólgurinn?

í Heimspeki fyrir 23 árum
EkztaC: Hvernig getur sú sem spyr verið sökudólgur? M.

Re: Það dýrmætasta í lífinu!!!

í Heimspeki fyrir 23 árum
Er tilgangur lífsins að vera sjálfhverfur, að láta allt snúast um eigin vellíðan, eða leit að einhverju dularfullu fyrirbæri sem engin veit hvað er en kallast hamingja? Ég skal svo sem viðurkenna að líðan manns er ákveðinn áttaviti um hvort maður sé á réttri leið eða ekki. Mikil vanlíðan eða sársauki bendir til þess að við erum að gera eitthvað sem við betur látum ógert eins og að styðja hendinni á heita eldavélahellu. Vellíðan bendir til að við séum að seðja einhverja þörf. En þarfirnar eru...

Re: Vinnusemi vs græðgi

í Heimspeki fyrir 23 árum
Þegar ég vísa til þess “að vitum ekki endilega alltaf hvað kemur okkur best”, þá getum við gengið í gegnum þannig æviskeið að okkar heilbrigða skynsemi virkar ekki sem skyldi, að skynsemi okkar hefur ekki náð þeim þroska að geta tekið skynsamlegar ákvarðanir, við höfum ekki persónuleika til að standa gegn óæskilegum ákvörðunum, nú eða vera undir annarlegum en löglegum áhrifum sem brengla skynsemi okkar. Það er ekkert í hinum frjálsa markaði sem verndar okkur þegar svo er ástatt. Þvert á móti...

Re: Vinnusemi vs græðgi

í Heimspeki fyrir 23 árum
gg: Ég held að best sé að undirstrika “viti oftast betur um eigin hag en annarra”. Því oft vitum ekki endilega hvað kemur okkur best á meðan aðrar geta haft gleggri hugmyndir um það. Helsta gagnrýni á frjálsa markaðinn er einmitt að hann er ekki endilega siðlegur, þar sem hann býður upp á allt sem okkur langar í en ekki bara það sem kemur okkur best. Í sumum tilvikum þá getur jafnvel það sem kemur okkur best ekki verið siðlegt má þar t.d. nefna að ryðja keppinaut úr vegi með leynimorði. Því...

Re: Það dýrmætasta í lífinu!!!

í Heimspeki fyrir 23 árum
Þegar ég las fyrirsögnina á greininni “Það dýrmætasta í lífinu” þá var það fyrst sem mér datt í huga það sama og gumma: Kærleikurinn. Kærleikurinn er undirstaða alls, hann er hugarástand sem við getum kallað fram hvar sem við erum stödd, undir hvaða kringumstæðum sem er. Hann er alls staðar nálægur og okkur nægir eiginlega bara að “anda” honum að okkur til að skynja hann. Hann sefar ótta, illsku, vanmátt, hatur, fyrirgefur allt, þarf ekkert en gefur allt… enda engin furða þótt...

Re: Vinnusemi vs græðgi

í Heimspeki fyrir 23 árum
svakajaki og gummi3849: Nú er það stór spurning hvort Adam Smith hafi gert ráð fyrir að “græðgin” sé drifkraftur hagkerfisins. Á vissan hátt má lesa það út frá kenningum hans. Hann hannar kerfi þar sem allir eru að hugsa um eigin hag “hver er næstur sjálfum sér”. Allir eru að reyna að hagnast sem mest gráðugir, eigingjarnir, síngjarnir o.s.frv. Ég var einmitt að hugsa um þessa kenningu Adams þegar ég skrifaði greinina. Því eins og bent hefur verið á má lesa þetta úr kenningunni að græðgin sé...

Re: Tilgangur

í Heimspeki fyrir 23 árum
Sástu myndina “Happiness”, kaldhæðin úttekt á þessum tilgangi, að hamingjan sé tilgangurinn sé lífsins. Það sem verður mér að hamingju getur verið óhamingja þín og er það þá tilgangur lífsins að gera aðra óhamingjusama ef svo ber undir.

Re: Hryðjuverkin 11.sept... raunveruleg sorg eða...??

í Heimspeki fyrir 23 árum
Gescom: Skarplega athugað. Fær okkur einmitt til að hugsa um hvað hefur gerst með okkur af sem flokkumst undir vídeókynslóðina, sem tökum “rauveruleika” miðilsins fram yfir raunveruleikann og mynd okkur skoðun útfrá framsetningu miðilsins. Kannski er þetta hin raunverulega sorg :( M.

Re: Smá umhugsunarefni...

í Heimspeki fyrir 23 árum
Um réttindi dýra virðist ríkja hentistefna. Og sjálfsagt hvergi eins ofnotaður frasinn “tilgangurinn helgar meðalið”. Ég átti eitt sinn í löngum rökræðum við vin minn um hver væri munurinn á manni sem málar máv rauðan í dýrafræðilegum tilgangi (sagt er að aðrir mávar ráðist á þann málaða og drepi) og hinn sem gerir það bara forvitninnar (ánægunnar) vegna? M.

Re: Smá umhugsunarefni...

í Heimspeki fyrir 23 árum
Æi, nú ætlaði ég að hanka þig og spyrja hvað eru mannréttindi en þú hafðir því miður sett varaskeifunu “Samkvæmt þeim sem trúa að slík réttindi séu til…” :)

Re: Smá umhugsunarefni...

í Heimspeki fyrir 23 árum
Hafa allt talandi og hugsandi fólk mannréttindi? M.

Re: Tilgangur

í Heimspeki fyrir 23 árum
Tilgangur lífsins virðist vera þrenns konar: 1) að drepa og éta aðrar lífverur, renna þeim í gegnum meltingarveginn og umbreyta þeim í saur. 2) keppast við að geta af sér afkvæmi sem gera slíkt hið sama. 3) að drepast og fara í gegnum meltingarvega annarra lífvera og umbreytast í saur. Til eru manneskjur sem hafa áhuga á að brjóst út úr þessum gangi lífsins. Einu fyrirheitin sem þau áhrifamestu á því sviði hafa gefið okkur er að það sé möguleiki á “lífi eftir dauðann” sem á sér annan...

Re: ástæðan fyrir óhamignju spilafílka?

í Heimspeki fyrir 23 árum
Er ekki óhamingja spilafíkilsins fólgin í því að hann er bæði óheppinn í ástum og spilum? Bara smá pæling í viðbót :)

Re: Hryðjuverkin 11.sept... raunveruleg sorg eða...??

í Heimspeki fyrir 23 árum
der: fyrirgefðu þetta var kannski ekki endilega beint gagnvart þér. Það er bara að mér finnst umræða eins og hér að ofan þar sem verið er að gera lítið úr morðum á saklausu fólki svona hálfóhuganleg. Grundvöllur siðferðis er að hlutgera ekki einstaklinga, að gera hann að peði sem má fórna á altari stærri hugsjóna. Hvort sem fórnarlambið er afganskt barn í svefni heima hjá sér eða bandarískt barn í flugvél á leið heim til sín þá leyfist okkur ekki að nota þau sem hverja aðra hluti sem hægt er...

Re: Hryðjuverkin 11.sept... raunveruleg sorg eða...??

í Heimspeki fyrir 23 árum
der: Hvað kemur það málinu við???? Máttu drepa fólk eins og þér lystir afþví svo margir hafa drepið fólk á undan þér??? Athugaðu hvers konar rök þú notar, það er ekki hægt að réttlæta morð á þeirri forsendu að það er alltaf verið að fremja morð! Það er lágmark að fólk beri virðingu fyrir mannslífum saklausra.

Re: Hryðjuverkin 11.sept... raunveruleg sorg eða...??

í Heimspeki fyrir 23 árum
Gescom: Ég held að þú hafir hitt naglan á höfuðið í þessum efnum. Tímarnir sem við lifum á eru siðlausir. Ekki endilega að fólkið sé siðspillt, heldur miklu fremur hvernig heimurinn er borinn fram fyrir okkur. Þessi umræða hér er einmitt ágætt dæmi um firringu okkar vídeó- og tölvuleikjakynslóðarinnar. Heimurinn er bara til á skermi eða er hugmyndir sem við röbbum um yfir bolla af kaffi, siðrænt og fullt af “ofsasiðferði” nú eða “siðleysi” þar sem öllum siðum og mannhelgi er gefið á kjaftinn...
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok