Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

midgardur
midgardur Notandi frá fornöld 464 stig

Re: Pælingar um Núið

í Heimspeki fyrir 23 árum, 1 mánuði
Egill15: Nútíð, fortíð og framtíð virðast vera sálfræðilegir eiginleikar. Þú getur t.d. velt fyrir þér hvar núið er. Allt sem þú sérð er í “fortíð” og því lengra sem að er frá þér, því lengra í fortíðinni er það. Við getum þrætt um hvort framtíðin sé til nú þegar, eða hvort að framtíðin sé stöðug sköpun. Skv. tímarúminu er framtíðin nú þegar til. Ég veit ekki hvort hægt sé að sanna eða afsanna þessa staðhæfingu.

Re: LÖGMÁLIÐ.

í Heimspeki fyrir 23 árum, 1 mánuði
Vil bara benda á að í heimi rúms og tíma, þegar horft er á tíma og rúm sem eina samfellu þá er ekkert til sem heitir orsök eða afleiðing. LÖGMÁLIÐ sem VM kallar svo er bara skynvilla okkar sem skynjum allt í framvindu. Í heimi tímarúmsins er engin FRAMVINDA allt bara ER. Fortíð, nútíð og framtíð eru bara einhverjar höfuðáttir tímarúmsins sem segja til um stefnur og staðsetningu, ekkert annað. Morgundagurinn er þarna í stefnu framtíðar og gærdagurinn er þarna líka í stefnu fortíðar....

Re: 3 Spurningar; 3 Ályktanir.

í Heimspeki fyrir 23 árum, 1 mánuði
ghtht: ég veit ekki alveg hvort þú hafir skilið mig rétt. Ég er að benda á kenningu málgjörningsinna sem halda því fram að ákveðinn hluti merkingar er óyrtur, þ.e. þetta er setningahluti sem er ekki tjáður með orðum eða öðrum táknum. Þetta er ekki djúpgerð málsins í skilningi Chomsky heldur eru þetta ýmsir aðrir þættir málsins, sem málfræðingar höfðu lítið sinnt. Vera má að þessi óyrti hluti málsins sé frumstæðari hluti málsins. Enda má beita þessari nálgun til að átta sig á máli dýra, en...

Re: 3 Spurningar; 3 Ályktanir.

í Heimspeki fyrir 23 árum, 1 mánuði
gthth, þegar þú segir: “Og eins ef ég segði ”kringlóttur“ í stað ”reiður“ í setningunni ”ofsalega varð ég reiður þegar ég sá hann gera þetta“ myndi enginn skilja hvað ég væri að meina, vegna þess að orðin gegna ólíku hlutverki í tungumálinu. Ef ég setti aftur á móti orðið ”argur“ í stað ”reiður“ myndi fólk kannski ekki misskilja mig jafn hræðilega en það myndi túlka setninguna á eilítið annan hátt þar sem ”argur“ hefur önnur blæbrigði en ”reiður“. finnst mér þú gleyma kenningum...

Re: 3 Spurningar; 3 Ályktanir.

í Heimspeki fyrir 23 árum, 1 mánuði
VM: Ástæða misskilning getur verið sú að maður er að grípa í þetta á milli verka. Les grisjótt, myndar sér skoðun oftar en ekki útfrá gagnrýni annarra á upphafsgreina. Ég myndaði mér t.d. skoðun að skilningi merkingarfræðilegum skilningi þínum vegna þess að gthth nefndi að þú tækir sama pól í hæðina og Chomsky. Með nánari lestri á merkingarhlutanum sé ég að þú stendur miklu nær Lévi-Strauss, því þú eins og hann ert að undra þig að furðum tónlistar, þ.e. hvernig vitum að hljóð er tónlist?...

Re: 3 Spurningar; 3 Ályktanir.

í Heimspeki fyrir 23 árum, 1 mánuði
Ég er ósammála VeryMuch svona í öllum megin dráttum. 1) “Eitthvað varð til úr engu”. Þetta er hversdagsþekking vísinda nútímans. Efni er stöðugt að verða til í tíma og rúmi. Það einfaldlega skapast. 2) “heilagerð okkar er eins og hún er vegna aðlögunnar að ytri merkingarfræðilegum veruleika”. Alla síðustu öld hafa menn verið að snúa þessari kennisetningu upp og niður. Ýmist er táknheimur til sem ytri veruleiki eða táknheimurinn er eins og hann er vegna þess að heilagerð okkar skilyrðir hann...

Re: Misskilin heimsspeki

í Heimspeki fyrir 23 árum, 1 mánuði
Sammála. Löng heimspekileg orðræða kallar á rök, en sletta má djúpvitri rakalausri speki sem verður heimspekingum að langri orðræðu í hundruði ári :) Maður þekktu sjálfan þig!

Re: Misskilin heimsspeki

í Heimspeki fyrir 23 árum, 1 mánuði
gthth: Mér finnst þetta of þröng skilgreining. Málsháttarspeki eins og þú kallar svo er heimspeki. Að hafna slíkri speki á þeirri forsendi að það fylgja ekki rök með, er eins og að hafna reikniútkomu afþví það fylgir ekki sönnun með. Það má alveg gera þá kröfu til þess sem les eða hlustar, að hann átti sig á rökunum, nú ef ekki þá bara spyr hann eða kemur með mótbárur. Þannig er jú einu sinni lífið, það er ekki tími til að færa rök fyrir öllu spaklegu sem maður segir; lífið er jú saltfiskur!...

Re: Misskilin heimsspeki

í Heimspeki fyrir 23 árum, 1 mánuði
Þegar ég vísa til “vina viskunnar” er ég kannski að gera það í anda Jürgens Habermas. Öll heimspekileg hugsun þarf ekki nauðsynlega vera studd rökum þegar hún er sett fram. Það er hins vegar ekki heimspeki að færa rök fyrir máli sínu með ofbeldi. Það er kannski það sem gerir það að verkum að ekki sé öll “heimspeki” heimspeki. “Heimspeki” studd ofbeldi er það sem ég vil kalla “óvini viskunnar” og þótt orðræða þeirra sé “heimspekileg” á að líta þá er það ekki heimspeki þar sem málsvararnir...

Re: Misskilin heimsspeki

í Heimspeki fyrir 23 árum, 1 mánuði
Það eru ekki allir heimspekingar, því miður! Viskan á því miður marga óvini. Veraldarsagan er uppfull af fólki sem hefur reynt að uppræta viskuna, eru svarnir óvinir hennar. Þau sem taka upp hanskann fyrir viskunni eru heimspekingar, vinir viskunnar. Heimspeki er þannig öðrum þræði frjáls hugsun sem er gagnrýnt með rökum

Re: Tími. . . Enn og aftur

í Heimspeki fyrir 23 árum, 1 mánuði
Froztwolf: ég er þeirrar skoðunnar að þær gera það. Með tvinntölum get ég mælt fjarlægð + staðsetningu allra hluta í kringum mig með sama kvarðanum þ.e. “tvinntölukvarða”. Með rauntölukvarða get ég bara mælt fjarlægð og þarf síðan að gefa upp stefnu í gráðum. Staðsetning gefinn í lengd og breidd er í raun tvinnutala. En á móti má segja hvort tölur styðjast nokkurn tíma við raunveruleikann, heldur búa þær eingöngu yfir afli til að lýsa honum. Þá skiptir engu hvort þetta eru heiltölur eða tvinntölur.

Re: endamörk alheimsins

í Heimspeki fyrir 23 árum, 1 mánuði
Var að spá hvort snúa megi þessu við, í stað þess að heimurinn sé að þenjast út, getur þá verið allur massi sé að skreppa saman að eiginn massapunkti. Segjum að þetta gerist með hlutina sem eru á tölvuborðinu og okkur sjálf. Sérhver hlutur fellur saman að eigin miðju lyklaborðið, skjárinn, ég sjálfur, stóllinn sem ég sit á. Yfirborð alls er þá að fjarlægjast alla jafnt og það væri alveg sama hvar “við” værum stödd allir hlutir væru að fjarlægjast okkur, þ.e. engin skilgreind miðja. Það sem...

Re: Tími. . . Enn og aftur

í Heimspeki fyrir 23 árum, 1 mánuði
Froztwolf: Ég er ekki sammála að tvinntölur séu út úr kortinu sem lýsing á fyrirbærum í raunveruleikanum. Eini “raunveruleikamunur” tvinntala og “rauntalna” er að rauntölurnar eru línulegar en tvinntölur eru planlægar. Það má jafnvel fullyrða að tvinntölur lýsa ákveðnum hlutum. Þær geta t.d. lýst staðsetninu hluta á plani, þar sem þær má setja fram á forminu (x,y). Ég sé því ekki betur en setja megi allar talnasamstæður á forminu (x,y) fram sem tvinntölur. Leiðréttið mig endilega þar sem ég...

Re: Legókubburinn

í Heimspeki fyrir 23 árum, 2 mánuðum
Jú, það er rétt. Var með tvendarparakenningunni að ganga aðeins lengra, að algildri merkingarfræði, sem er óháð einingum einstaks tungumál. Merkingarbært “atóm” sem er óháð því hver hljóðmynd, eða táknmynd þess sé.

Re: Legókubburinn

í Heimspeki fyrir 23 árum, 2 mánuðum
Í talmálinu eru það phonem, eða hljóðeiningar. Settar hafa verið fram tilgátur um tvendarandstæður eins og heitt:kalt sem minnstu merkingarfræðilegu “atómin”. Tilgátan hljóðar upp á að við getum ekki skilið neitt nema útfrá andstæðu þess. Kannski vafasöm tilgáta við nána skoðun en það er hægt að komast ansi langt í merkingarfræðilegri greiningu með henni.

Re: Tími. . . Enn og aftur

í Heimspeki fyrir 23 árum, 2 mánuðum
Þetta minnir á sögu Kurt Vonneguts “Sláturhús 5” en þar lenti söguhetjan í slagtogi við geimverur sem lifðu í 4.vídd eins og við í 3.vídd. Þessar geimverur lýstu okkur mönnum eins og við værum ormar. Kannski ágæt lýsing á hlutinum öllum. Reyndar kannski ekki fullnægjandi því samfélagið er þá eins og æðakerfi með punktastöðvum, þar sem við einstaklingarnar höfum félagsleg mök.

Re: Legókubburinn

í Heimspeki fyrir 23 árum, 2 mánuðum
Nei, þegar frumeindir (atóm) tungumálsins uppgötvuðust. Fyrir skömmu tókst ég á við gthth að þessar (eða samsvarandi frumeindir) væru byggingarsteinar (legókubbar) menningarinnar. Reyndar eru til kennisetningar í mannvísindum sem ganga út á þessa myndlíkingu, að menningin er í raun samsett úr tiltölulega einföldum “atómum” eða “legókubbum” sem hver menning og söguskeið raða upp í ólík tilbrigði. En grunnþættirnir séu alltaf þeir sömu.

Re: Tími. . . Enn og aftur

í Heimspeki fyrir 23 árum, 2 mánuðum
Hressust: Má þá kannski ekki segja líka að rúmið hafið verið til fyrir bigbang. Ég hef lengi verið að glíma við þá hugsun hvort hugsun krefst rýmis eða ekki. Síðan finnst mér mjög áhugavert sýndarrýmið sem hægt er að smíða í reiknirými tölvunnar. Rými sem getur verið óendanlega stórt en tekur samt nánast ekkert rými, aðeins tíma til að reiknast og verða að rými. Kannski er heimurinn bara slíkt rými :)

Re: Legókubburinn

í Heimspeki fyrir 23 árum, 2 mánuðum
Það má kannski bæta því við að það olli vísindabyltingu í málvísindum þegar “atóm” tungumálsins uppgötvuðust.

Re: Tími. . . Enn og aftur

í Heimspeki fyrir 23 árum, 2 mánuðum
Getum við ímyndað okkur heim án tíma? Er stjarfur heimur, heimur án tíma? Er heimur án rúms (engar fjarlægðir), heimur án tíma? Ég hef tilhneigingu til að svara báðum þessum spurningum játandi. Ef svo er, þá getur vel verið að þegar stærð heimsins var 0 þá var enginn tími og þegar öll orka heimsins er uppurinn og kuldinn kominn að alkuli þá er ekki heldur til tími. Tíminn getur því verið saga heimsins frá upphafi til endaloka. Er tíminn þá nokkuð nema saga?

Re: Könnunin: Er þessi fullyrðing sönn?

í Heimspeki fyrir 23 árum, 2 mánuðum
Ágætis bollaleggingar um þetta er að finna á http://www.colorado.edu/physics/2000/schroedinger/two-slit3.html Hér er ég þér einmitt ósammála :) þetta er í fremstu víglínu þekkingar okkar “terra incognita” og einmitt hér kemur til kasta heimspekinnar að skreppa í skátaleiðangra inn á þetta óþekkta landsvæði og prófa ýmsa möguleika, t.d. með að skekja undirstöður rökfræðinnar. Þetta var gert við rúmfræðina og kannski einmitt þess vegna var heimspekin búin að búa vísindunum vopn í hendur...

Re: Könnunin: Er þessi fullyrðing sönn?

í Heimspeki fyrir 23 árum, 2 mánuðum
Já margt er skrýtið í kýrhausnum. Skv. tvíraufa tilrauninni þá “velur” rafeind aðrahvora raufina ef fylgst er með ferli hennar, eins og hver önnur ögn (eða byssukúla). Séum við ekki að fylgjast með ferli hennar, þá flæðir hún út um báðar raufarnar eins og hver önnur bylgjuhreyfing. Fjallað er um þetta einkennilega atferli öreinda í Feynman Lectures of Physics (sem ég hef reyndar ekki lesið, en John Gribbin fjallar um þetta á alþýðlega hátt í bókinni In Search of Schrödinger's Cat: Quantum...

Re: Könnunin: Er þessi fullyrðing sönn?

í Heimspeki fyrir 23 árum, 2 mánuðum
p.s. já einmitt þetta byggir einmitt á þessu lögmáli, á meðan maður veit ekki hvora leiðina hún fer þá fer hún báðar :) sbr. “double slit” (tvíraufa?) tilraunina. Með svokölluðum Josephson hliðum er hægt að framkalla það sama í ofurleiðurum. Rökfræðilega getur slíkt verið nauðsynlegt í óvissuástandi og það er mín skoðun að rökfræðin verður að leyfa óvissuástand, ekki með því að hiksta á því, staðnæmast og segja að við segjum kominn að endimörkum heimsins og föllum fram af sé haldið áfram;...

Re: Könnunin: Er þessi fullyrðing sönn?

í Heimspeki fyrir 23 árum, 2 mánuðum
Mótsagnarrökrásin virkar þannig að sama rafeindin fer á sama tíma í gegnum bæði rökhliðin á sama tíma (satt og ósatt). Þetta er eðlisfræðilega mögulegt en er þetta rökfræðilega mögulegt. Ég veit að þú hafnar því að mótsögn geti verið sönn, en það sem mér þykir merkilegt er að til er rökrás sem leyfir mótsagnir. Er það kannski ekki einmitt mikilvægt skref í að gera tölvur að jafn “geggjuðum” ofurhugsuðum sem við mannfólkið teljum okkur vera :)

Re: Könnunin: Er þessi fullyrðing sönn?

í Heimspeki fyrir 23 árum, 2 mánuðum
Hey… hjálpaðu mér frekar út úr þessum ógöngum frekar en að skjóta allt á kaf :) Ég er að leyta eftir skilyrði þegar yrðingin “(a) OG EKKI(a)” er sönn, þ.e. þegar mótsagnir eru sannir. Tvíræðni er annað, þar getur sama orðið merkt meira en eitt og er í raun fullyrðing á “(a) OG (b)” sem leiðir ekki til mótsagnar.
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok